Sunday, December 30, 2007

siðustu minutur 2007

Nú er árið brátt á enda, tími til að skoða í hvað árið 2007 fór og hvað var gott og hvað má gera enn betur á nýju ári. Hvert er maður að stefna með sjálfann sig, með sambönd sín o.s.frv.

Íslenskir KaosPilotar voru boðaðir í kampavínsboð í dag hjá Guðna boy - Ljómandi stemming svona í lok ársins og svo eru þetta svo einstaklega skemmtilegir karakterar, Guðni boy, Blúndan, Mæsa pæja og Milla og Dillan ásamt prinsinum auðvitað. góðar veitingar og góður félagsskapur.

Prinsinn er byrjaður að pakka konunglega porsilíninu niður fyrir fluttningana og skikkjan og kórónan er allt komið niður í handfarangur. Hans hátign hlakkar til að færa sig yfir í annað póstnúmer og mun bjóða vinum og velvildarmönnum í morgunkaffi við fyrsta tækifæri.

Í hvað fór árið hjá hans hátign? Árið fór meðal annars í:
að þyggja launaseðla frá Humarhúsinu
að loka sig inn í sumarbústað á Snæfelssnesi og spila heila helgi
að koma sushibitum niður í Íslendinga
að heimsækja barina í miðbænum óhóflega mikið fyrripart árs
að segja sig úr þjóðkirkjunni í mótmælaskyni við skoðun kirkjunnar á samkynhneigð
að taka þátt í að reyna að setja heimsmet í hvísluleik á menningarnótt
að byrja í nýju námi
að vinna stíliseringu íslenskra karlmanna fyrir Ísafold
að taka þátt í fermingu (gegn eigin sannfæringu) litla bróður
að kenna ungum Osloarbúum coaching
að taka á móti Idu og jens Peter og svo Rasmus og co
að halda upp á afmælið í þórsmörk
að borga niður yfirdráttinn síðan í háskólanáminu
að kynnast fullt af nýju fólki sem sumt hefur farið í vinahópinn
að smfagna með bjarnalíusi útskrift hans úr LHI
og allt hitt.....

Prinsi tilbúinn fyrir nýtt ár með nýjum áskorunum, meiri gleði og fullt af jákvæðni

Thursday, December 27, 2007

Jolin koma - jolin fara

Þá eru þessi jól brátt á enda.... og við á leið í Hafnafjörðinn, Borganesið býður betri tíma.

Þá eru íbúðarmálin komin á hreint, næsta mál á dagskrá er atvinnumálin. Prinsinn er að leita sér að vinnu. Þar sem prinsinn hefur ekki farið hefðbundna leið í skólagöngu reynist erfitt að setja hann í ákveðið box sem er reyndar svolítið skondið þar sem mikill hluti af menntuninni snérist um að hugsa út fyrir boxið :)

Jólin voru róleg, svona fyrir utan hið árlega jólaboð kannski - mjög gaman að sjá öll þessi andlit sem maður hefur jafnvel ekki séð síðan í síðasta jólaboði fyrir ári síðan og svo bætast alltaf ný andlit í hópinn. ég held að vinirnir verði bara fríðari með hverju árinu.

Yfir hátíðina hefur prinsinn meðal annars:
Farið í fýlu
Spilað við mömmu sína og litla bróður
Stungið sér í mannmergðina í Laugardalslaug
Fengið skitu eftir jólaboð
Skipulaggt þrettándaboðið
Velt fyrir sér hvaða gjöfum skal skipt
Velt fyrir sér hvaða gjöfum Bjarna skal skipt
Innréttað nýju íbúðina í huganum
Pakkað niður jólaskrautinu
Tárast yfir Hroka og hleypidómum

Prinsinn hefur verið upptekinn.....


Prinsi busy

Tuesday, December 18, 2007

Borganes byður nyja ibua velkomna

Ups - íbúðin í Hafnafirði sem við vorum farnir að hlakka til að komast í stendur okkur ekki lengur til boða, leiðinlegt en þýðir víst ekki að æsa sig yfir því. Þá er bara að skoða stöðuna og finna út hvert næsta skref er fyrir hans hátign og "the first lady". Við verðum jafnvel komnir upp í Borganes fyrir vorið...

Annars er prinsinn rólegur með kertaljósin og jólatónana og notar tímann til að skoða atvinnuauglýsingar. Prinsinn er tilbúinn fyrir fast starf.....þar koma að því! Sjáum hvað kemur út úr því.


Hlakka til að sjá alla í árlega jólaboðinu á laugardaginn.

Prinsi og Josh Groban

Monday, December 17, 2007

Desember afslappelse

Það er vika til jóla. Prinsinn hefur lokið við jólaskreytingar og jólagjafainnpökkun, mundi skella í nokkrar smákökusortir og steikja laufabrauð ef það flokkaðist undir áhugasviðið. Þetta eru ný jól. Ég hef hlaupið af mér rassgatið á ólíkum veitingastöðum öll jól síðastlíðin átta ár og alltaf sagt að næstu jól ætlaði ég að hlusta á jólatónlist, slappa af, kíkja í bæinn á Þorláksmessu og eyða tíma með vinum - það tók mig sem sagt nokkur ár að brjótast út úr mínu eigin mynstri. Er að njóta þess alveg í gegn....var jafnvel að spá í að takak geymsluna í gegn í dag og festa tölur á föt sem safnast hafa upp yfir árið í bið eftir "töluásettningu".

Annars eyddi hans hátign helginni í Köben - jólaafslappelse með Marie vinkonu. Voða ljúft og notalegt. Alltaf gaman í Köben og enn skemmtilegra þegar borgin er komin í jólafíling með glögg og tilbehör.



Hið árlega jólapakkaboð okkar Bjarna er um næstu helgi, laugadaginn 22 dec - hlakka til að sjá sem flesta þar.

Prinsi heimakæri

Wednesday, December 12, 2007

Bryndis er hætt störfum

Er í flækju í dag - Komst að því að hún elskulega Bryndís þjónusturáðgjafi hjá Glitni er hætt og án þess að láta prinsinn vita. Það skondna við taugaáfallið mitt í miðjum bankanum var að ég uppgötvaði að ég var tengdur þjónustráðgjafa mínum tilfinningaböndum og hlakkaði til að sjá hana og segja henni frá öllu sem hefur gerst þar sem hennar greiðsemi var stór þáttur í að yfirstíga allar þær hindranir sem í vegi voru fyrir Ameríska draumnum. En nei, Bryndís er farin og við syrgjum.

Annars hefur verið örlítið rið á hans hátign í dag - Inga dóra mætti í árlegt Irish kaffikvöld í gær. Það hlýtur að vera orðið árlegt þar sem við höfum tekið það tvisvar með ársmillibili. Sögur sagðar, málin krufin og flöskurnar tæmdar. Það tók sem sagt örlítinn tíma að komast í gírinn í dag... Billy skólafélagi minn í Sanny Franny notar skemmtilega lýsingu daginn eftir slík kvöld "mamma er með flensuna í dag".

Dagurinn í gær var nokkurskonar vinahylling. Byrjaði daginn á morgunkaffi með Ununni og litla krútt, Þorleifi. Hádegismatur með Guðbjörgu fyrrv. yfirmanni hjá Hönnunarvettvangi, kaffi á bárugötunni hjá Eddu minni og svo kvöldið með Ingu Dóru. Virðist vanta örlítið maskulinitet inn í þetta. Og þó, fór í klippingu hjá Stjúra, heldur betur maskulinitet þar á bæ.

Næst á dagskrá er vikulegur símafundur með vinnuhópnum úti í Ameríkunni og svo höfum við, ég og first lady boðað okkur í mat til múttu.

á morgun er það svo Köben..... ekki alveg að sjá hvernig sú ferð fittar inn í raunveruleikann í dag. Meikar á einhvern hátt ekki sense að hendast út til Köben þegar lóttóvinningurinn er ekki kominn í hús. En ferðin löngu plönuð og er að fara hitta Marie og partur af mér telur mikilvægt að fjárfesta í vináttunni þar sem við höfum ekki hist í ár....þýðir samt ekki að maður geti hent frá sér ábyrgðinni þ.e.s misst sig á kreditkortinu. Þetta verður kósý exelence ferð langt frá Strikinu góða.

Prinsi mættur á klakann með lopapeysuna

Monday, December 10, 2007

Velkominn heim prinsi

Hans hátign er lenntur - miða við hafurtaskið sem fylgdi þá leit út fyrir að það væru stórir fluttningar. Engin yfirvigt - mikill léttir...bara færður upp á business class með kampavínsglas í hendi: Svona á að fara með konungborna.

Staldraði þó stutt við í höfuðborginni - hélt beina leið til Akureyrar í rómantíska helgarferð með "the first lady". Mikil menningarferð. Byrjuðum á að sjá Ökutíma - prinsi þurfti aðstoð til að halda sér vakandi, smá vandræðalegt þar sem við sátum á fyrsta bekk og fyrrverandi bekkjarsystir Bjarna leikur aðalhlutverkið - Prinsi ætlaði nú ekki að sýna óvirðingu.... Fínn mælikvarði þó á verkið. Óvitar eftir Guðrúnu helgadóttur héldu prinsinum betur vakandi daginn eftir og seinna um daginn sá Garðar Sjarmör Cortes algjörlega um að halda prinsinum við efnið. Frú Cortes bauð okkur á tónleika með Garðari og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands - ég vissi ekki einu sinni að það væri starfrækt sinfóníuhljómsveit utan höfuðborgarsvæðisins, en hei - við erum 300.000 manna þjóð með tvö stór shopping malls í höfuðborginni, afhverju ekki að skella í sinfóníuhljómsveit austur í landssveit, vestur á fjörðum og eitt stykki undir Vatnajökul.

Ljómandi norðanferð og gott að vera kominn heim á Snorró. Prinsinum var svo mikið í mun að koma sér vel fyrir að hann hefur ekki bara rúntað upp úr töskunum, heldur er hann búinn að skreyta jólatréð og pakka inn öllum jólagjöfum - konungleg afköst.

Prinsi decoration

Wednesday, December 5, 2007

og naesta stopp - Reykjavik

Kaeru gestir

Prinsinn er maettur enn og aftur til Washington, klaradi vinnuna her i Washington i dag med workshop fyrir konur. Buinn med San Fran i bili - var i skolanum sidustu ca. 10 daga og nu er stefnan sett nordur. Held til fagra Islands a morgun. "Island ogrum skorid eg vil nefna thig, sem a brjostum borid og blessad hefur mig...."

Miklir gledifundir thegar hans hatign og Gloria hreinsi-maestro hittust her i Washington. Hun er otruleg, rennur yfir fjogra haeda hus a no-time, allt spik og span...love it.

Sidasta kvoldinu i San Fran var eytt a hotelbarnum vid flugvellinn asamt nokkrum bekkjarfelogum, mikid hlegid, mikid gaman.

Sem sagt - er a leid til Islands a morgun.....hlakka mikid til. Lendi a fostudagsmorgun og flyg a fostudagseftirmiddag til Akureyrar asamt Bjarnaliusi - helgi fyrir nordan skemmir engann!

Prinsinn er annars kominn i jolafiling - skelli vaemnum joladiskum a foninn morgna og kvolds, versla jolagjafir hja lessunum a horninu og fylgist med snjonum hrinja nidur. Talandi um snjokomu - thad er buid ad snjoa i allan dag, virkilega fallegt, en thydir ad thad er enginn skoli hja grislingunum a morgun..... lamad system og bornin heima. Emma ekki glod og prinsinn ser hofudverk i vaendum:)

hlakka til ad sja alla - minni a hid arlega jolabod B&F thann 22 dec

Over and out

Prinsi og Rudolf med rauda nefid

Friday, November 23, 2007

Aðstoð oskast

Sjónvarps Sirrý mundi segja að gærdagurinn gæti jafnvel verið einn af örlagadögunum. Prinsi komst að því að hann og "the first lady" missa íbúðina á Snorró um áramótin, sem þýðir eftir rúman mánuð.....HJÁLP!

Kemur akkúrat á réttum tíma þegar hans hátign var farinn að hlakka til að koma heim og eiga heimili..... Spurning um að rembast við að líta a þetta sem tækifæri og ekki vandamál......arg.


Okkur vantar aðstoð við að finna nýtt heimili fyrir okkur og Júlíus frosk.

Prinsi, brátt á götunni.

Vegas



Prinsi og Dilja skelltu sér til Vegas. Það var margt gert sér til dundurs meðan sullað var í kampavíninu. Afar uppbyggileg ferð í alla staði. Vegas ber einnig af öðrum borgum í samfélagslegri ábyrgð og siðferðislegu réttlæti.

Sunday, November 18, 2007

Bjarni


Ég sakna Bjarna míns.

Prinsi fer til Vegas

Vegas baby, Las Vegas

Sundskýlan, gullbeltið og hælarnir - allt komið niður í tösku. Prinsi og Diljá halda til Vegas í kvöld.

Prinsinn og Diljáin hafa átt góða daga í Sanny Franny - Parið hefur meðal annars:

Skellt sér í pedicure og manicure
Misst þjappað avacado a milli brjóstanna á Diljá
Tekið nokkra Martini f/ eftirmiðdagslúr
Tekið djúpar samræður á Union square
Dottið út úr leigubíl
Verið neitað um inngöngu á skemmtistað
Borðað vel og mikið
Horft á trönsu show


Og nú er það Vegas....

Prinsi

Thursday, November 15, 2007

Stuttbuxur, solgleraugu og jolalög

Fékk formlega kvörtun um lélega ástundun í blog skrifum - bætum úr því hér með.

Prinsinn er mættur til San Fran. Afskaplega gott að pakka niður dúnvestinu, húfunni og vettlingunum og draga upp sandalana og sólgleraugun. Síðasta kvöldinu í Washington var eytt á hverfisbarnum ásamt Emmu, Kelvin sem er yfirkennari í the British school of Washington, Söruh sem er ein af BBC heimavinnandihúsmæðrunum í "middle age crise" og George enskukennari. Prinsinn eyddi sem sagt síðasta kvöldinu í að skipuleggja nokkurskonar hópefliskvöld fyrir kennarana og foreldrana í skólanum - maður kann nú aldeilis að skemmta sér... Hópurinn var orðinn nokkuð hress þegar líða tók á kvöldið - 20% afsláttur af öllu víni á mánudögum. Þetta kallar maður almennilegan hverfispöbb:)

Diljáin er mætt til Sanny ásamt múttu sinni. Mikil gleðistund að sjá þær fallegu mæðgur hér.

Þeð fer að líða að lokum heimsóknar hans hátigns hér hjá Bush og co - Það fer líka að koma jól - mjög fyndið að vera í stuttbuxum og hlusta á jólalög - pínu absúrd.

Og...ekki má gleyma Thanksgiving eftir viku. Prinsinn ætlar yfir flóann til "skrifstofustjórans" í skólanum. Hún hefur boðið prinsinum að eyða Thanksgiving með fjólskyldu hennar, sem samanstendur af henni, tveimur sonum hennar, foreldrum hennar, bróður, mágkonu, tveimur hundum þeim Buddy og Jack, og tveimur æskuvinum. Já það er augljóst hvar prinsinn passar inn í þessa mynd....

Prinsi - sonn on his way home

Saturday, November 10, 2007

Heimavinnandi husmoðir - 100% starf

Ég skil vel að heimavinnandi "húsmæður" kvarti yfir álagi hér í Washington - tíminn sem fer í "social gathering" er full vinnuvika. Það eru góðgerðarsamkundurnar, íþróttafélög barnanna, kokteilboðin, foreldraboðin í skólanum, afmælin, venjulegu matarboðin o.s.frv. Frekar blautt lið mundi ég segja... Emma þurfti að sýna sig í afmæli í kvöld, Andy farinn á ráðstefnu í Oxford sem þýðir að enn og aftur er prinsinn heima með barnapíunni - hún er reyndar ný, hef ekki hitt hana áður. Það er nóg að gera í barnapíu businessinum hér og í heimilisþrifnaðarbusinessinum. Það hefur engin tíma til að sinna slíkum störfum...koma börnunum í bólið - það getur hver sem er gert!!!!!

Engin kvöldmatur settur á borðið fyrir hans hátign.....Hann varð að skella sér út að borða. Skellti sér á hverfispöbbinn (sem er reyndar frekar fancy af hverfispöbb að vera). Anyway, ákvað að nú væri tími fyrir sallat, mjaðmirnar bera ekki meiri fitu. Það lá við að sallatið sjálft væri djúpsteikt, löðrandi í dressingu. Þá er um að gera að halda sig bara við grennandi hvítvínið.

Meðan prinsinn blaðraði í gegn um feitu sallatblöðin þá var hljómsveit kvölsins að koma sér fyrir - maðalaldurin meðlima hljómsveitarinnar var ekki undir 58 árum og trommarinn var næstum kominn á líkbörurnar þegar hann rembdist við að hósta úr sér lungunum. Prinsinum var nóg boðið, kláraði úr glasinu, sveiflaði sjalinu yfir sig og tölti út.

Diljá er mætt til The United States of America - er reyndar ekki viss um að hún fái inngöngu....var hún ekki komin á svartan lista?

Prinsi og húsmæðurnar

Áminning

Þetta fékk ég sent frá Maríu Rut fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ágætis áminning.


Ég lofa sjálfum mér...

Að vera það sterkur að ekkert fær raskað hugarró minni
Að ræða um heilsu, hamingju og velmegun við alla þá sem ég hitti
Að sýna fólki í kringum mig að það sé mikilsvirði
Að horfa á björtu hliðarnar á öllu og láta bjartsýni mína birtast í verkum
Að hugsa aðeins um það besta, vinna að því besta og vænta aðeins þess besta
Að vera jafnáhugasamur um velgengni annarra og ég er um mína eigin
Að leggja mistök fortíðarinnar til hliðar og einblína á afrek framtíðarinnar
Að bera ánægjusvip öllum stundum og brosa til allra sem verða á vegi mínum
Að verja það miklum tíma í að bæta sjálfan mig að ég hafi engan tíma til að gagnrýna aðra
Að vera of stór fyrir áhyggjur, of göfugur fyrir reiði, of sterkur fyrir ótta og of hamingjusamur til þess að láta vandamál ráða ferð
Að hugsa vel um sjálfan mig og kunngera heiminum það, ekki með því að mæla hátt, heldur með góðum gjörðum
Að lifa í þeirri trú að allur heimurinn standi með mér, svo lengi sem ég er trúr því besta í sjálfum mér.

Friday, November 9, 2007

Prinsi gætir skrimsla

Prinsinn hefur sem sagt spanderað föstudagskvöldinu við barnapössun - og hvernig er best að eyða tímanum uppbyggilega meðan maður lítur eftir sofandi skrímslum. Skellir spólu í tækið og raðar saman playmobil samtímis. Myndin sem varð fyrir valinu var engin önnur en "Pride and prejudice". Prinsinn alltaf tilbúinn fyrir smá rómantík - sumir hlutir breytast aldrei. Reyndar hlo ég með sjálfum mér þegar ég hugsaði eftir á að ég hafði setið á gólfinu í leikherberginu, horft á myndina og leikið mér samtímis með playmobil.

Annað sem ég hef verið að hugsa um. Í fyrrakvöld, í matarboðinu, þá fann ég tilfinningu sem ég hef ekki fundið í um 10 ár - ég gat allt í einu ímyndað mér að eignast börn í framtíðinni. Algörlega ný tilfinning þar á ferð. Áhugavert.


Klem, knus o kram,

Prinsi í rómantíkinni

Olivia og þurkarinn

Á föstudögum kemur Olivia, hún sér um að taka til í barnaherbergjunum og leikherberginu - það er munur á að taka til og þrífa, hún þrífur sem sagt ekki. Gloria sér um það. Olivia þvær einnig allan þvott og straujar. Prinsinn hefur sérstakar skoðanir hvernig fara skal með þvott, ekki satt Bjarnilíus? Allavega, þegar prinsinn kom skokkandi niður stigann í morgun, varð honum ljóst að Olivia hefði skellt þvottinum hans í þurkarann. Olivia fékk ekki bros í morgungjöf, það get ég sagt ykkur og prinsinn með úfið hár og andfúll getur verið ansi grimm upplifun....tala nú ekki um þegar hann hvæsir líka! Prinsinn setur einungis sokka, nærföt og íþróttaföt í þurkarann ekki kasmír peysurnar eða silkiblússurnar... Þegar prinsinn hafði róað sig að mestu niður, losað um tennurnar af hálsi Oliviu og áttað sig á að það væru örlítið stærri vandamál í heiminum en þvotturinn hans í þurkaranum, þá gat hann skellt smá brosi á fésið svona rétt til að segja Oliviu að hún gæti byrjað að anda aftur.

Minn ætlaði reyndar til Sanny Franny í dag - ákvað á síðustu mínútunum að breyta miðanum og staldra hér í Washington yfir helgina, langaði ákfalega lítið til að skríða afur inn í skápinn hjá frk perlueyrnalokkum.

Auðvitað var svo enn eitt boðið í gærkvöldi - það var haldið hér á heimilinu og prinsinn sá um "decoration" orðinn fastráðinn í "department of decoration". Það er þörf fyrir einn homma á hverju heimili. boðið í gær var í þurrari lagi, þá á ég ekki við að ekki hafi verið nóg af drykkjarföngum heldur var helmingurinn af fólkinu frá sendiráðinu þ.e.s því breska og the World bank - aðeins í þurrari laginu þetta lið. Hinn helmingurinn var úr BBC genginu....Prinsinn löngu kominn í mjúkinn þar.

Í aften er rólegt, engin boð. Prinsinn ætlar að staldra heima og læra meðan hann lítur eftir skrímslunum. Emma og Andy ætla kíkja út á date saman. Það er naumast maður dritar niður mikilvægum upplýsingum hér - þetta hlýtur að vera líkt og að lesa Times eða jafnvel bara Frjálsa verslun.

Prinsi soft og sentimental

Wednesday, November 7, 2007

Party pants

Var að byrja glugga í bók sem minn verzlaði sér í morgun: "Life is short-wear your party pants." Langaði að deila með ykkur eftirfarandi: "We should never wait to celebrate life only on special occasions. We need to bring a feeling of celebration into our lives every day. We haven´t got time to wait."

Prinsi positive

Gloria, indjanafjaðrirnar og ikornar

Sat út á verönd í morgun eftir að hafa skuttlað gríslingunum í einkaskólann. Fylgdist með íkornunum háma í sig grettuleg grasker sem húsmóðirin hefur ekki komið fyrir í ruslatunnunni eftir Hrekkjavökuna. Stórkostleg dýr - skemmti mér ávalt vel við að fylgjast með snöggum viðbrögðum og skýrum markmiðum þeirra. Þeir virðast hafa augu sem ná allan hringinn til að fylgjast með öllu sem gerist og hvernig þeir stökkva á milli greinanna og elta hvorn annan upp og niður trén. Reyndar datt einn ofaní barnalaugina í garðinum um daginn og sat fastur. Prinsinn hló hátt um leið og hann gerði ráðstafanir til að bjarga íkornagreyinu frá drukknun.

Gloria, hreingerningavinkonan kom í gær og tók íbúð prinsa í gegn...braut meira að segja saman óhreina þvottinn. Hans hátign hálf skammaðist sín. Hér situr prinsi í velmegun og lærir meðan Gloria brýtur saman óhreina þvottinn og fær borgað jafnmikið á tímann og það tekur okkur Emmu að eyða á fimm mínútum á Starbucks..... Eitthvað sem ekki alveg stemmir í þessu reikningsdæmi.

er loksins kominn upp á kant við indjánafjaðrirnar upp í Ohio... Bjóst við að það kæmi vegna þess að það var svo margt ósagt í því ferlinu. áskorunin er sú að koma öllum skítnum frá sér á uppbyggilegan hátt þannig að við bæði getum dregið lærdóm af þessu öllu saman. Ég reyndar veit alveg upp a mig sökina í sumu, gaf henni einfaldlega ekki tækifæri á að blómstra vegna þess að ég var svo fókuseraður á hversu svakalega leiðinleg hún væri, sem gerði það svo að verkum að ég leit algjörlega fram hjá kostum hennar og þeirri staðreynd að hún laggði hart að sér við að byggja upp einhverskonar samband á milli okkar. Anyway - stundum er bara ekki chemistry, maður getur nú samt litið yfir egóið og unnið saman....

Bunki af bókum á náttborðinu sem prinsi þarf að renna í gegn um og svo er að sjálfsögðu matarboð í aften.

Prinsi hefur einnig:

Skoðað dýr handklæði
Drukkið marga Starbucks
Farið á nokkur trúnó
Borðað gott og drukkið gott
og spilað við litlu skrímslin


Er að rambast við að breyta flumiðanum mínum heim - Icelandair vill ekkert fyrir mig gera þar sem að ég pantaði miðann í gegn um aðra ferðaskrifstofu..... Svo ef einhver er með persónuleg sambönd inn í t.d. fjarsölu Flugleiða..Icelandair. Ja þa´er prinsinn með stór eyru.

Prinsi DC

Sunday, November 4, 2007

sunnudagsmorgun


Sunnudagsmorgun og prinsinn vakinn klukkan átta af skrímslunum sem vildu fá hans hátign til að spila spil með þeim... Jamm, auðvitað - það er bara kósý að sitja öll saman á köldu stofugólfinu í náttfötum og spila.

Það er aldeilis farið að kólna hérna í DC - barnfóstran vafði sig inn í teppi í gærkvöldi, prinsinn gekk um í dúnvesti og heimtaði að kyndingin yrði sett á húsið - hans hátign óskaði ekki eftir að fá lungnabólgu.

annars var minn lítill í sér í gær, hefur verið það síðustu daga - langar bara heim til Bjarna síns. Allt gengur vel, fæ frábæra dóma í náminu, hef kynnst fullt af góðu fólki, hef fengið að ferðast fram og tilbaka - allt er í ljómandi standi - langar bara að láta halda utan um mig og segja mér að allt sé í lagi.

Ætla skokka út á Starbucks og ná mér í einn góðan áður en ég fer á símafund

Prinsi - feeling small

Friday, November 2, 2007

ups - I did it again

Prinsi er einn heima í kotinu með skrímslunum tveimur og barnapíunni. Emma og Andy fóru á tónleika. Það er unaðslegt að geta æst skrímslin upp í leik og látið svo barnapíuna taka við þegar maður er orðinn þreyttur - hún getur róað þau aftur niður...

Það er gott að vera royal!

Prinsi

Washington DC

Mættur til Washington DC. Feginn að vera kominn í smá "safe space". Ég finn að ég er örlítið þreyttur á að vera endalaust að ögra sjálfum mér - hef þörf fyrir að staldra aðeins við og skoða lærdóminn sem ég dreg af öllu þessu ferli. Hef þar af leiðandi aflýst ferð minni til Boston. Reyndar tók það aðeins á að aflýsa henni, var hræddur um að valda þeim sem ég ætlaði að heimsækja, vonbrigðum - hvað ef þau höfðu öll gert ráðstafanir í kring um komu mína? Munu þau einhverntíman geta treyst mér aftur o.s.frv. Um leið og ég var sjálfur meðvitaður um afhverju ég vildi ekki fara, þá gat ég einnig skýrt út fyrir þeim afhverju - Sannur sjálfum mér-meira var ekki í mínu valdi. ég treyst því einnig að þau eru öll heil sem manneskjur og munu tjá sig ef ég hef valdið þeim vonbrigðum, við getum svo tekið þráðinn þaðan.

Skítt með Boston - ætla til Vegas með Diljá baby

Prinsi

Wednesday, October 31, 2007

au pair

Okei - spjallaði við granny í kvöld. Símareikningurinn er orðinn hálf milljón... B&B Landsbankafeðgarnir eru vel þegnir í liðið núna.

Prinsinn eyddi deginum sem íslensk au pair. Eyddi deginum með Emmu , Andy og skrímslunum. Týpískur túristaleikur með frelsisstyttunni og Empire state building o.s. frv. Kósý dagur með skrímslum með mikla orku. Ég reyndar naut þess, naut þess að halda á skrímslunum, að bara fylgja straumnum, að ekki ákveða hvert ég væri að fara o.s. frv.

Við fórum svo út að borða, í kvöld, með vinafólki þeirra - hver skírir barnið sitt Delphine? Frúin hét þessu stórkostlega nafni. Það sem vakti samt furðu mína í kvöld er sú staðreynd að þú getur fengið barnapíu á hótelið til að sitja yfir börnunum.....bara hringja í Gulu síðurnar.....

Prinsi pía, barnapía

Tuesday, October 30, 2007

Enginn afslattur

Ég er í shokki yfir hversu dýr borgin er - það kostar að anda hér.

Monday, October 29, 2007

Og hvar er prinsinn staddur?

Prinsinn er lenntur í "the big apple" með stuttu stoppi í Atlanta. Það virðist vera sem prinsinn hafi aðeins ruglast þegar hann bókaði hótelið vegna þess að hans hátign er staddur í......Harlem. Það var ekki alveg hverfið sem hann leitaði eftir!

Sunday, October 28, 2007

Hjolatur og fjaðrafok

Svakalega góð internet connection hér í cincinatti, sem by the way er í nágrenni Kentucky - ef það aðstoðar einhvern við að byggja upp fordóma! Ágætis dagur hér, skelltum okkur í hjólatúr, prinsinn og indjánafjaðrirnar. Prinsinn átti erfitt með að halda hlátrinum aftur af ser þegar indjánafjaðrirnar mættu tílbúnar fyrir hjólatúr í skóginum. Hún var kominn með hjálminn og grifflurnar og einhverja púða á hnjánum o.sfrv. alveg svakalega tilbúin fyrir túrinn. Svo rúlluðum við áfram frá kastalanum á hæðinni niður í bæinn, sem heitir Loveland....ha, ha, ha. Það var eitt serstakt hús í Loveland sem vakti sérstakan áhuga hjá prinsinum, líktist samkomuhúsi. Prinsinn fékk svar fra indjánafjöðrunum. Þetta var einskonar "drinking and smoking club". Þetta lét hún út úr sér með smá skeifu og tón í röddinni sem minnti einna helst á Davíð Oddson lýsa Jóni ásgeiri sem manneskju. Prinsinn hefði mun frekar viljað skella sér í þennan kofa í stað heimsóknarinnar á kósý ítalska staðinn í gær.

Prinsinn fer í ódýru borgina á morgun þ.e.s New york.

Prinsi á ferðinni

Saturday, October 27, 2007

junior sa ser fært a að mæta

Og junior er mættur í heiminn - til hamingju elsku Hilda.

Hann hefur fengið nafnið Sigurbjörn Hrafn - Bjarnilíus kom með skemmtilegt komment þegar hann heyrði nafnið: " Hann á ekki eftir að geta sagt hvað hann heitir fyrr en hann kemst á táningsárin."


hlakka til að sjá gripinn. Velkominn í heiminn junior - þú átt eftir að gera góða hluti.

F.

Kosy Kringlutorg

Prinsinn og Janet, indjánafjaðrirnar, skelltu ser út að borða í kvöld til að "fagna" áfanganum. Prinsinn hefði þó alveg verið til í að fagna bara með sjálfum sér. Anyway, frú indjánafjaðrir vildi að við skelltum okkur á kósý ítalskan stað - prinsinn var nú meira en til í það og sa tækifæri a að skella í sig góðu chardonay og lina þjáningarnar. Kósý ítalski veitingastaðurinn var álíka kósý og Kringlutorgið upp í Kringlu. Stór kofi mitt á milli tveggja stórra verslunarhúsa. Gæti hafa verið á milli Ikea og Rúmfatalagersins... álíka mörg bílastæði. Skemmtilegt með væntingar - prinsinn hafði mjög ólíkar væntingar um kósý stemmingu....

Það ótrúlega gerðist þó - indjánafjaðrirnar hafði svo mikla þörf fyrir að fagna áfanganum að hún skellti sér á hálft chardonay..... Ekki það að prinsinum fynnist neitt rangt við að smakka ekki áfengi. Þetta var bara svo týpískt dæmi um hversu ólík við erum, með ólíkar væntingar og þarfir.

Og nú er kominn háttatími fyrir hans hátign - ætla að sofa lengi fram eftir því þá mun síðasti dagurinn líða enn hraðar...kannski ekki hraðar enn hann verður styttri...

Prinsi

Fjaðralokkarnir tættir

jæja bæja - þá er vinnu minni lokið hér í Ohio fylki. Fjaðralokkarnir orðnir tættir, hún snertir takka inn í mér sem kalla allt það slæma fram í samskiptum mínum við fólk.


En , nú er þessari samvinnu lokið - og aldrei aftur. Þó svo að þetta hafi verið ömurleg reynsla þá liggur fullt af lærdómi fyrir mig í þessu ferli...


Fékk Starbucks eftir workshoppið - gat varla notið þess þar sem fjarðralokkarnir stóðu mér við hlið....langaði bara að vera einn. Fyndna er að ég gat ómögulega ullað því út úr mér - það var einhver hindrun sem ég gat ekki séð, vildi ekki særa hana eða valda henni vonbrigðum þannig að ég leyfði mér frekar að valda sjálfum mér vonbrigðum....Það er naumast maður getur verið sannur sjálfum sér!


Núna þegar við þurfum ekki að vera lengur saman að vinna - laggði ég til að víð tækjum smá "nap", hvílistund - mín hugsun var að þá losnaði ég við hana og dagurinn liði hraðar....Enn og aftur ekki alveg sannur!

All for now,

Prinsi grimmi

Friday, October 26, 2007

hugleiðing

Untill further notice - celebrate everything.

gisting i eplinu?

argggggg - indjánafjaðrirnar eru að fara með mig - Og ég veit svo vel að ég get séð aðstæður mínar frá mörgum sjónarhornum...akkúrat núna er það sjálfsvorkunin. Ég er ekki frá því að mig langi örlítið að gráta - það getur verið drullu erfitt að líta á sjálfann sig sem fórnalamb.

Þegar þetta er yfirstaðið. Tveir dagar eftir. þá mun prinsinn halda til New York - skuggahliðin mín segir mér að ég þurfi að kaupa mér eitthvað fallegt til að verðlauna mig eftir þessa lífsreynslu:) Prinsinn hefur þó enga eigin íbúð í stóra eplinu - einhverjar góðar uppástungur um hvar ég get fundið spennandi og ódýra gistingu. Þætti vænt um þær uppástungur þar sem ég hef ekki spáð í gistingu enn.


Prinsi, sem brátt mun tæta fjaðrirnar

oslo-copenhagen-washington-cinncinatti

Jæja, þá er prinsinn mættur aftur eftir góða pásu. Ég ætla að byrja þar sem ég er í dag og fara svo aftur á bak. Sit í Cinncinatti, Ohio. Mun leiða workshop á morgun og er í mikilli baráttu við sjálfann mig – finnst þetta verkefni sem ég tók að mér leiðinlegt, vil samt sem ekki bregðast Janet, sem er að vinna þetta með mér. Í allan gærdag á leiðinni hingað frá Washington DC, fann ég að allar sellurnar í líkamanum mínum voru á móti þessari ferð og þessari samvinnu. Ég fann einnig að ég var ekki alveg trúr sjálfum mér – fann að ég gekk á móti mikilvægasta gildi mínu þ.e.s að vera trúr sjálfum mér. Settist niður með Janet í gærkvöldi og sagði henni allt sem var að gerast. Allt frá að ég vildi ekki gera þetta workshop og ég vildi ekki bregðast henni, yfir í að mér fannst okkar tenging vera á yfirborðinu og mér leiddist samvinnan og vinnan dró úr mér kraft í stað þess að byggja upp orku. Puha.... Í dag er ég einfaldlega að samþykkja að mér finnst Janet leiðinleg og mér finnst þessi vinna leiðinleg en ég hef ábyrgð – svo mín spurning til sjálfs míns í dag er: Hvernig ætla ég að njóta þessa ferlis?”

Prinsinn býr vel hér hjá Janet (hún er ekki í perlueyrnalokkaflokknum – meira yfir í indjónafjaðralokkadæmi›). Minn hefur enn og aftur heila íbúð fyrir sjálfann mig og hún er stærri en Washington íbúðin mín... með útsýni yfir hæðir og hóla. Indjónafjaðralokkarnir búa upp á hæð í litlum “kastala”, hún býr sem sagt ein í mööööörg hundruð fermetra kofa. 5 ba›herbergi, eigið yoga studio o.s.frv. – Svo órealistic – og hún er ekki einu sinni skemmtileg....

Allt annað sem hefur gerst... Var að kenna upp í Oslo – frábær tími, naut þess að vera þar og kenna, fór meðal annars út að borða með Sofia og Simon, fyrir þau sem muna eftir þeim. Eyddi nokkrum dögum með Bjarnalíusi í Köben. Að sjálfsögðu var það yndislegur tími...eftir að við náðum að tengjast, tók smá tíma. Bjarni er svo fallegur karakter. Stoppaði á Keflavíkurflugvelli í tvo tíma og stundaði non stop símavændi. Flaug til Washington og eyddi tveimur dögum með Emmu og co.

Stutt ferðasaga.

Dilja kemur til San Fransisco í november – jibby.


Prinsi

Wednesday, October 10, 2007

Prinsinn afar busy...



Prinsinn hefur haft tvo meigin fókusa í dag - það var víst alveg kapp nóg fyrir hans hátign. Minn þurfti að ákveða hvað og hvernig kennslan upp í Osló á að fara fram ásamt Idu (það mundi vera aðilinn á mynd sem er með síðara hárið). Ég tók þá ákvörðun að líta á þá staðreynd að við þurfum að hanna kennsluna í gegn um tölvupósta ekki sem fyrirstöðu heldur sem tækifæri - þurfti aðeins að berjast við sjálfann mig þar....

Hinn fókusinn sem prinsinn hafði í dag eða öllu heldur markmið var að finna ákveðna búð hér í Sanny Franny. Jens Peter (það er svo sá með styttri kolluna á mynd), eiginmaðurinn hennar Idu pantaði sér fiski-vesti og vildi biðja mig að taka það með mér upp til Skandinavíu um helgina. Við erum að tala um að prinsinn mun hafa fiski-vesti í farangrinum... Anyway, hélt það yrði nú ekki málið að kippa þessu vesti með mér fyrir elskulega Jens Peter. Argggg, Þetta varð löööööng ganga í leit að þessari búðardruslu - og svo var hún lokuð. Ég get sagt ykkur það að ef Starbucks hefði ekki verið næsti nágranni (Starbucks virðist vera næsti nágranni hvar sem þú ert staddur hér) ja, þá er ég ekki viss um hvað prinsinn hefði tekið upp á. Kannski labbað berfættur eða hent tyggjói í götuna eða eitthvað álíka róttækt:)

P.s - Frk. perlueyrnalokkar fékk 5 ára gjöf í dag þ.e.s þakklætisgjöf frá fyrirtækinu fyrir að hafa verið trú og dygg í 5 ár. Hún fær að velja sér gjöf frá einum katalog - prinsinn sá ágætt úr sem hann gæti alveg hugsað sér.... Annars er ljómandi fínt perluhálsband einnig í boði...

Prinsi, snart pa vej op til Norge

Tuesday, October 9, 2007

Frimann froskur

Ufff puff og lallala. Minn er að vinna með konu upp í Ohio, erum að skipuleggja workshop sem við munum stýra þar í lok mánaðarins og nefnist: "Be heard...at home, at work and at play". Við erum mjög ólík að mjög mörgu leyti, bæði persónulega og eins hvernig við vinnum og hugsum - stærðarinnar áskorun fyrir okkur bæði býst ég við, þó svo að ég eigi það til að hugsa að allt það sem ég legg í vinnuna sé rétt og hún hefur alltaf rangt fyrir sér - það er víst ekki svo einfalt. Samvinna er mjög áhugaverð og það er einkar áhugavert að skoða hvernig maður sjálfur er í samvinnu. Hverjir eru veikleikar manns í samvinnu með öðrum, styrkleikar og hverjar eru áskoranirnar. Er maður aktívur hlustandi eða er mikilvægara að koma sínum eigin orðum og skoðunum á framfæri. allavega við áttum símafund fyrr í kvöld og Frímann skellti sér í gamalt hlutverk þ.e.s að tala ekki upphátt um hvað var í gangi, tilfinningar, hugsanir o.s.frv. Svokölluð "silent treatment" -könnumst mörg við þá aðferð... Allavega þá varð mér augljóst að ef ég ætlaði að vera í þessu gamla hlutverki þá mundi ég enda á að vinna vinnuna sjálfur og auðvitað fá mínu framgengt en það er ekki svo víst að það yrði skemmtilegt og ekki einu sinni víst að ég mundi læra nokkuð nýtt, hvað þá að gefa okkur tækifæri á að tengjast og stjórna saman. Það getur nefnilega verið svo þrælskemmtilegt að gera hluti með öðrum...

Að öðru og jafnvel mikilvægara:) Skellti mér í göngutúr í dag - var orðin frekar súr af að sitja heima og vinna. Rambaði inn í bað búð og verzlaði mér stóran grænan frosk - úr sama efni og gulu baðendurnar sem tísta - honum er ætlað að standa inn í sturtunni okkar Bjarnalíusar (er það ekki Bjarni?) til að minna okkur á, á hverjum degi, að við berum ábyrgð á að gera lífið okkar skemmtilegt, líka litlu hlutina. Mig langar nefnilega að hlæja meira:)

Prinsi the frog (hef verið leystur úr álögum)

Sunday, October 7, 2007

Rokkað i Frisco



Yndislegur dagur í Sanny Franny - það var líkt og ég hefði ákveðið ómeðvitað áður en ég steig upp úr bólinu og kíkti fram úr skápnum að dagurinn yrði notalegur. Þegar slík ákvörðun hefur verið tekin, þá er auðvelt að sjá næstu skref..... Starbucks, morgunmatur með frk. perlueyrnalokkum og nágranna hennar sem er annað sett af perlueyrnalokkum, gæti þó verið feik lokkar þar á ferð...

Stefnan var sett á Union squere - einn af uppáhaldsstöðunum mínum í borginni. Stórt torg "vítt til veggja" og fullt af lífi. Sat þar með bókina mína og fylgdist með tangó sýningu með öðru auganu - Quality tími með prinsinum.

Endaði daginn svo a að hlusta á frk. perlueyrnalokka syngja á restaurant hér í næstu götu - ljómandi gaman.

Busy vika framundan - puha...


Prinsi í afslöppun

Saturday, October 6, 2007

Stormikilvægur laugardagur

Prinsinn steig úr rekkju snemma þennan laugardagsmorgun, mættur á Starbucks fyrir 08.00 - puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Svo lá leiðin í morgundanstíma með frk. perlueyrnalokkum - ljómandi skemmtilegt og aftur puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Sambýlisfólkið skellti sér svo saman í brunch áður en leiðir skildu. Prinsinn þurfti að skokka heim til að "shæna" sig til fyrir afmælisveisluna í parkinum - overdressed... það hefur aftur á móti gerst áður í lífi hans hátignar að vera smá overdressed :)

Skellti mér einnig á götufestival sem var algjört prump.

Mútta á afmæli nú á mánudag - nett hint fyrir þá sem það þurfa:)

Þegar skyggja tók skellti prinsinn sér í silfur "outfittið" og tróð frk. perlueyrnalokkum í slíkt hið sama - halda átti í partý. Partý, partý partý. Prinsinn hefur nú alltaf verið talinn festglaður - en þarna dró hann limitið. Partýið var haldið af einum kórfélaga frk. perlueyrnalokkanna - oh já, hún syngur í kór. Þessi "samkoma" minnti mig einna helst á lélega mynd um fest í "highschool" með öllu tilheyrandi. Bjór í slöngu ofaní kok, stelpukindur í mínipilsum (trúið mér, það er ekki falleg sjón á öllum stúlkum....) hass reykingar upp á þaki, pizzusneiðaslagur í stofunni og drykkjukeppni í stofunni (munaði engu að prinsinn hefði látið til leiðast:)). Já maður gæti haldið að ferming væri á næsta leyti. En, nei við erum að tala um fólk með hringa á baugfingri, háskólapróf og marga hverja með ágætis áhugaverð störf. Prinsinn dustaði ósýnilegt ryk af mokkasíunum, teygði sig í nokkra vel valda sænska gæðamola, (prinsinn og frk. perlueyrnalokkar komu með gjafir - sænskt gæðakonfekt fra perlueyrnalokkunum og græna baðönd frá prinsinum) og hreinsaði úr nasaholunum upp í loftið.....:)

Eftir slíka tilraun til skemmtunar er þörf fyrir afslöppun. Prinsinn og frk. perlueyrnalokkar skelltu "station car" í gír og brunuðu á "the Martini" bar sem býður upp á píanóspil fyrir hvern sem vill NOTA raddböndin - ljómandi skemmtun og það kemur fyrir að hláturgusurnar frá konungsríkinu þagna....

Túttílú,


Prinsi overdressed með regn upp í nefið :)

Friday, October 5, 2007

Hvar ertu junior?

Hilda!

Er ekkert farið að bóla á junior? Ég ætla vona að hann sé ekki fastur - eða varstu kannski bara að plata, þú ert ekkert ólétt, þrusugóð afsökun til að missa sig í nokkra mánuði í sjoppunni...

F.

Rolegheit i Frisco

Rólegur föstudagur í konungsríkinu. Engar óeirðir, engin verkföll og jólagjafaóskalistinn tilbúinn. Átti kósý kvöld með frk. perlueyrnalokkum, elduðum heima og borðuðum Ben & Jerrys í eftirmat á náttfötunum með Ninu Simone gólandi í bakgrunninum. Afskaplega rólegt og notalegt.

Það er aðeins farið að kólna hérna í Frisco, maður er farinn að þurfa draga fram peysuna á kvöldin - minn ekki alveg nógu sáttur við það.

Vona að sólguðinn vakni snemma í fyrramálið. Prinsinn ætlar að skella sér í þvottahúsið út á horni og lyfta sér upp á laugardagsmorgni - Svo er stefnan sett á götuhátið og svo æfmælisveislu í einhverjum garðinum.

Fer eftir viku til Noregs - verður víst óþarfi að pakka niður sandölunum fyrir þá ferð...

Hittingur með Bjarnalíusi í Köben eftir 11 daga, vei!


Prinsi rólegi

Wednesday, October 3, 2007

Hvenær aætlar þu að þitt lif byrji?


Það er skondið að hugsa til þess að hversdagsleikinn sé alls staðar - það er bara spurning hvað maður gerir úr honum. Verður þá hversdagsleikinn hversdagsleiki eða eitthvað annað líkt og upplyfting? Höfum við ofnotað orðið "hversdagsleika" yfir stundir sem við nennum ekki að taka ábyrgð á sjálf, þá á ég við að við notum hversdagsleika yfir færibandahugsanir og gjörðir en tökum ekki ábyrgð á að stoppa færibandið. Við jafnvel þverneitum eigin ábyrgð á að leita eftir sjálfsánægju. Lífið byrjar þegar hversdagsleikinn hættir og hversdagsleikinn klárast um næstu helgi, þegar ég kemst í frí, um næstu mánaðarmót, þegar ég kaupii mér nýja skó os.frv. Hvers vegna er þessi gríðarlega hræðsla við að finna ánægjuna innra með okkur - erum við svona helv... hrædd við okkur sjálf? Ég spyr aftur: "Hvenær byrjar þitt líf?"

Prinsi og frk perlueyrnalokkar (sjá mynd) skelltu sér út á horn í kvöld á lítinn franskan veitingastað. Tilefnið var einhver skil á einhverju í vinnunni hjá perlueyrnalokkunum. Ég náði ekki alveg hvaða skil áttu sér stað, en alltaf til að fagna!

Prinsi in the everyday life

Brunað a faknum






Prinsinn skellti sér í hjólatúr eftir lærdóminn í gær - yfir Golden Gate bridge og endaði í einhverjum smábæ a hinum endanum. Skemmtileg ferð en varð heldur erfið á leiðinni tilbaka þar sem að upp frá þessum strandbæ var brekka, stór brekka og lööööng. Það var mjög gaman að hjóla niður brekkuna - það var ekki eins gaman að dröslast upp aftur. Svaka trafik yfir brúnna þ.e.s túristar í gönguferð - prinsi hló með sjálfum sér og hugsaði að þessir kanar kunna nú ekki að gera business - minn hefði selt gangandi turistum passa yfir brúnna :)


Átti svo notalegt kvöld með frk. perlueyrnalokkum - dunduðum okkur á hvor sína tölvuna með kertaljós og Bilie Holiday í bakgrunninum. Kósý.

p.s. Fyrir öll ykkur sem hafið óskað sérstaklega eftir að fá að vita hvað liturinn á brúnni heitir þá er það "international orange"

Prinsi á fáknum

Monday, October 1, 2007

Buddy and Jack



Þetta eru skrímslin sem ég vaknaði með upp á mér á sunnudagsmorgun - tilbúnir í boltaleik!

Prinsi og óargadýrin

Jona Fanney friðriksdottir

Nú er ég aldeilis hlessa skessa. Hún Jóna Fanney Friðriksdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem bæjarstjóri Blöndósar - og þetta er frétt númer tvö á Morgunblaðssíðunni - það hlussast inn mikilvægar fréttir.....

Við héðan frá San Fransisco óskum Jónu Fanney Friðriksdóttur velfarnaðar í nýju starfi sem og Blöndósbúum og bíðum spennt eftir næstu stórfréttum af Morgunblaðssíðunni.

Prinsi og company

Date með perlueyrnalokkunum

Fröken perlueyrnalokkar, Johanna, og prinsi hafa sameinast á ný eftir langan aðskilnað. Höfðum ákveðið date í kvöld og skelltum okkur á sushi stað hérna handan við hornið, margt sem þurfti að ræða s.s. stöðuhækkun perlueyrnalokkanna (senior manager), dvöl prinsa í höfuðstaðnum, skólann, heimaverkefnin o.s.frv. Það þurfti einnig að skipuleggja næstu date - þó svo að prinsi og eyrnalokkarnir búa saman þá hittast skötuhjúin ákaflega sjaldan.

Annars hefur minn verið frekar lítill í dag, flækts í smáatriðum og reyndi að finna margskonar fyrirstöður fyrir því að líta á framtíðina björtum augum - cut the fuck... crap!!!

verkefnið upp í Ohio fór að skýrast í dag - verð að bóka flugmiða í fyrramálið - þarf að fara tvisvar upp til Ohio á næstunni - afhverju gat það ekki verið New York, afhverju? Ups, skoða það jákvæða - og það er mjög jákvætt að kyngja fyrirfram ákveðnum skoðunum t.d. skoðunum mínum um heilt fylki í bandaríkjunum....

Ef einhver á eftir að uppgötva hversu yndislegur karektar hann Bjarnilíus er , þá mæli ég eindregið með að viðkomandi taki upp símtólið og mæli sér mót við kauða - það verður enginn svikinn af stund með Bjarna.


Kiss kiss og kjams

Prinsi mr. Ohio

Sunday, September 30, 2007

Prinsinn þrifur ei

Þá er helgin á enda, gud ske lov. Eftir ferðalagið frá Washington skreið prinsi inn í skápinn sinn hér í San Fran leiður og einmanna og þreyttur. Upp aftur eftir 7 tíma svefn - 8 tímar er algjört lágmark fyrir viðhald fegurðarinnar. Reif upp úr töskunum, gott að mrs Johanna var ekki heima - hefði fengið áfall yfir kaosinni. Og pakkaði aftur ofaní tösku því nú var ferðinni heitið með ferjunni frá San Fran yfir til Larkspur. Prinsinum var boðið í heimsókn til "skrifstofustjórans" í skólanum - prinsinn alltaf að koma sér í mjúkinn...

Út á götu, blístraði á taxa, kann samt ekki að blístra, beint niður að ferju - hoppaði um borð og settist niður með ipod´inn og naut sólarinnar. "Skrifstofustjórinn" tók á móti prinsinum á bryggjunni. "Skrifstofustjórinn" ætlaði að hafa smá partý heima hjá sér um kvöldið, prinsa að sjálfsögðu til mikillar gleði. Þegar heim var komið breyttist "skrifstofustjórinn" í þrifnaðar óargadýr með ryksuguna að vopni. Prinsinn var fljótur að forða sér aftur út - spurði bara hvenær vona væri á gestunum. Prinsi þrífur ekki. :)

Yndislegur smábær - Prinsinn ákvað að láta ekki sjá sig aftur fyrr en rétt áður en von væri á gestunum. Hans hátign átti líka eftir nokkra sólargeisla til að njóta.

Partýið var vægast sagt mjög frábrugðið þeim veruleika sem prinsin þekkir....að öllu leyti. Loksins kom kultur sjokkið:)

Prinsinn hafði þó af að bora inn hugmyndum sínum til borgarstjórans um betrumbætur fyrir bæinn...að prinsa mati.

Vaknaði svo með tvo flennistóra hunda í fanginu, Buddy og Jack. Buddy og Jack voru alveg tilbúnir til að fá Prinsa með sér út í boltaleik. Prinsi út á tún í bleikum naríum eltandi flennistóra hunda og helv.... boltann þeirra - áhugaverð sjón fyrir nágrannana!

Eyddi svo deginum með "skrifstofustjóranum", rúntuðum um smábæina meðfram ströndinni og skelltum okkur í göngurúr upp á einhvern hól til að sjá útsýnið yfir til San Fran - get svo svarið að á þeim tímapunkti saknaði ég skápsins.

En heim er prinsi kominn, búinn að hakka í sig sænska gæðakonfektið sem ungfrú Johanna hefur geymt í skipulagðri röð í efri skápnum vinstra megin í hvíta elshúsinu.

Prinsi hundahvíslari

Washington DC-Philadelphia-San Fransisco

Prinsinn skuttlaðist frá Washinton til San Fransisco á föstudag með stoppi í Philadelphia. Reiknaði með 7 tíma ferðalagi en ups... varð smá seinkunn á fluginu. Ferðalagið tók 15 heilar klukkustundir. Hans hátign var úrvinda eftir ferðina, fékk sem betur fer heila sætaröð fyrir "smoth and tanned royal body". Prinsinn dró upp Panda bangsann sem honum var gefinn í dýragarðinum og hrjúfaði sig saman með bangsann. Það hefur verið stórkostleg sjón fyrir aðra. Fullvaxinn karlmaður hrjótandi í flugvél með bangsann sinn :)

Prinsi og bangsi á flugi

BBC- dinner

Síðastliðinn "thursday" var stóra matarboðið í Washington. Yfirskreitingarmeistari stóðst öll prófin og var sáttur við úkomuna þó svo að það var einungis til 15 silfur hnífaparasett - svo hver átti að fá hnífapörin úr fílabeinsdótinu....ekki hans hátign allavega! Anyway, mjög skemmtilegt matarboð, mikið borðað og skolað niður með úrvalsvínum - prinsinn varð allavega ekki þurr í hálsinum þetta kvöld! Prinsinn komst í svo góðan gír að hann er kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á BBC :) Hann hélt það allavega... :)

Thursday, September 27, 2007

Prinsi og mömmuklubburinn

Well, prinsinn fékk engan morgunmat í bólið í morgun - mætti súr á svip, ósturtaður og næstum því í náttfötunum niður í morgun til að skutla gríslingunum í skólann ásamt Emmu - sem by the way var með smá höfuðverk eftir rauðvíssopann í gær.

Prinsinn og Emma skelltu sér í matvörubúðina til að shoppa fyrir dinnerinn í kvöld. Emma sá um matarkaupinn og Prinsinn skellti sér í hlutverk yfirumsjónarmanns borðskreytinga. Prinsinn sá þetta kristalklært fyrir sér breskir fréttamenn og bleikt þema...

Yfirumsjónamaður borðskreytinga fann þó ekki servéttur sem hentuðu og sá absolut ekki fyrir sér að eyða deginum í að strauja tauservettur. Prinsinn og Emma skelltu sér í fancy shop til að fullnægja þörfum yfirumsjónarmanns borðskreytinga.

Tvíeykið rakst á einn mömmuhópinn fyrir utan local Starbucks og ákvað strax að taka sér pásu frá erfiðisvinnunni. Þetta var ákaflega forvitnileg og fyndin samkunda.

Ímyndið ykkur, nokkrar millistétta mömmur þambandi cafe latte (fatfree) með merkjatöskurnar og Gucci sólgleraugun. Umræðuefnið snérist um krakkana (auðvitað), barnapíur, skordýr og hvern skal kontakta til að losna við svoleiðis óþverra, blómaskreytingar o.s.frv. Í lokin ákváðu þær að skella sér út í drykk eitthvert kvöldið í næstu viku - það tók nákvæmlega 5 sekúntur fyrir hópinn að teygja sig ofaní merkjatöskuna og finna skipuleggjarann. "Ég get ekki á mánudaginn, Amy fer á kóræfingu". "Miðvikudagur er ómögulegur fyrir mig - fjölskyldudagur og John er í businessferð (fjölskyldudagur og pabbinn í business ferð?) Að lokum fundu þær dag, sem var eins gott því ein var að fara til tannlæknis, önnur til skilnaðarlögfræðings o.s.frv. Emma tök plastpokann sinn (langar ekki í merkjatösku) og þurfti ekki að fara neitt nema heim og slappa af :)

Öll þessi upplifun fyrir hádegi - hvernig verður eftir hádegi í lærdóms session hjá prinsa. Hann verður að drífa lærdóminn af til að geta eytt tíma í að ákveða í hverju hann á að vera í kvöld, vegna þess að útlitið skiptir öllu máli, innri styrkur...ash, það er bara eitthvað sem maður les um í sjálfshjálparbókum.

Prinsi stuck in decoration

Wednesday, September 26, 2007

aloha

Boy ó boy, ef lífið væri einfalt - hvernig liti þitt líf út?


Prinsa var færður starbucks og samloka í rúmið í morgun - Bjarni minn þú þarft ekkert að taka þetta sem hint, ég kenni þér þetta bara:)

Notalegur dagur með fullt af vinnu og guess what - það var hvorki flókið nér erfitt. Cut the crap and have fun!!!!! Það skemmir svo auðvitað ekki að fá morgunmatinn í bólið.

Það er kominn auka gestur í húsið - einhver bresk fréttastjarna, sendur til að sjá um fluttninginn frá þinginu hjá Sameinuðu þjóðunum og er nú í smá afslöppun hjá fjölskyldunni. Prinsi varð skelkaður, hélt hann þyrfti að deila luxus íbúðinni - en ups, það var eitt auka gestaherbergi á mið hæðinni. Prinsinn andaði léttar.

Það er svo enn eitt matarboðið hér á morgun, í kring um 20 manns og allir komast fyrir við borðstofuborðið, - allt breskir fréttamenn...og prinsinn auðvitað, vona að prinsinn verði ekki látinn borða upp í luxus íbúð. Prinsinn bauðst meira að segja til að sjá um græna meðlætið með dinnerinum...að því að það er nú hans sterka hlið (hóst, hóst).

Lúv,

Prinsi fréttamatur

Tuesday, September 25, 2007

Syngjandi leigubilstjori

Prinsinn söng í leigubíl í gær - eins og flestir vita þá hefur prinsinn ekki verið mikið fyrir að syngja í gegn um tíðina, varla raulað. Í leigubílnum í gær sungum við Emma hástöfum með bílstjóranum - það er auðvelt að hafa gaman af minnstu hlutum í hversdagsleikanum - maður þarf bara að taka ákvörðun um að hafa gaman...

Prinsi tónn

Monday, September 24, 2007

Manudagur til mæðu...

Prinsinn er útbrunninn eftir erfiðan dag. Vaknaði við að gríslingarnir voru komin upp í ból hjá hans hátign, brunað með þau í skólann, morgunkaffi með mömmunum, göngutúr í gríska garðinum, hádegismatur á þakinu á Nýlistasafninu o.s.frv. Þetta er full vinna:)

Og prinsinn virðist þurfa fara til Ohio í næstu viku - passar ekki alveg inn í luxus lífið að vinna alvöru vinnu... Þyrfti að komast þangað í tvo til þrjá daga og skipuleggja process. Virðist vera að einhverjir fordómar f/ því fylki hafi læðst inn - lítum betur á það seinna.

Húsbóndinn á heimilinu, Andy, skrapp í business ferð til Denver og Phinix og í staðinn ætlar Mary, sem býr í ofur þrifalega húsinu að veita okkur Emmu selskap í kvöld, Gloria sér um að koma skrímslunum í bólið meðan við kíkjum út í snæðing og með því.

Loví,

F.

Sunday, September 23, 2007

Kvöldstundin

Átti yndislega kvöldstund - Prinsinn er loksins búinn að koma þeim í skilning um að hann eldar alls ekki og mun ekki gera, hann leggur í mesta lagi inn komment um hvað skal vera á boðstólnum fyrir hans hátign:)

Fyrsta skipti síðan ég kom sem börnin borða með okkur - elska þessi kríli, og það eyðilagði nú ekki að þau báðu sérstaklega fyrir Frímanni í borðbæninni (notabene, Ég, Andy og Emma þurftum að halda hlátrinum langt inni þegar börnin ákváðu að fara með borðbæn). Notaleg kvöldstund - þurfti reyndar að hlusta á píanóæfingar f/ morgundaginn - skellti bara slettu af hvítvíni í glasið og þetta hljómaði sem sjálfur Bach sæti að störfum. Kvöldið endaði svo á gríska veitingastaðnum því Emma hafði fengið alveg nóg af sínum eigin skrímslum þessa helgina og þurfti að komast aðeins út.

All out of luck - hver man titilinn á danska eurovision laginu m/ Olsen bræðrunum?

F.

American football

Karlpeningurinn á heimilinu skellti sér á leikvöllinn í dag, þegar ég segi leikvöll þá á ég ekki við lítinn krúttulegan róló í Vesturbænum þar sem Brúðubíllinn venur komur sínar. Ég er að tala um leikvöll sem rúmar alla íslensku þjóðina og vel rúmlega það. Prinsinn í nettu kúltúr sjokki með innilokunarkennd á háu stigi :) Prinsinn andaði þó léttar þegar hann komst að því að sætið hans væri upp í svítunni með einkaþjón - Ef einhver hefur haldið því fram að prinsinn hafi verið dekraður í gegn um árin, þá er hann ofdekraður nú.

Mikil upplifun að fylgjast með því samfélagi sem skapað er á svona leikvöllum - hálfgert festival í þó nokkrar klukkustundir með all svakalegum matar- og drykkjarvenjum.

Þetta klappstýrudæmi fellur ekki alveg í kramið hjá mér. Meðan verið er að stjörnugera karlmennina inn á vellinum þar sem það eru þeir sem eru idolin þá á sama tíma er verið að hefja stelpurnar upp í að vera "beutyful and pretty". Það er augljóst að þessi mismunun skapar stórt bil á milli kynjanna, engin jafnréttisáætlun þarna...hvar er gamli góði Kvennalistinn? Og þessi hefð með amerískan fótbolta er gróin inn í þjóðarsálina - hvað segir það eiginlega um samfélagið og hvernig er verið að undirbúa ungt fólk fyrir þeirra eigin framtíð, mér er bara spurn!

Prinsi í kúltúrsjokki

Barnaafmæli

Ég er alveg steinhissa á hvernig barnaafmæli fara fram hér, allavega hér þessu samfélagi. Tvö barnaafmæli þessa helgina, bæði með ákveðin þemu og börnin klæðast í samræmi við það s.s prinsessa, sjóræningi o.s.frv. Svo er heill hellingur af starfsfólki ráðið til að skipuleggja afmælin, framkvæma þau og leika við krakkana - hvað varð um að þjálfa sjálfstæða hugsun?

Prinsi birthdayboy

sunnudagur

Missti mig í leikfangabúðinni rétt í þessu - æstist allur upp í Playmobyl deildinni, langaði í Playmo höllinni (auðvitað), langaði í flugvélina, löggustöðina o.s.frv. Endaði með að labba út með eitt stykki barnabók. Elska barnabækur með skemmtilegar áherslur settar fram á kitlandi hátt, stór plús ef bókin kitlar hláturtaugarnar.

Moskító helv... eru að éta mig lifandi - húðin á mér er orðinn hrufótt af bitum.

Mjög heimilislegt hér í Washington - sitjum öll þrjú og vinnum á tölvurnar okkar, börnin út í garði, ketillinn blístrandi á eldavélinni og píulítið drasl í eldhúsinu.

Prinsinn og Andy ætla með börnin á fótboltaleik á eftir.

F.

Friday, September 21, 2007

Friday in Was

Föstudagsmorgun (..eða hádegi öllu heldur), prinsinn búinn að fá sinn starbucks og smá vinnutörn framundan. Að sjalfsögðu byrjar dagurinn líkt og aðrir dagar hér með góðum samtölum með Emmu út á verönd.

Skellti mér á magadansnámskeið í gærkvöldi. Þó svo að mér finnist magadans hvorki áhugaverður að horfa á né að æfa, þá var mjög gaman að forvitnast um fólkið sem stundar þessa líkamsrækt og hvað það fær út úr því - Við erum jú öll ólík með ólíkar þarfir.

Gloria er komin í húsið - held það sé þriðja barnapían sem ég hitti hér... En það jafnast engin á við Pat (man ekki alveg hvað hún heitir) sem þrífur íbúðina mína og brýtur saman prinsaklæðin.

Prinsinn fór aldrei úr náttfötunum í gær - geggjuð tilfinning, elska að ögra mér á þennan hátt öðru hvoru. Fór í matvörubúðina, bókabúðina, matarboð hér heima og á magadansnámskeið, alltaf í náttfötunum - sem betur fer eru þetta Calvin Klein náttföt:)

Elsker jer

F.

Thursday, September 20, 2007

og prinsinn bloggar...

Var að finna "líkamsræktastöðina" í kjallaranum, virtist vera frekar ónotuð :) Prinsinn stökk þó upp á trambolínið, sem er huge, í garðinum í gær - börnunum til mikillar gleði :) Það voru nokkrar syrpur tekknar í loftinu...

Varð var við áhugaverða tilfinningu hjá mér í morgun í sambandi við að blogga. Ég stend sjálfann mig oft að vera athuga hvort einhver hafi skuttlað inn kommenti, það er ekki mikið um það. Út frá því fóru hugsanir í gang hvort ég væri ekki að skrifa um nógu spennandi hluti, hvort fáir af vinunum og fjölskyldu hefðu áhuga á því hvað ég væri að gera o.s.frv. Svo fór ég að velta fyrir mér afhverju ég væri að blogga, hvort ég væri að gera það fyrir einhvern annan en sjálfann mig, væri ég að rembast við að gera bloggið spennandi þannig að ég héldi lesendum o.s.frv. minnimáttarkenndin alveg á blússandi ferð. Í rauninni er það bara plús ef fólk hefur áhuga og tíma til að lesa en það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir sínum eigin væntingum til sjálfs síns og fyrir mig er þetta góð leið til að dokumentera ferðina, mína ferð á nýjan hátt. Svo er líka nauðsynlegt að skrifa af sér, losna við hugsanir og pælingar úr kollinum til að rýma til fyrir nýjum hugsunum og pælingum - Góð leið til að athuga hvort ekki séu fleiri sjónarhorn á hlutunum.


Over and out

...og það styttist í endurfundi með Bjarna í danaveldi!

...og Gunni er að spá í að "droppa" í heimsókn til Sanny Franny

...og ég fékk minn Starbucks kaffi í morgun

...og það er gaman að lesa það sem Siggi Fannar skrifar - sé litla bróðir í nýju ljósi

...og ég hef ekkert heyrt um hvort Frímann juniour sé búinn að finna leið sína í heiminn

...og ég upplifi mig mjög sterkan

...og ég elska þegar hvít föt haldast hvít

...og það gefur mér mikið að umgangast fólk sem er LIFANDI


F.

Wednesday, September 19, 2007

Bruðkaupsafmæli

Prinsinn steingleymdi að minnast a brúðkaupsafmæli Emmu og Andy sem var í dag - 9 ár! Prinsinn hefur augljóslega verið blindaður af sínum eigin egoistiskum hugsunum. Hver haldið þið að hafi setið til borðs með þeim í kvöld með rauðvín og kertaljós eftir að búið var að svæfa gríslingana - Nú prinsinn auðvitað! Thats the way to celebrate...

The prins says...

Það er nú aldeilis ljúft að vera heimavinnandi... Prinsinn var vakinn eldsnemma (að honum fannst), út í station car og brunað með gríslingana í skólann. áhugaverður samkomustaður. Það var öryggisvörður sem bauð öllum foreldrunum og börnum góðan daginn við hliðið - hann leit extra á prinsinn sem var ekkert svo ofsalega ferskur, með stírurnar í augunum, úfið hár og í bleikum stuttbuxum... Börnin bruna beint í raðir, öll í breskum skólabúningum þar sem þetta er breskur skóli. engar skipanir - þjóta ómeðvitað í raðir, gríslingarnir hennar Emmu voru samt ekkert að flýta sér, ekki alveg það mikilvægasta fyrir þau að vera fyrst í raðirnar :) Við ákváðum að þau væru sjálfstæð og skapandi :)

Mæðurnar. sem flestar eru heimavinnandi mæta uppstrílaðar á pinnahælum o.s.frv (með undantekningum...Emma). Þetta er þeirra samkomustaður þ.e.s skólinn. Eftir þessa reynslu, sem markaði djúp spor í sálina :) var haldið í kaffi til einna mömmunar - heimilið var sótthreinsað og glansandi, líkt og í Ajax auglýsingu - hún hefði reyndar passað vel þar sjálf. Mín fyrsta hugsun var sú að hún hefði eflaust ekki mikið annað að gera. Well, auðvitað er hún með starfsfólk til að sjá um hreingerningaþáttinn svo hún geti einbeitt sér að vera skapandi - starfar sem rithöfundur.

Nú þurfti að viðra prinsinn og haldið var út í skóg svo hægt væri að sleppa honum lausum...

Ja, það getur verið full vinna að vera heimavinnandi, prinsinn úrvinda eftir daginn. Eftir skógarferðina þurfti að fara í matvörubúðina, taka lunch með einhverjum vininum sem talaði non stop í 55 min um sjálfan sig og hversu sáttur hann væri við að lifa einn og þaut svo aftur á skrifstofuna, fótboltaæfing og píanótímar með börnin. Það er bráðnauðsynlegt eftir svona hektískan dag að henda gríslingunum niður í kjallara (þar eru margir fermetrar af leikherbergi og hreingerningakonan er óvinsæl vegna þess að Fluffy er týndur) og opna flösku af góðu rauðvíni og setjast út á verönd og deila því með helv... moskítóhlussunum.

Úrvinda - get varla beðið eftir að skríða upp í tveggja herbergja íbúðina mína (Pat, hreingerningalady, tók svo ákaflega vel til eftir prinsinn í dag...)


Þetta er svo svakalega langt frá mínum raunveruleika - skondið.

Prinsinn, staight from the kingdom

Tuesday, September 18, 2007

Askoranir...

Elska nýju íbúðina mína, elska hreingerningakonuna sem þrífur eftir mig og dái sængina mína - eftir að hafa sofið með lak í skápnum mínum :) Emma sendi börnin upp til að vekja mig í morgun, þau voru svo spennt að hitta manninn frá Íslandi - landinu sem jólasveinninn býr í. Well, prinsinn hraut og rumskaði ekki, börnunum til mikilla vonbrigða...

Workshoppið gekk glimrandi í dag...auðvitað. Elska svona vinnu - gefur mér svo gríðarlega mikið að leiða fólk á nýjar brautir og inspirera til að horfa á styrkina frekar en veikleika og benda þeim vinsamlegast á að það er algjörlega á þeirra ábyrgð að byggja upp þá heild/team sem þau vilja og það andrúmsloft sem þau vilja.

Þar sem þetta er einkaskóli og hér í Washinton eru öll sendiráðin o.s.frv. er mikið um og þá meina ég mikið um snobb. Allt mjög hreint og vel snyrt þ.e.s það sem þú átt að sjá. Kennararnir einnig.... kom auðvitað í ljós að þó að þetta sé skóli þar sem til eru peningar fyrir allskonar aukahluti þá er margt ósagt og mikið um status sem augljóslega virðist standa í vegi, meðvitað og ómeðvitað, fyrir því að fólk hafi tækifæri á að byggja upp heildsteypt "team" einfaldlega vegna þess að það eru ekki allir með á nótunum um sameiginleg markmið og einnig vegna þess að stór hluti af fókusinum fer á status og hvar þú ert í goggunarröðinni.

Kvöldið var svo planað - út að borða með tveimur nágrannapörum. Prinsinum langaði alls, alls ekki með, og þó! smá hræðsla við að hafa ekkert að segja o.s.frv. Tveir háskólaprófessorar í "economy", bankastjóri, spæskur lögfræðingur og spænskur forstjóri einhvers orkufyrirtækis. Hljómaði ekkert svakalega áhugavert fyrir prinsinn. En ákvað þó að taka áskoruninni - Emma er alltaf að koma með brilliant áskoranir sem gefa á endanum djúpan lærdóm. Kvöldið varð frábært og að sjálfsögðu var prinsinn í essinu sínu, kominn með enn einn mentorinn (forstjórann auðvitað :))

Er að spá í að þyggja heimboð til NY í næstu viku þar sem lærdómurinn fer í gegn um internetið og ég er ekki bundinn við Sanny Franny akkurat núna - Sólguðinn hefði þótt mátt fylgja mér, hefði alveg boðið honum með.

Sakna Bjarna míns.

rock on and rock hard

F.

buðu til nyja sögu!

Skondið að hugsa hvaða sögum maður er fastur í - hvaða fortíðarsögur stjórna hversdagsleikanum.

Monday, September 17, 2007

Prinsinn er lenntur i Washington DC

Þá er guttinn lenntur í Washington DC, millilennti þo einhversstaðar á leiðinni - frekar fyndið því þar sem ég stóð á þessum tiltekkna flugvelli sem ég millilennti á, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri, hvað fluvellurinn hét eða í hvað fylki ég væri. Gleymdi algjörlega að setja fókus á millilendinguna, eins gott að ég þurfti ekki að svara neinum um hvar ég væri staddur...

Þegar ég var að bíða eftir að stíga um borð í San Fran, fullkomlega í mínum eigin heimi þar sem minn og Johanna sváfum örlítið yfir okkur, stóða allt í einu kona beint fyrir framan mig og heilsaði mér með nafni. Hver haldið þið að þetta hafi verið? Stofnandi skólans og kennari minn um síðustu helgi. Vá, þvílík tilviljun og var að fara í sama flug og ég. Að sjálfsögðu notaði prinsinn tækifærið og þakkaði fyrir helgina og tjáði henni að það væri augljóst að örlögin vildu að við hittumst aftur og aldrei að vita nema ég kæmi bara að vinna fyrir hana:)

Bý hjá Emmu og Andy hér í Washington í gestaíbúðinni þeirra, tveggja herbergja íbúð algjörlega fyrir mig, mun stærri en holan okkar Bjarna míns á Snorrabrautinni - þó nokkuð frábrugðið skápnum sem ég bý í Sanny Franny. Held ég flytji bara inn hér.

Anyway - er að halda teambuilding workshop hér á morgun svo það er best að halla sér á koddann svo maður geti nú allavega reynt að "charma" fólkið :)

nóttí nótt

Prinsinn í kóngafíling

Saturday, September 15, 2007

Einn i kotinu

Einn í kotinu - Johanna fór eitthvert um helgina til að syngja í brúðkaupi. Prinsinn fékk heiðurinn að fá að velja dressið fyrir brúðkaupið og ákvað að ögra henni og sleppa væmni og feluleik í "outfittinu", og þess í stað draga fram kvennleikann, styrki hennar og kraft.

Er á gríðarlega áhugaverðum kurs þessa helgi, námið er áhugavert, kennararnir, samnemendurnir og mín eigin líðan. Í hádeginu í gær spurði einn maðurinn mig hvort ég hefði áhuga á að snæða hádegismat með honum. Venjulega í aðstæðum sem þessum kemur upp feimni mín, sérstaklega gagnvart straight karlmönnum, vantraust mitt á sjálfan mig - að ég hafi eitthvað að gefa - og ég flý af hólmi. nota margvíslegar afsakanir, hef þörf fyrir að vera einn, er þreyttur o.s.frv. En þar sem ég hef tekið mjög meðvitaða ákvörðun að reyna eftir allra fremsta megni að vera opinn fyrir þeim tækifærum sem koma upp, þá sló ég til. Frábær hádegisverður í alla staði með tannlækni frá Santa Barbara (ég var mikill fan af Guiding light á yngri árum). Og guess what - prinsinum er boðið í heimsókn til Santa Barbara, þau hjónin erum með heilt gestahús á lóðinni hjá sér, rétt við ströndina :)

Á leiðinni heim áðan, ég geng flest allar mínar ferðir hér í borg - elska að upplifa borgina gangandi, gekk ég fram hjá hóp af unglingum. Ein stelpan, um leið og ég gekk fram hjá henni, sagði "sexy hunk", Það fékk augljóslega eitthvað á vin hennar sem spurði mig hvort ég væri strákur eða stelpa. Áhugaverð spurning hugsaði ég, hvað ætli liggi á bak við? Ákvað þó að segja ekkert og brosa bara til hans. Hann varð ekki nógu sáttur við brosið, eða kannski var hann, og kallaði "fag" á eftir mér. Afhverju er ég að deila þessari reynslu? Jú, vegna þess að fyrr hefði þetta fengið mjög á mig og ég hefði kafað djúpt inn í sjálfann mig til að finna einhver svör og jafnvel einhverja vörn. En í dag hugsaði ég með mér að þetta snýst ekki um mig heldur um hans óöryggi. Það er nefnilega svo áhugavert með kritik - oft á tíðum tökum við það sem sagt er svo langt inn í okkur að við missum af tækifærinu til að sjá hvaðan kritikin kemur og hreinlega ákveðið hvað af henni VILTU taka með þér og hvað VILTU bara skilja eftir hjá viðkomandi. Datt í hug þessi reynsla gæti verið "insperation" fyrir einhvern.

Og eitt að lokum: Prinsinn er kominn með ógeð af öllu sem hefur vott að hnetusmjörsbragði í, hana nú.

knus og kram

F.

Thursday, September 13, 2007

brosað i skapnum

Vaknaði með bros allan hringinn - hef ekki hugmynd afhverju, ætla ekki að analysera það, bara njóta.

Átti date í gær með Johanna - fórum út að snæða á yndælum frönskum veitingastað hérna á horninu. Áttum notalega kvöldstund - gaman að kynnast henni enn betur.

Sólguðinn er að störfum í dag....arg, því prinsinn situr inni við vinnu sína. Þarf að klára verkefni fyrir kvöldið - er að fara í kokteilboð, einhver opnun á einhverri design búð....Veit voða lítið um "facts" annað en að það eru kokteilar í boði :)

Helgin er svo ein stór lærdómshelgi - er að fara í tíma hjá einum af tveimur stofnendum skólans og viti menn...fer fram á einu af Hilton hótelunum. Engin þröng skólakitra þar...


Lov jú gæs

F.

Wednesday, September 12, 2007

Cut the crap!

Ég er steinhissa. Stóð og var að teygja eftir skokkið og þá hljóp ung stúlka fram hjá mér í bleiku pilsi...hún var að skokka, skokka í bleiku pilsi. Mér varð sem snöggvast litið á "outfittið" á prinsinum. Tískugúrúinn mundi ekki hafa gefið háa einkunn, sérstaklega ekki fyrir gamla Glitnis ennisbandið. Ég sem stóð í þeirri trú að hreyfing snérist um að hreyfa á sér rassgatið og ekki dusta rikið af djammfötunum fyrir helgina.

Annars hefur minn verið e-h aðeins "down" í dag - eytt tíma í að skoða markmiðin með verunni hér hjá Bush og aðferðirnar til að ná settum markmiðum. Hef einnig eytt tíma í að skoða hvort markmiðin hafa verið sett út frá væntingum annarra, hvort þau hafi komið út frá mettnaði eða draumum, eða hvort þau hafi hreinlega komið frá hjartanu. Það er nú meginástæðan fyrir að prinsinn tók ákvörðun um að fljúga yfir hafið - að læra og þroskast sem einstaklingur. Auðveldara sagt en gert, læra hvað, hvernig og þroskast? Við þroskumst á hverjum degi, afhverju að fara eitthvert til að þroskast - er það hátindur flóttans?

Djúpar pælingar sem gera mér gott - Ég veit fyrir víst að það er það sem ég vil ekki er að dröslast um í vananum og finna ekki fyrir því að ég sé á lífi.

Eitt áhugavert sem ein kona hér, sem ég ber mikla virðingu fyrir, sagði og það er að við erum öll að búa okkur til sögur. Við eigum svo erfitt að vera akkúrat hér í núinu vegna þess að við erum annað hvort föst í sögum fortíðarinnar eða í hræðslu framtíðarinnar. Alltaf að búa til sögur. Svo áskorunin er: Cut the fock... crap og lifðu.


Prinsi djúpi

Monday, September 10, 2007

Berfætt og engar perlur

Ha, ha, ha, ha, ha -Var að koma úr símanum, Emma á línunni beint frá DC, tjáði mér að hún hefði gengið berfætt heim í kvöld - hvað sagði ég? Hún og maðurinn hennar hann Andy eiga alltaf mánudagskvöldin saman tvö ein. Emma klæddi sig upp í tilefni dagsins og skellti sér á hæla... Meikaði ekki að halda jafnvægi og tölti berfætt heim bankastjóranum honum Andy til mikillar gleði....kannski....ekki...eða eitthvað.

Prinsi spámáður

Washington DC afslætti

Var að bóka far til Washington DC - fer eftir viku. Það er bara eins og hálft fargjald með Okurfélagi Íslands til Akureyrar. Minn er að fara halda "teambuilding-workshop" með 30 kennurum í DC, tveir einkaskólar sem eru að renna saman. Ætla að búa hjá Emmu sem er bresk vinkona mín sem mundi frekar ganga berfætt um götur borgarinnar en með perlueyrnalokka og kallar börnin sín skrímsli.

Annars skelltum við, ég og Johanna (perlueyrnalokkarnir) okkur upp á þak klukkan 07.00 í morgun til að gera morgunæfingarnar. Það er ótrúlegt hversu gott það er að hafa rútínur - fyrir mig gerir það að verkum að ég get verið enn meira flexible ef ég held í vissar rútínur. Það sem hentar mér best hér og nú eru þessar blessaðar morgunæfingar upp á þaki og svo aftur upp á þak á kvöldin með Ipod og dansa - yndisleg tilfinning að dansa, líkt og enginn sjái meðan maður horfir yfir borgarljósin, stjörnurnar og flugvélarnar. Á morgnana er gott, fyrir mig, að hugsa hvað ég ætla að fá út úr deginum, hvernig ég ætla að njóta dagsins og svo á kvöldin renna yfir daginn og skoða hvernig gekk, hvar hefði ég viljað ögra mér meira, hvar fór ég í vörn, inn í skelina og hvaða lærdóm ég dreg af því. Þetta er svona viss opnun og lokun á deginum fyrir mig.

Johanna tjáði mér í gær að ég mætti vera í fataskápnum eins lengi og ég vildi - við hrópum húrra fyrir því og þökkum þann sænska stuðning. Ég skil svo sem alveg afhverju - prinsinn er svo brjálæðislega skemmtilegur og skapandi... og þrífur svo vel eftir sig:)

Og hvað ætlar þú svo að gera til að gera þinn dag eftirminnilegan fyrir þig?

Lov jú

Prinsi gúrú

Sunday, September 9, 2007

Verslunarkeðjur

Yfirleitt þá vel ég að styrkja minni verslanir frekar en verslunarkeðjur. Finnst minni verslanir mun persónulegri og ég vil fyrir alla muni ekki að keðjurnar taki yfir samfélagið og einstaklingskraftinn. Ég versla samt í Bónus.... Það eru tvær keðjur hér sem ég hef algjörlega fallið fyrir, Starbucks og Wallgreens. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég drekk ískaffi og mér er ekki sama hvernig ískaffi það er, líkt og fyrir marga sem drekka heitt kaffi (notabene, ég skrifa ekki venjulegt kaffi - það er ekkert til sem er venjulegt.) Starbucks gerir kaffið mitt - ætli ég geti leikið í auglýsingu f/ þá. Sjáið þetta fyrir ykkur - stend á stóru torgi með tölvuna og smá smart og segi: "Starbucks gerir kaffið mitt". ég sé þetta alveg fyrir mér.... Hin keðjan er Wallgreens, sem er blanda af stóru apóteki, supermarket og minjagripaverslun. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir fáa dollara - heilu hillusamstæðurnar með bodylotion, tannkremi, alskonar varasalva o.s.frv. Maður getur nú aldeilis flúið raunveruleikann þar inni í nokkra tíma.

F.
Sólguðinn fór í helgarfrí, minn ekki ánægður, Hefði alveg verið til í að spígspora í stuttbuxum og ermalausum bol. ég náði þó að skella í vél. Frú perlueyrnalokkar býr ekki svo vel að eiga eigin þvottavél, því miður. Háfgerður skandall. Allavega þá tölti minn niður á næsta götuhorn til að testa þvottavélarnar og þurkarana. Þessi þvottahús eru áhugaverðir samkomustaðir, man einnig efir þeim í danaveldi. Fólk kemur saman, hendir í vélar skítugum nærfötum og álíka persónulegum hlutum, dvelur svo í sínum eigin heimi og hverfur á braut. Ákaflega lítil samskipti sem eiga sér stað.

Minn hefur einnig náð að taka þátt í tveggja tíma símavinnufundi með samnemndum og þrifið íbúðina svo frökenin verði glöð þegar hún kemur heim á eftir. Það er ekki hægt að sparka manni út þegar maður tekur svona virkan þátt í heimilishaldinu. eitt sem ég hef ekki náð að gera í dag er að fara út með ruslið. Get ómögulega fundið ruslatunnuna, hef þó prófað lyklana á margar hurðir. Hvað er málið, gufar ruslið upp hjá Kaliforníubúum? Gæti svo sem alveg trúað því, allavega í þessu hverfi. Allir mjög heilbrigðir á að líta. Skokkklúbbar á hverju götuhorni, Orgtanic supermarkets, engir McDonalds og ótrúlegasta er að það er ekki þverfótað fyrir nagla studioum - maður gæti haldið að það væri svaka business að pússa neglur - ég verð að testa manicure áður en ég fer. Ætla að skrifa það hjá mér ásamt því að fara í skoðunarferð um borgina á mótorhjóli og sigla seglbát.

Ég verð að viðurkenna að einmannaleikinn hefur læðst aftan að mér síðustu daga, Hlakka til að eiga góðar samræður face to face. Mér finnst reyndar stundum svolítið gott að vera einmanna, hjálpar mér að horfa á hlutina með öðrum augum þ.e.s ef ég fókusera ekki allt of mikið á tilfinninguna - einmannaleikann.

Veit einhver hvort Frímann junior sé kominn í heiminn? Hilda?

Jæja, sólguðinn er kominn úr helgarfríinu og ég var búinn að ákveða að labba niður að sjó með bókina - er að lesa mjög inspirerende bok sem nefnist Design your self-rethinking the way you live, love, work and play. Mæli með henni.

Túttílú

Friday, September 7, 2007

by the way...

by the way - Hvað er bin Laden að raula.... Talandi um að vinna uppbyggilega...

Friday in Fran

Komst að því að ég bý í snobb hverfi - var nú reyndar búinn að reikna það nokkuð vel út sjálfur. Var að spjalla við gleraugnahönnuð í dag sem tjáði mér að hann hefði flutt úr hverfinu vegna þess að honum fannst of mikið snobb - ég var ekkert að segja honum frá því að ég byggi í fataskáp einmitt í þessu sama hverfi...

Annars hef ég átt indælan dag...þegar sólin loksins kom. Karl biskup út í kuldann og inn með sólguðinn. Sat upp á þaki fram að hádegi og vann - þar hef ég útsýni yfir golden gate bridge og Alcatraz. Allt svolítið óraunverulegt en slæ ekki hendinni á móti því.

Markmiðið með sinni hluta dagsins var að tala við eins marga ókunnuga og ég gæti, tvær ástæður: Ögra sjálfum mér annars vegar og hins vegar opna upp fyrir tækifæri. Gekk svona la, la. það að geta átt samræður, ég á ekki við eintal, er ekki á færi allra. Ég vil hinsvegar þjálfa upp þennan vöðva og skora á aðra sem hafa áhuga að gera slíkt hið sama.

Þar sem ég hef engan til að leika við í kvöld ætla ég að fara einn út að borða, fyrst mun ég þó skála í kampavíni upp á þaki og þakka sjálfum mér fyrir að hafa fylgt draumi mínum. Það er algjörlega ástæðulaust að stunda niðurrif á sjálfum sér, þó mörg okkar leggi slíkt inn í daglegu rútínuna. Það er mun betra að byggja okkur sjálf upp á uppbyggilegan hátt, þá á ég ekki við að horfa fram hjá því sem betur má fara heldur frekar skoða ferlið og draga lærdóm af því...uppbyggilega - geyma svipuna í kjallaranum, hún er best geymd þar..... allavega þanga til gríslingarnir koma í heimsókn.

Lov júal

comming out of the closet

Það er ótrúleg veðrabreyting hérna, liggur við að maður verði að draga flugfreyjutöskuna á eftir sér alla daga til að geta verið klæddur eftir veðri.

Ég bý hjá sænskri vinkonu minni sem gengur með perlueyrnalokka og ekur um a station-car, ég flokka ekki fólk. Hún er mjög indæl og það leynist smá púki í henni bak við perlueyrnalokkana. Hún er stödd í Svíþjóð eins og er, sem þýðir að prinsinn hefur íbúðina algjörlega fyrir sjálfan sig og sitt hafurtask, það er ótrúlegt hvað ég get breitt úr mér á skömmum tíma. Það er reyndar svolítið fyndið að búa hérna því ég sef í fataskápnum... Það er að segja svona "walk-in-closet". Ég kem sem sagt út úr skápnum á hverjum morgni.

Veit þó ekki alveg hvort ég muni halda áfram að koma út úr skápnum eða hvort ég muni flytja mig um set, veltur eiginlega svolítið á perlueyrnalokkunum, hvort hún meiki að hafa mig í skápnum - það væri auðvitað gríðarlegur sparnaður f/ konungsríkið.

skrifað a leið til San Fran...

Ég fitna ekki í ameríkunni-ég fitna á leiðinni til ameríku.

Þessi orð eru skrifuð á flugvellinum í Amsterdam þar sem ég bíð eftir að geta sest um borð og hrotið alla leið til Sanny Franny. Prinsinn hefur verið vakandi í sólarhring, fyrir utan nokkrar vel valdar hrotur í háloftunum milli Köben og Amsterdam. Hef belgt mig út síðustu 24 tímana. Síðasta sólarhring hef ég náð að borða morgunmat tvisvar, fengið mér góðan skammt af sushi, dágóðan skammt af kylling sandwich og tilbehör, heimsótt McDonalds og bragðað á því allra heitasta á matseðlinum og farið í matarboð. Það er víst óhætt að fullyrða að það er engin fasta í gangi.

Vandamálið við þennan lífsstíl er hversu stór hluti af fataskápnum er í aðþrengdu deildinni.

Loksins kominn af stað með bloggið...

Nú hef ég eytt allt of miklum tíma í að hugsa um að blogga í stað þess að gera eitthvað í málinu. Ég hef analyserað fram og aftur hvort ég ætti að vera blogga, tilhvers og hvað ég ætti að segja. Tilhvers ætti ég að nota bloggið? Til Ímyndunarsköpunnar, fyrir ego hugsanir o.s.frv.

Einhversstaðar las ég að bestu hugmyndirnar koma þegar maður er staddur í buss, bathroom, bed or at a bar. Og þar sem appelsínusafinn fer ákaflega ílla í magann á prinsinum þá hafa klósettferðirnar þennan morgunin farið vel upp í annan tuginn. Svo á "bathroom" var sú ákvörðun tekin að sleppa analyseringum og drusla blogginu af stað og skrifa ávalt frá hjartanu - fólk er nógu heilbrigt til að geta tekið ákvörðun sjálft um hvort það velji að lesa eður ei.