Thursday, November 15, 2007

Stuttbuxur, solgleraugu og jolalög

Fékk formlega kvörtun um lélega ástundun í blog skrifum - bætum úr því hér með.

Prinsinn er mættur til San Fran. Afskaplega gott að pakka niður dúnvestinu, húfunni og vettlingunum og draga upp sandalana og sólgleraugun. Síðasta kvöldinu í Washington var eytt á hverfisbarnum ásamt Emmu, Kelvin sem er yfirkennari í the British school of Washington, Söruh sem er ein af BBC heimavinnandihúsmæðrunum í "middle age crise" og George enskukennari. Prinsinn eyddi sem sagt síðasta kvöldinu í að skipuleggja nokkurskonar hópefliskvöld fyrir kennarana og foreldrana í skólanum - maður kann nú aldeilis að skemmta sér... Hópurinn var orðinn nokkuð hress þegar líða tók á kvöldið - 20% afsláttur af öllu víni á mánudögum. Þetta kallar maður almennilegan hverfispöbb:)

Diljáin er mætt til Sanny ásamt múttu sinni. Mikil gleðistund að sjá þær fallegu mæðgur hér.

Þeð fer að líða að lokum heimsóknar hans hátigns hér hjá Bush og co - Það fer líka að koma jól - mjög fyndið að vera í stuttbuxum og hlusta á jólalög - pínu absúrd.

Og...ekki má gleyma Thanksgiving eftir viku. Prinsinn ætlar yfir flóann til "skrifstofustjórans" í skólanum. Hún hefur boðið prinsinum að eyða Thanksgiving með fjólskyldu hennar, sem samanstendur af henni, tveimur sonum hennar, foreldrum hennar, bróður, mágkonu, tveimur hundum þeim Buddy og Jack, og tveimur æskuvinum. Já það er augljóst hvar prinsinn passar inn í þessa mynd....

Prinsi - sonn on his way home

3 comments:

Unknown said...

gaman að fá þig heim fljótlega prinsi. -hmm, get af einhverjum orsökum ekki sent þér póst á kaospilot mailið... fæ póstinn alltaf sendan tilbaka.
eva

Frimann said...

Ég Fékk póst frá þér þann 12. nóv!

F.

Viggó og Víóletta said...

Jólin koma,
jólin koma...