Tuesday, October 7, 2008

Enga eymd, ekkert volæði

Góðan daginn kæru landar

Nú er um að gera að hrista af sér slenið og skipuleggja hversdagsleikann upp á nýtt. Það þýðir ekkert að leggjast í volæði og eymd - Það skiptir máli halda sér á floti og endurskoða lífsgildi sín. Það er margt sem hægt er að gera þó svo að kreditkortið sé klippt, þjónusturáðgjafinn í bankanum sé í áfallahjálp og flugmiðinn á árshátíðina í London sé rifinn.

Hér eru nokkur dæmi um það sem hægt er að gera án þess að setja þurfi á raðgreiðslur.

1. Endurnýja bókasafnskortið - fullt af fínum dvd diskum leigðir út á lágmarksverði
2. Dusta rykið af vöfflujárninu og bjóða heim í kaffi
3. Endurnýta skóskápinn með skóaburði og pússun
4. Draga fram Matador og öll hin 80´spilin
5. Skipuleggja ættarmót
6. Stunda jarðarfarir
7. Fylgjast með Ragnheði Steinunni og Jónsa á sjónvarpsskjánum
8. Demba sér í að skrifa fjölskyldusöguna
9. Föndra jólagjafir
10. Glugga í draumaráðningarbækur og lesa Öldina okkar