Thursday, January 31, 2008

Hafnafjarðarhommzurnar skelltu sér á date í kvöld.

Haldin var fjölskyldufundur hjá litlu fjölskyldunni í kvöld. Brugðum okkur af bæ og ákváðum að styrkja okkar heimabyggð - fórum út að borða á Tilveruna hér í firðinum. Get því miður ekki á nokkurn hátt mælt með þeim veitingastað. Hinn týpiski smábæjarveitingastaður sem þrífst einfaldlega vegna þess að það er enginn heilbrigð samkeppni í gangi. Eftirrétturinn var svo snæddur á Súfistanum....ups, þá er nammidagurinn búinn í þessari viku!

Prinsi formaður fjölskyldunefndar Kirkjuvegs

Wednesday, January 30, 2008

Björgum Sirkus

Það stendur til að rífa Klapparstíg 30 þar sem skemtistaðurinn Sirkus er til húsa. Það ólgar í mér reiði, hvers vegna ekki að skoða menningu og mannlíf sem er til staðar í stað þeirra stefnu að búa til menningu. Hversu mörg mistök þarf að gera til að hægt sé að læra af þeim.

Ég telst ekki til fastagesta Sirkus en mundi alls ekki vilja sjá annað á þessum reit. Það ólgar allt af lífi og mikil grasrótarmenning sem hefur átt sér stað á Sirkus og við Sirkus sem bera skal að vernda.

Það er merkilegt hvernig samfélög geta sleppt því að skoða hvað sé til staðar og ætla sér að búa til menningu sem "hentar" og jafnvel ekki einu sinni með ákveðna hugmynd um hvaða tilfinning skal vera á svæðinu...og það er ekki hægt að búa til þá tilfinningu. Byggingar gera ekkert nema það sé líf í þeim. Miðbær verður aldrei miðbær nema með fólkinu í samfélaginu.

Við berum ábyrgð á miðborginni, hvernig miðbæ viljum við hafa. Er nauðsynlegt að fylla miðbæinn með nýbyggingum - er það menning? Hvað gerir miðbæ að miðbæ? Hvað vilt þú sjá og finna þegar þú ferð í miðborgina? Sýnum hvað við viljum, þetta er okkar miðbær.

Prinsi -in the town-

Konur með kraft





Það eru margar konur sem eru fyrirmyndir mínar á margan hátt, meðal annars þessar - allar eiga þær það sameiginlegt að berjast fyrir málefnum af ástríðu og krafti og þar að auki virðist oftast sem málefnin séu þeim mikilvægari en egóið. Bara það er næg ástæða fyrir mig til að hafa þær sem fyrirmyndir mínar.



Hei - og svipuð hárgreiðsla á þeim öllum.....það er kannski það!

Friday, January 25, 2008

Straight or not...

Já - föstudagur enn og aftur. Prinsinn vaknaði í rafmagnsleysi í morgun sem er kannski ekki til frásögufærandi nema hvað að prinsinn þurfti að skríða, í myrkri um gólfin í leit að konunglegum íþróttafötum... ætlaði auðvitað á Boot-camp æfingu. Þegar íþróttadressið var loksins tilbúið og prinsinn hálf vankaður eftir að hafa rekist á bókahilluna 28 sinnum í myrkrinu þá var honum litið út um gluggann - vitlaust veður, hef varla upplifað svona veðráttu síðan prinsi bjó hjá einstæðri móður sinni sem dröslaðist með prinsinn litla yfir Hellisheiði í öllum veðrum. En þegar prinsinn leit út um gluggann í morgun...ja, þá var auðséð að ljómandi fín afsökun væri komin fyrir að sleppa Boot - camp æfingu.

Þegar veðrinu tók að slaka hér í firðinum brunaði prinsinn í hámenninguna og eyddi restinni af þessum ágæta föstudegi á námskeiði hjá Capacent með misáhugaverðu samferðafólki. Bjóst við að það yrði hápunkturinn á deginum þ.e.s að læra e-h nýtt og spennandi. Það sem stendur þó upp úr deginum er ekki vel skipulagt námskeið hjá Capacent heldur bíóferð sem prinsinn fór í, í kvöld. Skellti mér ásamt fagra manni mínum á Brúðgumann. Ljómandi mynd, mæli eindregið með henni. Það var eitt sérstakt atriði þó sem vakti upp hugsun og tilfinningu hjá prinsinum. Ég vil ekki missa eða hætta að rækta hliðina á mér sem er svona létt geggjuð, þetta er sama hliðin sem ég nota ómeðvitað þegar ég geri létt grín að sjálfum mér og tek sjálfann mig ekki of hátíðlegan.

Það er stutt í "straight" Frímann, þá á ég ekki við kynferðislega "straight", heldur að verða það alvarlegur að það standi í vegi fyrir mér - með höfuðið á bólakafi upp í rassgatinu á sjálfum mér og gleyma að vera til, njóta þess sem kemur til mín og skemmta mér. Ég vil sem sagt halda í báðar hliðar og hafa gaman af.

Létt geggjaði Prinsi á margar góðar sögur að segja af sjálfum sér m.a.
-Hlaupa um á nærbuxunum á flugvellinum í San Francisco - til að ná vélinni þar sem hann var bókaður mánuði á eftir áætlun og auðvitað hleypur maður á nærbuxunum til að flýta fyrir!
-Ákveða á 24 tímum að skella sér í nám til Californíu og vera mættur á staðinn þremur vikum seinna.
-Skrifa tölvupóst á fyrrverandi forseta og bjóða til kvöldverðar - og bjóða henni svo eftir kvöldverðinn að skutla henni heim.
-Bjóða skólastjóranum sínum að gista heima hjá sér og ganga svo inn á hann berrasaðann.
-Skella sér til Vegas í þriggja daga "sæluferð".
-Bjóða bekknum sínum í 10 ára afmæli sitt í október (þrátt fyrir þá staðreynd að eiga afmæli í júlí) til þess eins að fá fleiri afmælisgjafir.

....og svo má lengi telja. Aldrei að missa skopskynið fyrir sjálfum sér né heldur sköpunargleðina.


Saumaklúbburinn Sleikur er einmitt hópur (við erum reyndar bara þrjú) sem halda þessum hliðum í prinsinum í góðu jafnvægi - kalla báðar hliðarnar fram við ólík tækifæri. Sleikur var einmitt með ársuppgjör hér á Kirkjuveginum í gær, margt sem þurfti að ræða, hlæja að og deila. Það var einmitt í einni svona atrennunni hjá Sleik sem ég tók eftir því að minn fyrrverandi, nefnum engin nöfn til að fara ekki niður á sama plan og viðkomandi... var að rúnta götuna og gægjast inn. Smart!!! Það er reyndar svolítið einkennilegt að hann skuli hafa grafið upp hvar við búum þar sem við erum hvorugir skráðir hér í firðinum góða - manni dettur helst í hug að hann fylgist með blogginu... Ef það veitir honum einhverja fullnægju að gægjast inn um gluggana, þá höfum við ekkert að fela. Svona getur þetta verið, fólk hefur misjafnar þarfir og misjafnar hliðar sem það ræktar.


Prinsi á báðum hliðum

Monday, January 21, 2008

Atvinnuauglysing

Auglýst er eftir stjórnmálamanni/konu sem vinnur út frá hagsmunum kjósenda

Hæfniskröfur:
Sjálfstæði í starfi
Sterkir samskiptahæfileikar
Auðmýkt
Ber hag kjósenda hæst
Engin þörf fyrir valdabaráttu
Mikinn metnað fyrir ábyrgðamiklu starfi og lítinn metnað fyrir eigin framapoti
Eigin fataskápur, ákjósanlegt að viðkomandi hafi fjármagnað hann á eigin kosnað
Ekki bundinn af skyldum til "fyrrum" yfirmanna

Umsóknir skulu berast til kjósenda allan ársins hring.

Wednesday, January 16, 2008

allt þetta og meira til

Í dag hefur prinsinn meðal annars:

Setið í umferðarteppu á Reykjavíkurveginum
Púlað í Boot camp
Fengið æluna upp í munn í Boot camp
Skellt sér í lunch hja granny
Laumað nokkru konfektmolun ofaní maga
Keypt diskinn með Sprengjuhöllinni
Farið í heimsókn til Yndisauka
Druslað buxum í hreinsun
Þrifið elshússkápana að utan (gott að þeir eru ekki margir)
Reynt að lofta út fiskilykt
Skellt í vél (það eru oft smáu hlutirnir sem gefa hversdagsleikanum líf...)
Velt fyrir mér hvernig ég get látið gott af mér leiða hér í Hafnafirði


....og allt þetta hefur verið skemmtilegt þ.e.s ég hef verið meðvitaður um að gera hlutina skemmtilega í dag. Hvað gerðir þú skemmtilegt í dag?

Prinsi joy o´joy

Tuesday, January 15, 2008

brjaladur gestagangur

Geysilegur gestagangur á Krikjuveginum. Mútta tútta, granny og Gróa móðursystir komu í léttan hádegisverð á sunnudag. Tengdó kom í kvöldverð í gær. Guðni kom í dinner í kvöld og Gunni kom í kvöldkaffi. Alltaf opið hús. Blúndan hefur svo boðað komu sína á morgun með gullmolann sinn.

Það er stórkostlegt og tilfinningalega fullnægjandi að vera í góðu sambandi við þá sem manni þykir vænt um. Til þess þarf þó oftast að gefa sér tíma...jafnvel að búa til tíma!


Prinsi tengill

Thursday, January 10, 2008

Gleðilegt nytt ar

Þá er himnasængin komin á sinn stað, rauði dreglinum hefur verið rennt út og dustað hefur verið af hásætinu. Prinsinn og "the first lady" hafa komið sér fyrir í gamla hverfinu í Hafnafirði, sem á einmitt 100 ára kaupstaða afmæli í ár. Mikil kaflaskipti strax á nýju ári. Áramótunum var eytt í bíl á ferð um óbyggt Kópavogshverfi í leit að götu sem prinsinn hefði haldið að væri á Neskaupstað ef hann hefði ekki vitað betur. Nýársdeginum var eytt í að drita niður konunglegum eigum í pappakassa með nýársávarp Óla yfirgrís í bakgrunni - afar hátíðlegt. Við, Bjarni fluttum sem sagt strax á nýju ári, keyptum okkar fyrsta bíl og byrjuðum í Boot-camp - allt á fyrstu viku ársins...hvernig verða vikurnar þegar fram líður t.d. í apríl....


Ég er svo ljómandi heppinn að eiga fullt af yndislegum vinum - um síðustu helgi var prinsinn í þremur matarboðum. Þar var mikið rætt um áskoranir á nýju ári, hver lærdómur síðast árs var o.s.frv. Uppbyggilegar og afar "inspererandi" umræður. Í dag hef ég einmitt setið og spáð í hvernig ég ætla að hanna þetta ár - hver á titillinn á þessu ári að vera. Hvað vil ég fá út úr árinu sem ég verð þrítugur....Fullt af skemmtilegum pælingum!

Prinsi í kaflaskiptum