Wednesday, January 30, 2008

Björgum Sirkus

Það stendur til að rífa Klapparstíg 30 þar sem skemtistaðurinn Sirkus er til húsa. Það ólgar í mér reiði, hvers vegna ekki að skoða menningu og mannlíf sem er til staðar í stað þeirra stefnu að búa til menningu. Hversu mörg mistök þarf að gera til að hægt sé að læra af þeim.

Ég telst ekki til fastagesta Sirkus en mundi alls ekki vilja sjá annað á þessum reit. Það ólgar allt af lífi og mikil grasrótarmenning sem hefur átt sér stað á Sirkus og við Sirkus sem bera skal að vernda.

Það er merkilegt hvernig samfélög geta sleppt því að skoða hvað sé til staðar og ætla sér að búa til menningu sem "hentar" og jafnvel ekki einu sinni með ákveðna hugmynd um hvaða tilfinning skal vera á svæðinu...og það er ekki hægt að búa til þá tilfinningu. Byggingar gera ekkert nema það sé líf í þeim. Miðbær verður aldrei miðbær nema með fólkinu í samfélaginu.

Við berum ábyrgð á miðborginni, hvernig miðbæ viljum við hafa. Er nauðsynlegt að fylla miðbæinn með nýbyggingum - er það menning? Hvað gerir miðbæ að miðbæ? Hvað vilt þú sjá og finna þegar þú ferð í miðborgina? Sýnum hvað við viljum, þetta er okkar miðbær.

Prinsi -in the town-

No comments: