Friday, January 25, 2008

Straight or not...

Já - föstudagur enn og aftur. Prinsinn vaknaði í rafmagnsleysi í morgun sem er kannski ekki til frásögufærandi nema hvað að prinsinn þurfti að skríða, í myrkri um gólfin í leit að konunglegum íþróttafötum... ætlaði auðvitað á Boot-camp æfingu. Þegar íþróttadressið var loksins tilbúið og prinsinn hálf vankaður eftir að hafa rekist á bókahilluna 28 sinnum í myrkrinu þá var honum litið út um gluggann - vitlaust veður, hef varla upplifað svona veðráttu síðan prinsi bjó hjá einstæðri móður sinni sem dröslaðist með prinsinn litla yfir Hellisheiði í öllum veðrum. En þegar prinsinn leit út um gluggann í morgun...ja, þá var auðséð að ljómandi fín afsökun væri komin fyrir að sleppa Boot - camp æfingu.

Þegar veðrinu tók að slaka hér í firðinum brunaði prinsinn í hámenninguna og eyddi restinni af þessum ágæta föstudegi á námskeiði hjá Capacent með misáhugaverðu samferðafólki. Bjóst við að það yrði hápunkturinn á deginum þ.e.s að læra e-h nýtt og spennandi. Það sem stendur þó upp úr deginum er ekki vel skipulagt námskeið hjá Capacent heldur bíóferð sem prinsinn fór í, í kvöld. Skellti mér ásamt fagra manni mínum á Brúðgumann. Ljómandi mynd, mæli eindregið með henni. Það var eitt sérstakt atriði þó sem vakti upp hugsun og tilfinningu hjá prinsinum. Ég vil ekki missa eða hætta að rækta hliðina á mér sem er svona létt geggjuð, þetta er sama hliðin sem ég nota ómeðvitað þegar ég geri létt grín að sjálfum mér og tek sjálfann mig ekki of hátíðlegan.

Það er stutt í "straight" Frímann, þá á ég ekki við kynferðislega "straight", heldur að verða það alvarlegur að það standi í vegi fyrir mér - með höfuðið á bólakafi upp í rassgatinu á sjálfum mér og gleyma að vera til, njóta þess sem kemur til mín og skemmta mér. Ég vil sem sagt halda í báðar hliðar og hafa gaman af.

Létt geggjaði Prinsi á margar góðar sögur að segja af sjálfum sér m.a.
-Hlaupa um á nærbuxunum á flugvellinum í San Francisco - til að ná vélinni þar sem hann var bókaður mánuði á eftir áætlun og auðvitað hleypur maður á nærbuxunum til að flýta fyrir!
-Ákveða á 24 tímum að skella sér í nám til Californíu og vera mættur á staðinn þremur vikum seinna.
-Skrifa tölvupóst á fyrrverandi forseta og bjóða til kvöldverðar - og bjóða henni svo eftir kvöldverðinn að skutla henni heim.
-Bjóða skólastjóranum sínum að gista heima hjá sér og ganga svo inn á hann berrasaðann.
-Skella sér til Vegas í þriggja daga "sæluferð".
-Bjóða bekknum sínum í 10 ára afmæli sitt í október (þrátt fyrir þá staðreynd að eiga afmæli í júlí) til þess eins að fá fleiri afmælisgjafir.

....og svo má lengi telja. Aldrei að missa skopskynið fyrir sjálfum sér né heldur sköpunargleðina.


Saumaklúbburinn Sleikur er einmitt hópur (við erum reyndar bara þrjú) sem halda þessum hliðum í prinsinum í góðu jafnvægi - kalla báðar hliðarnar fram við ólík tækifæri. Sleikur var einmitt með ársuppgjör hér á Kirkjuveginum í gær, margt sem þurfti að ræða, hlæja að og deila. Það var einmitt í einni svona atrennunni hjá Sleik sem ég tók eftir því að minn fyrrverandi, nefnum engin nöfn til að fara ekki niður á sama plan og viðkomandi... var að rúnta götuna og gægjast inn. Smart!!! Það er reyndar svolítið einkennilegt að hann skuli hafa grafið upp hvar við búum þar sem við erum hvorugir skráðir hér í firðinum góða - manni dettur helst í hug að hann fylgist með blogginu... Ef það veitir honum einhverja fullnægju að gægjast inn um gluggana, þá höfum við ekkert að fela. Svona getur þetta verið, fólk hefur misjafnar þarfir og misjafnar hliðar sem það ræktar.


Prinsi á báðum hliðum

2 comments:

Anonymous said...

Elsku léttgeggjaði kúrekastígvélaði catwalk-ara nærbuxnahlauparinn minn! Þúúúsund þakkir fyrir fimmtudagskvöldið, fyrir hláturtaugakítlið, kvöldverðinn, Vegassögurnar, Dolly og allt. Þú ert frábær. -Sleikur Matta-

Anonymous said...

Takk sömuleiðis elzku Matta mín, vil gjarnan hitta þig sem oftast og þess vegna bíð ég spenntur eftir næsta fundi hjá Sleik...

F.