Wednesday, October 31, 2007

au pair

Okei - spjallaði við granny í kvöld. Símareikningurinn er orðinn hálf milljón... B&B Landsbankafeðgarnir eru vel þegnir í liðið núna.

Prinsinn eyddi deginum sem íslensk au pair. Eyddi deginum með Emmu , Andy og skrímslunum. Týpískur túristaleikur með frelsisstyttunni og Empire state building o.s. frv. Kósý dagur með skrímslum með mikla orku. Ég reyndar naut þess, naut þess að halda á skrímslunum, að bara fylgja straumnum, að ekki ákveða hvert ég væri að fara o.s. frv.

Við fórum svo út að borða, í kvöld, með vinafólki þeirra - hver skírir barnið sitt Delphine? Frúin hét þessu stórkostlega nafni. Það sem vakti samt furðu mína í kvöld er sú staðreynd að þú getur fengið barnapíu á hótelið til að sitja yfir börnunum.....bara hringja í Gulu síðurnar.....

Prinsi pía, barnapía

Tuesday, October 30, 2007

Enginn afslattur

Ég er í shokki yfir hversu dýr borgin er - það kostar að anda hér.

Monday, October 29, 2007

Og hvar er prinsinn staddur?

Prinsinn er lenntur í "the big apple" með stuttu stoppi í Atlanta. Það virðist vera sem prinsinn hafi aðeins ruglast þegar hann bókaði hótelið vegna þess að hans hátign er staddur í......Harlem. Það var ekki alveg hverfið sem hann leitaði eftir!

Sunday, October 28, 2007

Hjolatur og fjaðrafok

Svakalega góð internet connection hér í cincinatti, sem by the way er í nágrenni Kentucky - ef það aðstoðar einhvern við að byggja upp fordóma! Ágætis dagur hér, skelltum okkur í hjólatúr, prinsinn og indjánafjaðrirnar. Prinsinn átti erfitt með að halda hlátrinum aftur af ser þegar indjánafjaðrirnar mættu tílbúnar fyrir hjólatúr í skóginum. Hún var kominn með hjálminn og grifflurnar og einhverja púða á hnjánum o.sfrv. alveg svakalega tilbúin fyrir túrinn. Svo rúlluðum við áfram frá kastalanum á hæðinni niður í bæinn, sem heitir Loveland....ha, ha, ha. Það var eitt serstakt hús í Loveland sem vakti sérstakan áhuga hjá prinsinum, líktist samkomuhúsi. Prinsinn fékk svar fra indjánafjöðrunum. Þetta var einskonar "drinking and smoking club". Þetta lét hún út úr sér með smá skeifu og tón í röddinni sem minnti einna helst á Davíð Oddson lýsa Jóni ásgeiri sem manneskju. Prinsinn hefði mun frekar viljað skella sér í þennan kofa í stað heimsóknarinnar á kósý ítalska staðinn í gær.

Prinsinn fer í ódýru borgina á morgun þ.e.s New york.

Prinsi á ferðinni

Saturday, October 27, 2007

junior sa ser fært a að mæta

Og junior er mættur í heiminn - til hamingju elsku Hilda.

Hann hefur fengið nafnið Sigurbjörn Hrafn - Bjarnilíus kom með skemmtilegt komment þegar hann heyrði nafnið: " Hann á ekki eftir að geta sagt hvað hann heitir fyrr en hann kemst á táningsárin."


hlakka til að sjá gripinn. Velkominn í heiminn junior - þú átt eftir að gera góða hluti.

F.

Kosy Kringlutorg

Prinsinn og Janet, indjánafjaðrirnar, skelltu ser út að borða í kvöld til að "fagna" áfanganum. Prinsinn hefði þó alveg verið til í að fagna bara með sjálfum sér. Anyway, frú indjánafjaðrir vildi að við skelltum okkur á kósý ítalskan stað - prinsinn var nú meira en til í það og sa tækifæri a að skella í sig góðu chardonay og lina þjáningarnar. Kósý ítalski veitingastaðurinn var álíka kósý og Kringlutorgið upp í Kringlu. Stór kofi mitt á milli tveggja stórra verslunarhúsa. Gæti hafa verið á milli Ikea og Rúmfatalagersins... álíka mörg bílastæði. Skemmtilegt með væntingar - prinsinn hafði mjög ólíkar væntingar um kósý stemmingu....

Það ótrúlega gerðist þó - indjánafjaðrirnar hafði svo mikla þörf fyrir að fagna áfanganum að hún skellti sér á hálft chardonay..... Ekki það að prinsinum fynnist neitt rangt við að smakka ekki áfengi. Þetta var bara svo týpískt dæmi um hversu ólík við erum, með ólíkar væntingar og þarfir.

Og nú er kominn háttatími fyrir hans hátign - ætla að sofa lengi fram eftir því þá mun síðasti dagurinn líða enn hraðar...kannski ekki hraðar enn hann verður styttri...

Prinsi

Fjaðralokkarnir tættir

jæja bæja - þá er vinnu minni lokið hér í Ohio fylki. Fjaðralokkarnir orðnir tættir, hún snertir takka inn í mér sem kalla allt það slæma fram í samskiptum mínum við fólk.


En , nú er þessari samvinnu lokið - og aldrei aftur. Þó svo að þetta hafi verið ömurleg reynsla þá liggur fullt af lærdómi fyrir mig í þessu ferli...


Fékk Starbucks eftir workshoppið - gat varla notið þess þar sem fjarðralokkarnir stóðu mér við hlið....langaði bara að vera einn. Fyndna er að ég gat ómögulega ullað því út úr mér - það var einhver hindrun sem ég gat ekki séð, vildi ekki særa hana eða valda henni vonbrigðum þannig að ég leyfði mér frekar að valda sjálfum mér vonbrigðum....Það er naumast maður getur verið sannur sjálfum sér!


Núna þegar við þurfum ekki að vera lengur saman að vinna - laggði ég til að víð tækjum smá "nap", hvílistund - mín hugsun var að þá losnaði ég við hana og dagurinn liði hraðar....Enn og aftur ekki alveg sannur!

All for now,

Prinsi grimmi

Friday, October 26, 2007

hugleiðing

Untill further notice - celebrate everything.

gisting i eplinu?

argggggg - indjánafjaðrirnar eru að fara með mig - Og ég veit svo vel að ég get séð aðstæður mínar frá mörgum sjónarhornum...akkúrat núna er það sjálfsvorkunin. Ég er ekki frá því að mig langi örlítið að gráta - það getur verið drullu erfitt að líta á sjálfann sig sem fórnalamb.

Þegar þetta er yfirstaðið. Tveir dagar eftir. þá mun prinsinn halda til New York - skuggahliðin mín segir mér að ég þurfi að kaupa mér eitthvað fallegt til að verðlauna mig eftir þessa lífsreynslu:) Prinsinn hefur þó enga eigin íbúð í stóra eplinu - einhverjar góðar uppástungur um hvar ég get fundið spennandi og ódýra gistingu. Þætti vænt um þær uppástungur þar sem ég hef ekki spáð í gistingu enn.


Prinsi, sem brátt mun tæta fjaðrirnar

oslo-copenhagen-washington-cinncinatti

Jæja, þá er prinsinn mættur aftur eftir góða pásu. Ég ætla að byrja þar sem ég er í dag og fara svo aftur á bak. Sit í Cinncinatti, Ohio. Mun leiða workshop á morgun og er í mikilli baráttu við sjálfann mig – finnst þetta verkefni sem ég tók að mér leiðinlegt, vil samt sem ekki bregðast Janet, sem er að vinna þetta með mér. Í allan gærdag á leiðinni hingað frá Washington DC, fann ég að allar sellurnar í líkamanum mínum voru á móti þessari ferð og þessari samvinnu. Ég fann einnig að ég var ekki alveg trúr sjálfum mér – fann að ég gekk á móti mikilvægasta gildi mínu þ.e.s að vera trúr sjálfum mér. Settist niður með Janet í gærkvöldi og sagði henni allt sem var að gerast. Allt frá að ég vildi ekki gera þetta workshop og ég vildi ekki bregðast henni, yfir í að mér fannst okkar tenging vera á yfirborðinu og mér leiddist samvinnan og vinnan dró úr mér kraft í stað þess að byggja upp orku. Puha.... Í dag er ég einfaldlega að samþykkja að mér finnst Janet leiðinleg og mér finnst þessi vinna leiðinleg en ég hef ábyrgð – svo mín spurning til sjálfs míns í dag er: Hvernig ætla ég að njóta þessa ferlis?”

Prinsinn býr vel hér hjá Janet (hún er ekki í perlueyrnalokkaflokknum – meira yfir í indjónafjaðralokkadæmi›). Minn hefur enn og aftur heila íbúð fyrir sjálfann mig og hún er stærri en Washington íbúðin mín... með útsýni yfir hæðir og hóla. Indjónafjaðralokkarnir búa upp á hæð í litlum “kastala”, hún býr sem sagt ein í mööööörg hundruð fermetra kofa. 5 ba›herbergi, eigið yoga studio o.s.frv. – Svo órealistic – og hún er ekki einu sinni skemmtileg....

Allt annað sem hefur gerst... Var að kenna upp í Oslo – frábær tími, naut þess að vera þar og kenna, fór meðal annars út að borða með Sofia og Simon, fyrir þau sem muna eftir þeim. Eyddi nokkrum dögum með Bjarnalíusi í Köben. Að sjálfsögðu var það yndislegur tími...eftir að við náðum að tengjast, tók smá tíma. Bjarni er svo fallegur karakter. Stoppaði á Keflavíkurflugvelli í tvo tíma og stundaði non stop símavændi. Flaug til Washington og eyddi tveimur dögum með Emmu og co.

Stutt ferðasaga.

Dilja kemur til San Fransisco í november – jibby.


Prinsi

Wednesday, October 10, 2007

Prinsinn afar busy...



Prinsinn hefur haft tvo meigin fókusa í dag - það var víst alveg kapp nóg fyrir hans hátign. Minn þurfti að ákveða hvað og hvernig kennslan upp í Osló á að fara fram ásamt Idu (það mundi vera aðilinn á mynd sem er með síðara hárið). Ég tók þá ákvörðun að líta á þá staðreynd að við þurfum að hanna kennsluna í gegn um tölvupósta ekki sem fyrirstöðu heldur sem tækifæri - þurfti aðeins að berjast við sjálfann mig þar....

Hinn fókusinn sem prinsinn hafði í dag eða öllu heldur markmið var að finna ákveðna búð hér í Sanny Franny. Jens Peter (það er svo sá með styttri kolluna á mynd), eiginmaðurinn hennar Idu pantaði sér fiski-vesti og vildi biðja mig að taka það með mér upp til Skandinavíu um helgina. Við erum að tala um að prinsinn mun hafa fiski-vesti í farangrinum... Anyway, hélt það yrði nú ekki málið að kippa þessu vesti með mér fyrir elskulega Jens Peter. Argggg, Þetta varð löööööng ganga í leit að þessari búðardruslu - og svo var hún lokuð. Ég get sagt ykkur það að ef Starbucks hefði ekki verið næsti nágranni (Starbucks virðist vera næsti nágranni hvar sem þú ert staddur hér) ja, þá er ég ekki viss um hvað prinsinn hefði tekið upp á. Kannski labbað berfættur eða hent tyggjói í götuna eða eitthvað álíka róttækt:)

P.s - Frk. perlueyrnalokkar fékk 5 ára gjöf í dag þ.e.s þakklætisgjöf frá fyrirtækinu fyrir að hafa verið trú og dygg í 5 ár. Hún fær að velja sér gjöf frá einum katalog - prinsinn sá ágætt úr sem hann gæti alveg hugsað sér.... Annars er ljómandi fínt perluhálsband einnig í boði...

Prinsi, snart pa vej op til Norge

Tuesday, October 9, 2007

Frimann froskur

Ufff puff og lallala. Minn er að vinna með konu upp í Ohio, erum að skipuleggja workshop sem við munum stýra þar í lok mánaðarins og nefnist: "Be heard...at home, at work and at play". Við erum mjög ólík að mjög mörgu leyti, bæði persónulega og eins hvernig við vinnum og hugsum - stærðarinnar áskorun fyrir okkur bæði býst ég við, þó svo að ég eigi það til að hugsa að allt það sem ég legg í vinnuna sé rétt og hún hefur alltaf rangt fyrir sér - það er víst ekki svo einfalt. Samvinna er mjög áhugaverð og það er einkar áhugavert að skoða hvernig maður sjálfur er í samvinnu. Hverjir eru veikleikar manns í samvinnu með öðrum, styrkleikar og hverjar eru áskoranirnar. Er maður aktívur hlustandi eða er mikilvægara að koma sínum eigin orðum og skoðunum á framfæri. allavega við áttum símafund fyrr í kvöld og Frímann skellti sér í gamalt hlutverk þ.e.s að tala ekki upphátt um hvað var í gangi, tilfinningar, hugsanir o.s.frv. Svokölluð "silent treatment" -könnumst mörg við þá aðferð... Allavega þá varð mér augljóst að ef ég ætlaði að vera í þessu gamla hlutverki þá mundi ég enda á að vinna vinnuna sjálfur og auðvitað fá mínu framgengt en það er ekki svo víst að það yrði skemmtilegt og ekki einu sinni víst að ég mundi læra nokkuð nýtt, hvað þá að gefa okkur tækifæri á að tengjast og stjórna saman. Það getur nefnilega verið svo þrælskemmtilegt að gera hluti með öðrum...

Að öðru og jafnvel mikilvægara:) Skellti mér í göngutúr í dag - var orðin frekar súr af að sitja heima og vinna. Rambaði inn í bað búð og verzlaði mér stóran grænan frosk - úr sama efni og gulu baðendurnar sem tísta - honum er ætlað að standa inn í sturtunni okkar Bjarnalíusar (er það ekki Bjarni?) til að minna okkur á, á hverjum degi, að við berum ábyrgð á að gera lífið okkar skemmtilegt, líka litlu hlutina. Mig langar nefnilega að hlæja meira:)

Prinsi the frog (hef verið leystur úr álögum)

Sunday, October 7, 2007

Rokkað i Frisco



Yndislegur dagur í Sanny Franny - það var líkt og ég hefði ákveðið ómeðvitað áður en ég steig upp úr bólinu og kíkti fram úr skápnum að dagurinn yrði notalegur. Þegar slík ákvörðun hefur verið tekin, þá er auðvelt að sjá næstu skref..... Starbucks, morgunmatur með frk. perlueyrnalokkum og nágranna hennar sem er annað sett af perlueyrnalokkum, gæti þó verið feik lokkar þar á ferð...

Stefnan var sett á Union squere - einn af uppáhaldsstöðunum mínum í borginni. Stórt torg "vítt til veggja" og fullt af lífi. Sat þar með bókina mína og fylgdist með tangó sýningu með öðru auganu - Quality tími með prinsinum.

Endaði daginn svo a að hlusta á frk. perlueyrnalokka syngja á restaurant hér í næstu götu - ljómandi gaman.

Busy vika framundan - puha...


Prinsi í afslöppun

Saturday, October 6, 2007

Stormikilvægur laugardagur

Prinsinn steig úr rekkju snemma þennan laugardagsmorgun, mættur á Starbucks fyrir 08.00 - puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Svo lá leiðin í morgundanstíma með frk. perlueyrnalokkum - ljómandi skemmtilegt og aftur puha, hefur ekki gerst oft í lífi hans hátignar. Sambýlisfólkið skellti sér svo saman í brunch áður en leiðir skildu. Prinsinn þurfti að skokka heim til að "shæna" sig til fyrir afmælisveisluna í parkinum - overdressed... það hefur aftur á móti gerst áður í lífi hans hátignar að vera smá overdressed :)

Skellti mér einnig á götufestival sem var algjört prump.

Mútta á afmæli nú á mánudag - nett hint fyrir þá sem það þurfa:)

Þegar skyggja tók skellti prinsinn sér í silfur "outfittið" og tróð frk. perlueyrnalokkum í slíkt hið sama - halda átti í partý. Partý, partý partý. Prinsinn hefur nú alltaf verið talinn festglaður - en þarna dró hann limitið. Partýið var haldið af einum kórfélaga frk. perlueyrnalokkanna - oh já, hún syngur í kór. Þessi "samkoma" minnti mig einna helst á lélega mynd um fest í "highschool" með öllu tilheyrandi. Bjór í slöngu ofaní kok, stelpukindur í mínipilsum (trúið mér, það er ekki falleg sjón á öllum stúlkum....) hass reykingar upp á þaki, pizzusneiðaslagur í stofunni og drykkjukeppni í stofunni (munaði engu að prinsinn hefði látið til leiðast:)). Já maður gæti haldið að ferming væri á næsta leyti. En, nei við erum að tala um fólk með hringa á baugfingri, háskólapróf og marga hverja með ágætis áhugaverð störf. Prinsinn dustaði ósýnilegt ryk af mokkasíunum, teygði sig í nokkra vel valda sænska gæðamola, (prinsinn og frk. perlueyrnalokkar komu með gjafir - sænskt gæðakonfekt fra perlueyrnalokkunum og græna baðönd frá prinsinum) og hreinsaði úr nasaholunum upp í loftið.....:)

Eftir slíka tilraun til skemmtunar er þörf fyrir afslöppun. Prinsinn og frk. perlueyrnalokkar skelltu "station car" í gír og brunuðu á "the Martini" bar sem býður upp á píanóspil fyrir hvern sem vill NOTA raddböndin - ljómandi skemmtun og það kemur fyrir að hláturgusurnar frá konungsríkinu þagna....

Túttílú,


Prinsi overdressed með regn upp í nefið :)

Friday, October 5, 2007

Hvar ertu junior?

Hilda!

Er ekkert farið að bóla á junior? Ég ætla vona að hann sé ekki fastur - eða varstu kannski bara að plata, þú ert ekkert ólétt, þrusugóð afsökun til að missa sig í nokkra mánuði í sjoppunni...

F.

Rolegheit i Frisco

Rólegur föstudagur í konungsríkinu. Engar óeirðir, engin verkföll og jólagjafaóskalistinn tilbúinn. Átti kósý kvöld með frk. perlueyrnalokkum, elduðum heima og borðuðum Ben & Jerrys í eftirmat á náttfötunum með Ninu Simone gólandi í bakgrunninum. Afskaplega rólegt og notalegt.

Það er aðeins farið að kólna hérna í Frisco, maður er farinn að þurfa draga fram peysuna á kvöldin - minn ekki alveg nógu sáttur við það.

Vona að sólguðinn vakni snemma í fyrramálið. Prinsinn ætlar að skella sér í þvottahúsið út á horni og lyfta sér upp á laugardagsmorgni - Svo er stefnan sett á götuhátið og svo æfmælisveislu í einhverjum garðinum.

Fer eftir viku til Noregs - verður víst óþarfi að pakka niður sandölunum fyrir þá ferð...

Hittingur með Bjarnalíusi í Köben eftir 11 daga, vei!


Prinsi rólegi

Wednesday, October 3, 2007

Hvenær aætlar þu að þitt lif byrji?


Það er skondið að hugsa til þess að hversdagsleikinn sé alls staðar - það er bara spurning hvað maður gerir úr honum. Verður þá hversdagsleikinn hversdagsleiki eða eitthvað annað líkt og upplyfting? Höfum við ofnotað orðið "hversdagsleika" yfir stundir sem við nennum ekki að taka ábyrgð á sjálf, þá á ég við að við notum hversdagsleika yfir færibandahugsanir og gjörðir en tökum ekki ábyrgð á að stoppa færibandið. Við jafnvel þverneitum eigin ábyrgð á að leita eftir sjálfsánægju. Lífið byrjar þegar hversdagsleikinn hættir og hversdagsleikinn klárast um næstu helgi, þegar ég kemst í frí, um næstu mánaðarmót, þegar ég kaupii mér nýja skó os.frv. Hvers vegna er þessi gríðarlega hræðsla við að finna ánægjuna innra með okkur - erum við svona helv... hrædd við okkur sjálf? Ég spyr aftur: "Hvenær byrjar þitt líf?"

Prinsi og frk perlueyrnalokkar (sjá mynd) skelltu sér út á horn í kvöld á lítinn franskan veitingastað. Tilefnið var einhver skil á einhverju í vinnunni hjá perlueyrnalokkunum. Ég náði ekki alveg hvaða skil áttu sér stað, en alltaf til að fagna!

Prinsi in the everyday life

Brunað a faknum






Prinsinn skellti sér í hjólatúr eftir lærdóminn í gær - yfir Golden Gate bridge og endaði í einhverjum smábæ a hinum endanum. Skemmtileg ferð en varð heldur erfið á leiðinni tilbaka þar sem að upp frá þessum strandbæ var brekka, stór brekka og lööööng. Það var mjög gaman að hjóla niður brekkuna - það var ekki eins gaman að dröslast upp aftur. Svaka trafik yfir brúnna þ.e.s túristar í gönguferð - prinsi hló með sjálfum sér og hugsaði að þessir kanar kunna nú ekki að gera business - minn hefði selt gangandi turistum passa yfir brúnna :)


Átti svo notalegt kvöld með frk. perlueyrnalokkum - dunduðum okkur á hvor sína tölvuna með kertaljós og Bilie Holiday í bakgrunninum. Kósý.

p.s. Fyrir öll ykkur sem hafið óskað sérstaklega eftir að fá að vita hvað liturinn á brúnni heitir þá er það "international orange"

Prinsi á fáknum

Monday, October 1, 2007

Buddy and Jack



Þetta eru skrímslin sem ég vaknaði með upp á mér á sunnudagsmorgun - tilbúnir í boltaleik!

Prinsi og óargadýrin

Jona Fanney friðriksdottir

Nú er ég aldeilis hlessa skessa. Hún Jóna Fanney Friðriksdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem bæjarstjóri Blöndósar - og þetta er frétt númer tvö á Morgunblaðssíðunni - það hlussast inn mikilvægar fréttir.....

Við héðan frá San Fransisco óskum Jónu Fanney Friðriksdóttur velfarnaðar í nýju starfi sem og Blöndósbúum og bíðum spennt eftir næstu stórfréttum af Morgunblaðssíðunni.

Prinsi og company

Date með perlueyrnalokkunum

Fröken perlueyrnalokkar, Johanna, og prinsi hafa sameinast á ný eftir langan aðskilnað. Höfðum ákveðið date í kvöld og skelltum okkur á sushi stað hérna handan við hornið, margt sem þurfti að ræða s.s. stöðuhækkun perlueyrnalokkanna (senior manager), dvöl prinsa í höfuðstaðnum, skólann, heimaverkefnin o.s.frv. Það þurfti einnig að skipuleggja næstu date - þó svo að prinsi og eyrnalokkarnir búa saman þá hittast skötuhjúin ákaflega sjaldan.

Annars hefur minn verið frekar lítill í dag, flækts í smáatriðum og reyndi að finna margskonar fyrirstöður fyrir því að líta á framtíðina björtum augum - cut the fuck... crap!!!

verkefnið upp í Ohio fór að skýrast í dag - verð að bóka flugmiða í fyrramálið - þarf að fara tvisvar upp til Ohio á næstunni - afhverju gat það ekki verið New York, afhverju? Ups, skoða það jákvæða - og það er mjög jákvætt að kyngja fyrirfram ákveðnum skoðunum t.d. skoðunum mínum um heilt fylki í bandaríkjunum....

Ef einhver á eftir að uppgötva hversu yndislegur karektar hann Bjarnilíus er , þá mæli ég eindregið með að viðkomandi taki upp símtólið og mæli sér mót við kauða - það verður enginn svikinn af stund með Bjarna.


Kiss kiss og kjams

Prinsi mr. Ohio