Wednesday, October 3, 2007

Hvenær aætlar þu að þitt lif byrji?


Það er skondið að hugsa til þess að hversdagsleikinn sé alls staðar - það er bara spurning hvað maður gerir úr honum. Verður þá hversdagsleikinn hversdagsleiki eða eitthvað annað líkt og upplyfting? Höfum við ofnotað orðið "hversdagsleika" yfir stundir sem við nennum ekki að taka ábyrgð á sjálf, þá á ég við að við notum hversdagsleika yfir færibandahugsanir og gjörðir en tökum ekki ábyrgð á að stoppa færibandið. Við jafnvel þverneitum eigin ábyrgð á að leita eftir sjálfsánægju. Lífið byrjar þegar hversdagsleikinn hættir og hversdagsleikinn klárast um næstu helgi, þegar ég kemst í frí, um næstu mánaðarmót, þegar ég kaupii mér nýja skó os.frv. Hvers vegna er þessi gríðarlega hræðsla við að finna ánægjuna innra með okkur - erum við svona helv... hrædd við okkur sjálf? Ég spyr aftur: "Hvenær byrjar þitt líf?"

Prinsi og frk perlueyrnalokkar (sjá mynd) skelltu sér út á horn í kvöld á lítinn franskan veitingastað. Tilefnið var einhver skil á einhverju í vinnunni hjá perlueyrnalokkunum. Ég náði ekki alveg hvaða skil áttu sér stað, en alltaf til að fagna!

Prinsi in the everyday life

3 comments:

Anonymous said...

Hversdagsleikinn er alltaf bestur þá er engin að rugla í lífinu manns ! En segðu mér af hverju skrifstofustjórinn er í gæsalöppum. Er það dulbúningur hjá honum ?
mamma

Anonymous said...

nei nei nei nei nei hvaða svaka gjella er þarna á myndinni? er þetta "perlu eyrnalokkarnir" svaka blogg bróðir sæll meira af myndum. annars var ég að pæla hvenær kemuru heim ég treysti mömmu ekki fyrir kalkúninum.annars virðist þetta vera æði þarna úti. Ok nokkrar fréttir af mér. Ég komst inní skrekk(ættir nú að vita hvað það er) var að taka upp kjalnesingar sögu með árgangnum í dag var leikstjóri í mínum hóp vá ekkert smá ósamvinnufúst lið síðan var ég aðstoðarleikstjóri annarstaðar og þá vorum við með frábært fólk, fullkomnan tökustað and on and on. baseicly var atriðið geðveikt. Jæja held þetta sé komið gott hjá mér.

vertu sæll að sinni lagsmaður.

undirritað. hvað er það sem virkilega keyrir okkur áfram í lífinu? Sigurður Fannar lille brö

Frimann said...

Litla fjölskyldan bara busy á blogginu :) Prinsinn kemur heim í kalkúninn!

Minni á hið árlega jólapakkaboð Prinsa og Bjarnalíusar laugardaginn fyrir jól sem að þessu sinni lendir á 22 dec.

F.