Sunday, October 28, 2007

Hjolatur og fjaðrafok

Svakalega góð internet connection hér í cincinatti, sem by the way er í nágrenni Kentucky - ef það aðstoðar einhvern við að byggja upp fordóma! Ágætis dagur hér, skelltum okkur í hjólatúr, prinsinn og indjánafjaðrirnar. Prinsinn átti erfitt með að halda hlátrinum aftur af ser þegar indjánafjaðrirnar mættu tílbúnar fyrir hjólatúr í skóginum. Hún var kominn með hjálminn og grifflurnar og einhverja púða á hnjánum o.sfrv. alveg svakalega tilbúin fyrir túrinn. Svo rúlluðum við áfram frá kastalanum á hæðinni niður í bæinn, sem heitir Loveland....ha, ha, ha. Það var eitt serstakt hús í Loveland sem vakti sérstakan áhuga hjá prinsinum, líktist samkomuhúsi. Prinsinn fékk svar fra indjánafjöðrunum. Þetta var einskonar "drinking and smoking club". Þetta lét hún út úr sér með smá skeifu og tón í röddinni sem minnti einna helst á Davíð Oddson lýsa Jóni ásgeiri sem manneskju. Prinsinn hefði mun frekar viljað skella sér í þennan kofa í stað heimsóknarinnar á kósý ítalska staðinn í gær.

Prinsinn fer í ódýru borgina á morgun þ.e.s New york.

Prinsi á ferðinni

No comments: