Monday, October 1, 2007

Date með perlueyrnalokkunum

Fröken perlueyrnalokkar, Johanna, og prinsi hafa sameinast á ný eftir langan aðskilnað. Höfðum ákveðið date í kvöld og skelltum okkur á sushi stað hérna handan við hornið, margt sem þurfti að ræða s.s. stöðuhækkun perlueyrnalokkanna (senior manager), dvöl prinsa í höfuðstaðnum, skólann, heimaverkefnin o.s.frv. Það þurfti einnig að skipuleggja næstu date - þó svo að prinsi og eyrnalokkarnir búa saman þá hittast skötuhjúin ákaflega sjaldan.

Annars hefur minn verið frekar lítill í dag, flækts í smáatriðum og reyndi að finna margskonar fyrirstöður fyrir því að líta á framtíðina björtum augum - cut the fuck... crap!!!

verkefnið upp í Ohio fór að skýrast í dag - verð að bóka flugmiða í fyrramálið - þarf að fara tvisvar upp til Ohio á næstunni - afhverju gat það ekki verið New York, afhverju? Ups, skoða það jákvæða - og það er mjög jákvætt að kyngja fyrirfram ákveðnum skoðunum t.d. skoðunum mínum um heilt fylki í bandaríkjunum....

Ef einhver á eftir að uppgötva hversu yndislegur karektar hann Bjarnilíus er , þá mæli ég eindregið með að viðkomandi taki upp símtólið og mæli sér mót við kauða - það verður enginn svikinn af stund með Bjarna.


Kiss kiss og kjams

Prinsi mr. Ohio

No comments: