Sunday, December 30, 2007

siðustu minutur 2007

Nú er árið brátt á enda, tími til að skoða í hvað árið 2007 fór og hvað var gott og hvað má gera enn betur á nýju ári. Hvert er maður að stefna með sjálfann sig, með sambönd sín o.s.frv.

Íslenskir KaosPilotar voru boðaðir í kampavínsboð í dag hjá Guðna boy - Ljómandi stemming svona í lok ársins og svo eru þetta svo einstaklega skemmtilegir karakterar, Guðni boy, Blúndan, Mæsa pæja og Milla og Dillan ásamt prinsinum auðvitað. góðar veitingar og góður félagsskapur.

Prinsinn er byrjaður að pakka konunglega porsilíninu niður fyrir fluttningana og skikkjan og kórónan er allt komið niður í handfarangur. Hans hátign hlakkar til að færa sig yfir í annað póstnúmer og mun bjóða vinum og velvildarmönnum í morgunkaffi við fyrsta tækifæri.

Í hvað fór árið hjá hans hátign? Árið fór meðal annars í:
að þyggja launaseðla frá Humarhúsinu
að loka sig inn í sumarbústað á Snæfelssnesi og spila heila helgi
að koma sushibitum niður í Íslendinga
að heimsækja barina í miðbænum óhóflega mikið fyrripart árs
að segja sig úr þjóðkirkjunni í mótmælaskyni við skoðun kirkjunnar á samkynhneigð
að taka þátt í að reyna að setja heimsmet í hvísluleik á menningarnótt
að byrja í nýju námi
að vinna stíliseringu íslenskra karlmanna fyrir Ísafold
að taka þátt í fermingu (gegn eigin sannfæringu) litla bróður
að kenna ungum Osloarbúum coaching
að taka á móti Idu og jens Peter og svo Rasmus og co
að halda upp á afmælið í þórsmörk
að borga niður yfirdráttinn síðan í háskólanáminu
að kynnast fullt af nýju fólki sem sumt hefur farið í vinahópinn
að smfagna með bjarnalíusi útskrift hans úr LHI
og allt hitt.....

Prinsi tilbúinn fyrir nýtt ár með nýjum áskorunum, meiri gleði og fullt af jákvæðni

Thursday, December 27, 2007

Jolin koma - jolin fara

Þá eru þessi jól brátt á enda.... og við á leið í Hafnafjörðinn, Borganesið býður betri tíma.

Þá eru íbúðarmálin komin á hreint, næsta mál á dagskrá er atvinnumálin. Prinsinn er að leita sér að vinnu. Þar sem prinsinn hefur ekki farið hefðbundna leið í skólagöngu reynist erfitt að setja hann í ákveðið box sem er reyndar svolítið skondið þar sem mikill hluti af menntuninni snérist um að hugsa út fyrir boxið :)

Jólin voru róleg, svona fyrir utan hið árlega jólaboð kannski - mjög gaman að sjá öll þessi andlit sem maður hefur jafnvel ekki séð síðan í síðasta jólaboði fyrir ári síðan og svo bætast alltaf ný andlit í hópinn. ég held að vinirnir verði bara fríðari með hverju árinu.

Yfir hátíðina hefur prinsinn meðal annars:
Farið í fýlu
Spilað við mömmu sína og litla bróður
Stungið sér í mannmergðina í Laugardalslaug
Fengið skitu eftir jólaboð
Skipulaggt þrettándaboðið
Velt fyrir sér hvaða gjöfum skal skipt
Velt fyrir sér hvaða gjöfum Bjarna skal skipt
Innréttað nýju íbúðina í huganum
Pakkað niður jólaskrautinu
Tárast yfir Hroka og hleypidómum

Prinsinn hefur verið upptekinn.....


Prinsi busy

Tuesday, December 18, 2007

Borganes byður nyja ibua velkomna

Ups - íbúðin í Hafnafirði sem við vorum farnir að hlakka til að komast í stendur okkur ekki lengur til boða, leiðinlegt en þýðir víst ekki að æsa sig yfir því. Þá er bara að skoða stöðuna og finna út hvert næsta skref er fyrir hans hátign og "the first lady". Við verðum jafnvel komnir upp í Borganes fyrir vorið...

Annars er prinsinn rólegur með kertaljósin og jólatónana og notar tímann til að skoða atvinnuauglýsingar. Prinsinn er tilbúinn fyrir fast starf.....þar koma að því! Sjáum hvað kemur út úr því.


Hlakka til að sjá alla í árlega jólaboðinu á laugardaginn.

Prinsi og Josh Groban

Monday, December 17, 2007

Desember afslappelse

Það er vika til jóla. Prinsinn hefur lokið við jólaskreytingar og jólagjafainnpökkun, mundi skella í nokkrar smákökusortir og steikja laufabrauð ef það flokkaðist undir áhugasviðið. Þetta eru ný jól. Ég hef hlaupið af mér rassgatið á ólíkum veitingastöðum öll jól síðastlíðin átta ár og alltaf sagt að næstu jól ætlaði ég að hlusta á jólatónlist, slappa af, kíkja í bæinn á Þorláksmessu og eyða tíma með vinum - það tók mig sem sagt nokkur ár að brjótast út úr mínu eigin mynstri. Er að njóta þess alveg í gegn....var jafnvel að spá í að takak geymsluna í gegn í dag og festa tölur á föt sem safnast hafa upp yfir árið í bið eftir "töluásettningu".

Annars eyddi hans hátign helginni í Köben - jólaafslappelse með Marie vinkonu. Voða ljúft og notalegt. Alltaf gaman í Köben og enn skemmtilegra þegar borgin er komin í jólafíling með glögg og tilbehör.



Hið árlega jólapakkaboð okkar Bjarna er um næstu helgi, laugadaginn 22 dec - hlakka til að sjá sem flesta þar.

Prinsi heimakæri

Wednesday, December 12, 2007

Bryndis er hætt störfum

Er í flækju í dag - Komst að því að hún elskulega Bryndís þjónusturáðgjafi hjá Glitni er hætt og án þess að láta prinsinn vita. Það skondna við taugaáfallið mitt í miðjum bankanum var að ég uppgötvaði að ég var tengdur þjónustráðgjafa mínum tilfinningaböndum og hlakkaði til að sjá hana og segja henni frá öllu sem hefur gerst þar sem hennar greiðsemi var stór þáttur í að yfirstíga allar þær hindranir sem í vegi voru fyrir Ameríska draumnum. En nei, Bryndís er farin og við syrgjum.

Annars hefur verið örlítið rið á hans hátign í dag - Inga dóra mætti í árlegt Irish kaffikvöld í gær. Það hlýtur að vera orðið árlegt þar sem við höfum tekið það tvisvar með ársmillibili. Sögur sagðar, málin krufin og flöskurnar tæmdar. Það tók sem sagt örlítinn tíma að komast í gírinn í dag... Billy skólafélagi minn í Sanny Franny notar skemmtilega lýsingu daginn eftir slík kvöld "mamma er með flensuna í dag".

Dagurinn í gær var nokkurskonar vinahylling. Byrjaði daginn á morgunkaffi með Ununni og litla krútt, Þorleifi. Hádegismatur með Guðbjörgu fyrrv. yfirmanni hjá Hönnunarvettvangi, kaffi á bárugötunni hjá Eddu minni og svo kvöldið með Ingu Dóru. Virðist vanta örlítið maskulinitet inn í þetta. Og þó, fór í klippingu hjá Stjúra, heldur betur maskulinitet þar á bæ.

Næst á dagskrá er vikulegur símafundur með vinnuhópnum úti í Ameríkunni og svo höfum við, ég og first lady boðað okkur í mat til múttu.

á morgun er það svo Köben..... ekki alveg að sjá hvernig sú ferð fittar inn í raunveruleikann í dag. Meikar á einhvern hátt ekki sense að hendast út til Köben þegar lóttóvinningurinn er ekki kominn í hús. En ferðin löngu plönuð og er að fara hitta Marie og partur af mér telur mikilvægt að fjárfesta í vináttunni þar sem við höfum ekki hist í ár....þýðir samt ekki að maður geti hent frá sér ábyrgðinni þ.e.s misst sig á kreditkortinu. Þetta verður kósý exelence ferð langt frá Strikinu góða.

Prinsi mættur á klakann með lopapeysuna

Monday, December 10, 2007

Velkominn heim prinsi

Hans hátign er lenntur - miða við hafurtaskið sem fylgdi þá leit út fyrir að það væru stórir fluttningar. Engin yfirvigt - mikill léttir...bara færður upp á business class með kampavínsglas í hendi: Svona á að fara með konungborna.

Staldraði þó stutt við í höfuðborginni - hélt beina leið til Akureyrar í rómantíska helgarferð með "the first lady". Mikil menningarferð. Byrjuðum á að sjá Ökutíma - prinsi þurfti aðstoð til að halda sér vakandi, smá vandræðalegt þar sem við sátum á fyrsta bekk og fyrrverandi bekkjarsystir Bjarna leikur aðalhlutverkið - Prinsi ætlaði nú ekki að sýna óvirðingu.... Fínn mælikvarði þó á verkið. Óvitar eftir Guðrúnu helgadóttur héldu prinsinum betur vakandi daginn eftir og seinna um daginn sá Garðar Sjarmör Cortes algjörlega um að halda prinsinum við efnið. Frú Cortes bauð okkur á tónleika með Garðari og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands - ég vissi ekki einu sinni að það væri starfrækt sinfóníuhljómsveit utan höfuðborgarsvæðisins, en hei - við erum 300.000 manna þjóð með tvö stór shopping malls í höfuðborginni, afhverju ekki að skella í sinfóníuhljómsveit austur í landssveit, vestur á fjörðum og eitt stykki undir Vatnajökul.

Ljómandi norðanferð og gott að vera kominn heim á Snorró. Prinsinum var svo mikið í mun að koma sér vel fyrir að hann hefur ekki bara rúntað upp úr töskunum, heldur er hann búinn að skreyta jólatréð og pakka inn öllum jólagjöfum - konungleg afköst.

Prinsi decoration

Wednesday, December 5, 2007

og naesta stopp - Reykjavik

Kaeru gestir

Prinsinn er maettur enn og aftur til Washington, klaradi vinnuna her i Washington i dag med workshop fyrir konur. Buinn med San Fran i bili - var i skolanum sidustu ca. 10 daga og nu er stefnan sett nordur. Held til fagra Islands a morgun. "Island ogrum skorid eg vil nefna thig, sem a brjostum borid og blessad hefur mig...."

Miklir gledifundir thegar hans hatign og Gloria hreinsi-maestro hittust her i Washington. Hun er otruleg, rennur yfir fjogra haeda hus a no-time, allt spik og span...love it.

Sidasta kvoldinu i San Fran var eytt a hotelbarnum vid flugvellinn asamt nokkrum bekkjarfelogum, mikid hlegid, mikid gaman.

Sem sagt - er a leid til Islands a morgun.....hlakka mikid til. Lendi a fostudagsmorgun og flyg a fostudagseftirmiddag til Akureyrar asamt Bjarnaliusi - helgi fyrir nordan skemmir engann!

Prinsinn er annars kominn i jolafiling - skelli vaemnum joladiskum a foninn morgna og kvolds, versla jolagjafir hja lessunum a horninu og fylgist med snjonum hrinja nidur. Talandi um snjokomu - thad er buid ad snjoa i allan dag, virkilega fallegt, en thydir ad thad er enginn skoli hja grislingunum a morgun..... lamad system og bornin heima. Emma ekki glod og prinsinn ser hofudverk i vaendum:)

hlakka til ad sja alla - minni a hid arlega jolabod B&F thann 22 dec

Over and out

Prinsi og Rudolf med rauda nefid