Monday, December 17, 2007

Desember afslappelse

Það er vika til jóla. Prinsinn hefur lokið við jólaskreytingar og jólagjafainnpökkun, mundi skella í nokkrar smákökusortir og steikja laufabrauð ef það flokkaðist undir áhugasviðið. Þetta eru ný jól. Ég hef hlaupið af mér rassgatið á ólíkum veitingastöðum öll jól síðastlíðin átta ár og alltaf sagt að næstu jól ætlaði ég að hlusta á jólatónlist, slappa af, kíkja í bæinn á Þorláksmessu og eyða tíma með vinum - það tók mig sem sagt nokkur ár að brjótast út úr mínu eigin mynstri. Er að njóta þess alveg í gegn....var jafnvel að spá í að takak geymsluna í gegn í dag og festa tölur á föt sem safnast hafa upp yfir árið í bið eftir "töluásettningu".

Annars eyddi hans hátign helginni í Köben - jólaafslappelse með Marie vinkonu. Voða ljúft og notalegt. Alltaf gaman í Köben og enn skemmtilegra þegar borgin er komin í jólafíling með glögg og tilbehör.



Hið árlega jólapakkaboð okkar Bjarna er um næstu helgi, laugadaginn 22 dec - hlakka til að sjá sem flesta þar.

Prinsi heimakæri

No comments: