Wednesday, December 12, 2007

Bryndis er hætt störfum

Er í flækju í dag - Komst að því að hún elskulega Bryndís þjónusturáðgjafi hjá Glitni er hætt og án þess að láta prinsinn vita. Það skondna við taugaáfallið mitt í miðjum bankanum var að ég uppgötvaði að ég var tengdur þjónustráðgjafa mínum tilfinningaböndum og hlakkaði til að sjá hana og segja henni frá öllu sem hefur gerst þar sem hennar greiðsemi var stór þáttur í að yfirstíga allar þær hindranir sem í vegi voru fyrir Ameríska draumnum. En nei, Bryndís er farin og við syrgjum.

Annars hefur verið örlítið rið á hans hátign í dag - Inga dóra mætti í árlegt Irish kaffikvöld í gær. Það hlýtur að vera orðið árlegt þar sem við höfum tekið það tvisvar með ársmillibili. Sögur sagðar, málin krufin og flöskurnar tæmdar. Það tók sem sagt örlítinn tíma að komast í gírinn í dag... Billy skólafélagi minn í Sanny Franny notar skemmtilega lýsingu daginn eftir slík kvöld "mamma er með flensuna í dag".

Dagurinn í gær var nokkurskonar vinahylling. Byrjaði daginn á morgunkaffi með Ununni og litla krútt, Þorleifi. Hádegismatur með Guðbjörgu fyrrv. yfirmanni hjá Hönnunarvettvangi, kaffi á bárugötunni hjá Eddu minni og svo kvöldið með Ingu Dóru. Virðist vanta örlítið maskulinitet inn í þetta. Og þó, fór í klippingu hjá Stjúra, heldur betur maskulinitet þar á bæ.

Næst á dagskrá er vikulegur símafundur með vinnuhópnum úti í Ameríkunni og svo höfum við, ég og first lady boðað okkur í mat til múttu.

á morgun er það svo Köben..... ekki alveg að sjá hvernig sú ferð fittar inn í raunveruleikann í dag. Meikar á einhvern hátt ekki sense að hendast út til Köben þegar lóttóvinningurinn er ekki kominn í hús. En ferðin löngu plönuð og er að fara hitta Marie og partur af mér telur mikilvægt að fjárfesta í vináttunni þar sem við höfum ekki hist í ár....þýðir samt ekki að maður geti hent frá sér ábyrgðinni þ.e.s misst sig á kreditkortinu. Þetta verður kósý exelence ferð langt frá Strikinu góða.

Prinsi mættur á klakann með lopapeysuna

2 comments:

Anonymous said...

Fullkomið kvöld: Góður matur, vín, spjall, hlátur, dash af whisky, uppljóstranir, meiri irish, tilfinningamálin á borðinu, amarula, hlátur og æsingur og enn meiri irish og væntumþykja. Er hægt að biðja um meira?

Anonymous said...

He, he - ljómandi gott kvöld í mjög góðum félagsskap - endurtekið að ári?
F.