Sunday, December 30, 2007

siðustu minutur 2007

Nú er árið brátt á enda, tími til að skoða í hvað árið 2007 fór og hvað var gott og hvað má gera enn betur á nýju ári. Hvert er maður að stefna með sjálfann sig, með sambönd sín o.s.frv.

Íslenskir KaosPilotar voru boðaðir í kampavínsboð í dag hjá Guðna boy - Ljómandi stemming svona í lok ársins og svo eru þetta svo einstaklega skemmtilegir karakterar, Guðni boy, Blúndan, Mæsa pæja og Milla og Dillan ásamt prinsinum auðvitað. góðar veitingar og góður félagsskapur.

Prinsinn er byrjaður að pakka konunglega porsilíninu niður fyrir fluttningana og skikkjan og kórónan er allt komið niður í handfarangur. Hans hátign hlakkar til að færa sig yfir í annað póstnúmer og mun bjóða vinum og velvildarmönnum í morgunkaffi við fyrsta tækifæri.

Í hvað fór árið hjá hans hátign? Árið fór meðal annars í:
að þyggja launaseðla frá Humarhúsinu
að loka sig inn í sumarbústað á Snæfelssnesi og spila heila helgi
að koma sushibitum niður í Íslendinga
að heimsækja barina í miðbænum óhóflega mikið fyrripart árs
að segja sig úr þjóðkirkjunni í mótmælaskyni við skoðun kirkjunnar á samkynhneigð
að taka þátt í að reyna að setja heimsmet í hvísluleik á menningarnótt
að byrja í nýju námi
að vinna stíliseringu íslenskra karlmanna fyrir Ísafold
að taka þátt í fermingu (gegn eigin sannfæringu) litla bróður
að kenna ungum Osloarbúum coaching
að taka á móti Idu og jens Peter og svo Rasmus og co
að halda upp á afmælið í þórsmörk
að borga niður yfirdráttinn síðan í háskólanáminu
að kynnast fullt af nýju fólki sem sumt hefur farið í vinahópinn
að smfagna með bjarnalíusi útskrift hans úr LHI
og allt hitt.....

Prinsi tilbúinn fyrir nýtt ár með nýjum áskorunum, meiri gleði og fullt af jákvæðni

No comments: