Thursday, December 27, 2007

Jolin koma - jolin fara

Þá eru þessi jól brátt á enda.... og við á leið í Hafnafjörðinn, Borganesið býður betri tíma.

Þá eru íbúðarmálin komin á hreint, næsta mál á dagskrá er atvinnumálin. Prinsinn er að leita sér að vinnu. Þar sem prinsinn hefur ekki farið hefðbundna leið í skólagöngu reynist erfitt að setja hann í ákveðið box sem er reyndar svolítið skondið þar sem mikill hluti af menntuninni snérist um að hugsa út fyrir boxið :)

Jólin voru róleg, svona fyrir utan hið árlega jólaboð kannski - mjög gaman að sjá öll þessi andlit sem maður hefur jafnvel ekki séð síðan í síðasta jólaboði fyrir ári síðan og svo bætast alltaf ný andlit í hópinn. ég held að vinirnir verði bara fríðari með hverju árinu.

Yfir hátíðina hefur prinsinn meðal annars:
Farið í fýlu
Spilað við mömmu sína og litla bróður
Stungið sér í mannmergðina í Laugardalslaug
Fengið skitu eftir jólaboð
Skipulaggt þrettándaboðið
Velt fyrir sér hvaða gjöfum skal skipt
Velt fyrir sér hvaða gjöfum Bjarna skal skipt
Innréttað nýju íbúðina í huganum
Pakkað niður jólaskrautinu
Tárast yfir Hroka og hleypidómum

Prinsinn hefur verið upptekinn.....


Prinsi busy

No comments: