Thursday, May 29, 2008

Prinsinn vaknaður ur dvala

Prinsinn hefur nú jafnað sig á áfallinu eftir vonbrigðin á Bessastöðum. Hann hefur þó ekki jafnað sig á að ekki hefur enn borist bréf frá Bessastöðum með afsökunarbeiðni. Póstberinn á Kirkjuveginum virðist vera orðinn langþreyttur a Prinsa sem stekkur út á götu á hverjum degi íklæddur gömlum baðsloppi með útgrátin augu og særindi á sálinni. En nú er öldin aldeilis önnur. Hafnarfjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli um helgina og Prinsinn dubbar sig upp, tilbúinn að blása á kertin á afmælistertunni og æfir First lady upp til að veifa konunglega. Prinsinn og First lady munu svo standa á kirkjuveginum um helgina og veifa vegfarendum og þakka fyrir innlitið í kaupstaðinn.

Prinsi birthday boy

Monday, May 19, 2008

Prinsi mælir ut

Í dag mælir Prinsinn með:

Praktískum útskriftargjöfum - enga blómavasa.
Öllum litum á sokkabuxum nema bláum - kom hratt og fer hraðar.
Tilfinninga tengingu með smáhundum

Og ekki síst...

Leiksýningu í Garðabæ. Garðalundur frumsýnir í kvöld West side story í leikstjórn Bjarnalíusar.


Prinsi

Monday, May 5, 2008

Boðskortið fra Bessastöðum tyndist

Klukkan 08.00 var Prinsinn mættur út á völl, íklæddur Turkishbláum samfestingi, með stóran rósavönd og danska fánann. Von var á Fridriki krónprins, eða Frikka höfrungi eins og ég kalla hann, og Mary yndælu prinsessu. Prinsinn hafði sent fax út til hallarinnar og beðið Mary að vera í stíl þ.e.s að klæðast einhverju Turkishbláu....það yrði svona okkar eigið þema, við gætum svo haldið smá þema party á Bessastöðum með Dorit - hún er alltaf til í Turkishblátt party. Prinsinn rétt missti af konunglegu gestunum þar sem hann var að hrista sælgætissjálfsalann, orðinn eldrauður í framan með svitabletti á samfestingnum - allt af því að Haribo hlauppokinn festist í sjálfsalanum....Það átti að verða "Welcome gift" handa Frikka höfrungi.

Prinsinn þeyttist að sjálfsögðu út af flugvellinum og brunaði eftir Keflavíkurveginum á Pútunni sem var alskreytt danska fánanum. Þegar Prinsinn nálgaðist konunglegu bílalestina þeytti hann lúðrana í ofvæni og var stöðvaður af lögreglunni sem svo hélt honum örlitla stund þar sem Prinsinn leit ekki alveg út fyrir að vera konungborinn í sveittum samfestingi með rósir út um allan bíl og danska fánann flaggaðann á þakinu.

Hvað er lögreglumönnum kennt í Lögregluskóla ríkisins nú til dags, Prinsinum er bara spurn! Ætti ekki að slaka á kennslunni í að hrista hárlakksbrúsa og raddæfingum sbr. skrílslætin upp við Rauðavatn. Ætti ekki að leggja örlítið meiri áherslu á virðingu og auðmýkt við þá konungbornu - Prinsa er aftur spurn?

Prinsinn lét nú ekki einhverja stráklinga í leðurgalla með stjörnu Björns Bjarnasonar stöðva sig. Hann hélt beinust leið í höllina á Kirkjuveginum til að skipta um dress því halda skildi í hádegisverðaboðið á Bessastöðum, boðskortið gleymdist greinilega í pósti. íslandspóstur fer sömu leið og Lögregluskólinn. Þetta verður allt tekið í athugun um leið og hægist á samkvæmislífi Prinsa.

Nú var rétti tíminn til að skella upp kórónunni svo það færi ekkert á milli mála á Bessastöðum hver Prinsinn væri. Prinsinn skellti einnig upp rúbín hálskeðjunni og gulu samkvæmishönskunum. Pútan var í gangi fyrir utan. Upp í bíl og brunað á Bessastaði, yfir hringtorg, stöðvunarskyldur gleymdust...þó ekki sjoppan - Prinsinn þurfti pulsu " Skrifaðu þetta bara á Óla og Dorit".

Prinsinn tók hægri beygju inn á afleggjarann að Bessastöðum, nærri lentur út í skurði - upp að Bessastöðum og stökk út úr bílnum, rétt missti kórónuna og var stöðvaður við innganginn. Prinsinn ekki sáttur. Tók af sér gulu samkvæmishanskana og gaf lögregludrengnum eitt gott spark á viðkvæman stað. Honum var nær að líta ekki betur á gestalistann. Prinsi tók á rás og hljóp á bak við hús og laumaði sér inn um kjallaradyrnar þar sem hann gat náð andanum og skellt gulu samkvæmishönskunum upp aftur. Prinsinn rétt náði upp í andyri á Bessastöðum þegar heil hersveit, öllu heldur sérsveit tók á móti Prinsinum. Prinsi, léttur á fæti - þökk sé Boot-camp- stökk niður stigann, og út aftur - yfir túnið í átt að forsetabústaðnum. Aðaldyrnar læstar og sérsveitin á efir... Prinsi pakkaði kórónunni saman, margborgar sig að hafa gert kórónu úr bylgjupappa, og skreið inn um glugga og hljóp upp á efri hæð, inn um dyr, lokaði og læsti - allt fyrir konungsveldið. Prinsinn var staddur í fataherbergi Doritar, hrein paradís þar sem Prinsinn þurfti nú nýtt dress fyrir næstu atlögu. Prinsinn dró fram gullna dragt aftarlega af slánni, skellti sér í hana, náði þó ekki að renna upp...helv Boot-camp og sprayaði svolítið Chanel nr.5 á sig.

Úr því að Stjörnur Björns Bjarnasonar stóðu í vegi fyrir hápunkti samkvæmislífs Prinsa þá varð hann að venda sér yfir í plan B (B stendur fyrir Bo Halldórs - en það er allt önnur saga.) Plan B var að taka á móti Frikka höfrungi og Mary yndælu prinsessu við Áslandsskóla í póstnúmeri 220. Pútan úti og Prinsi kominn í gull - ávísun á velgegni.

Plan B (Bo Halldórs) var stöðvað á Álftanesveginum af Trukkabílstjórum sem höfðu fengið of mikinn piparúða á sig upp við Rauðavatn og voru nú orðnir ringlaðir yfir afhverju þeir voru að mótmæla - þeir höðu sem sagt gengið til liðs við sérsveit Björns Bjarnasonar. Prinsinn var dreginn öskrandi út úr Pútunni, hálfur í of þröngu gulldressi með rifna kórónu. Fyrsti dagur heimsóknar Friðriks Krónprins og Mary indælu krónprinsessu endaði fyrir Prinsinn upp í gám á trukk.

Það er þó þrír dagar eftir af heimsókninni

Prinsi fúll og bitur út í Björn Bjarnason

Thursday, May 1, 2008

Jan Terri

Þetta verða allir að sjá minnst einu sinni - http://youtube.com/watch?v=dZ94vnmvPrw


Prinsi kitlar hláturtaugarnar

Og það er fjör, og það er fjör....

Prinsinn er á blússandi ferð í félagslífinu, aldeilis verið að dusta rykið af samkvæmisklæðnaðinum og skreyta hin ýmsu boð með konunglegum elegance. Dagskráin hefur verið þétt síðastliðna viku með heil sex matarboð.... Það er alveg spurning um að drífa sig í Boot-camp!


Prinsi vel mettur