Tuesday, October 7, 2008

Enga eymd, ekkert volæði

Góðan daginn kæru landar

Nú er um að gera að hrista af sér slenið og skipuleggja hversdagsleikann upp á nýtt. Það þýðir ekkert að leggjast í volæði og eymd - Það skiptir máli halda sér á floti og endurskoða lífsgildi sín. Það er margt sem hægt er að gera þó svo að kreditkortið sé klippt, þjónusturáðgjafinn í bankanum sé í áfallahjálp og flugmiðinn á árshátíðina í London sé rifinn.

Hér eru nokkur dæmi um það sem hægt er að gera án þess að setja þurfi á raðgreiðslur.

1. Endurnýja bókasafnskortið - fullt af fínum dvd diskum leigðir út á lágmarksverði
2. Dusta rykið af vöfflujárninu og bjóða heim í kaffi
3. Endurnýta skóskápinn með skóaburði og pússun
4. Draga fram Matador og öll hin 80´spilin
5. Skipuleggja ættarmót
6. Stunda jarðarfarir
7. Fylgjast með Ragnheði Steinunni og Jónsa á sjónvarpsskjánum
8. Demba sér í að skrifa fjölskyldusöguna
9. Föndra jólagjafir
10. Glugga í draumaráðningarbækur og lesa Öldina okkar

Friday, September 26, 2008

Teiti og boð

Eg er mikill aðdáandi Stefan´s og þykir fátt skemtilegra en að þyggja leiðbeiningar frá honum. Þar sem ég er á leið í starfsmanna "teiti" í kvöld leitaði eg ráða hjá honum um hvað ber að varast og hvað sé mikilvægt að huga að fyrir slík boð.

Stefan tjáði mér að nauðsynlegt sé að þyggja slík boð, sérstaklega ef yfirmaðurinn hefur boðað komu sína, hvað þá heldur ef boðið er haldið heima hjá yfirmanni. Hverskyns boð og teiti eru eitt af áhugmálum hans enda er hann mikill áhugamaður um fagmannlega hvítvíns"smökkun". Hann leggur þó ekki lið sitt við teiti sem líkjast tvítugsafmælum á skemtistaðabúllum þar sem leigður er lítill bjórkútur fyrir þá sem mæta fyrst. Hvað þá heldur fimmtugsafmæli með kerlingum sem klæðast sama dressi og þegar yngsta barnið fermdist, rúllandi á gólfinu a eftir eiginmönnunum sem hlaupa undan með drykk í hendi, guðs lifandi fegnir að fá tækifæri á að bragða áfengi á meðal fólks. Fimmtugsafmælin geta þó verið Smart með vel útilátnum opnum bar og passlega Léttum pinnamat - Opni barinn missir þó allan Sjarmann þegar of stórar majones brauðsnyttur eru á boðstólnum eða pappaskálar á borðum með hnetum sem gestir kunna ekki einu sinni að bera fram nafnið á.


Eins og áður hefur komið fram hefur Stefan skoðanir, ekki síst á samkundum sem þessum þ.e.s starfsmanna "teitum". Hér skal þó stiklað á stóru yfir hans helstu ráð.

Nauðsynlegt er að þakka fyrir boðið og tillkynna komu sína, gott er að hafa hnittna spurningu sem neyðir viðkomandi til að svar hvort ekki sé Léttvín í boði án þess þó að gefa upp of mikið um "Reynslu" sína í Léttvínssmökkun.

Mikilvægt er að klæða sig eftir tilefni og Gullna reglan er þessi: Frekar "overdressed" en "underdressed".

Ef svo ílla vill til að makar séu velkomnir, þá skal gott fordæmi sýnt og afþakkað boðið fyrir makann þar sem hann er staddur erlendis.

Það er ekki virðing við gestgjafann að mæta stunvíslega, gætir lent í að þurfa aðstoða við að bera fram pinnamatinn og skenkja í glös. Þó skal ekki mætt of seint. Það er nauðsynlegt að fá andlit sitt fest á filmu meðan boðið er enn Smart - það eru þær myndirnar sem sýndar verða á innri vef fyrirtækisins á mánudeginum.

Gott er að mæta með litla pena gjöf handa gestgjafanum en þó ber að varast að leggja of mikinn pening út fyrir slíku þar sem gestgjafinn mun örugglega ekki muna hver kom með gjöfina. Frekar skal sett nokkrar extra krónur í eina góða Chablis eða Chardoney og dreypa á heimavið fyrir boðið.

Það borgar sig ekki þegar komið er í boðið að spyrja hvort skal farið úr skónum. Þó að þú sért ekki áskrifandi af táfýludjöflinum þá getur þú bókað að aðrir eru í langtímaáskrift. Taktu það sem sjálfsagðan hlut að ekki sé kastað af sér lakkskónum.

Þegar inn er komið skaltu heilsa gestgjafanum og kast á hann litlu yfirborðshrósi og heilsa nærstöddum með handabandi eða koss á kinn. Öðrum skal heilsað með því að kinka kolli og brosa örlítið. Þó gæti nægt að brosa með augunum til sumra þ.e.s þeirra sem ekki verðskulda nærveru þína.

Taktu þér góðan tíma áður en þú sest. Ef sest er á fyrsta besta kollinn gæti það merkt að þú bærir ekki næga virðingu fyrir sjálfum þér og komið þér í vandræði þar sem þú hefur ekki ákvörðunarvaldið um hvaða ónytjungur sest við hlið þér. Gott er að finna sér stað þar sem þú getur boðið ðahugaverðum deildarstórum að tylla sér hjá þér: Einnig er afar mikilvægt og ætti ekki að þurfa taka fram að þú skal ekki vera langt frá áfyllingardeildinni, þó skaltu ekki setja flösku á borðið og gefa þannig til kynna að blautrassarnir sem verða með angistarsvipinn á mánudeginum setjist hjá þér.

Ef yfirmaður fer snemma skaltu grípa tækifærið og verða honum samferða út (þú átt enn Chablis flöskuna heima). Annars er gott viðmið að láta sig hverfa þegar dömurnar eru farnar að dansa berfættar og röð komin á klósettið.



Ég hef engar áhyggjur af boðinu í kvöld með þessar leiðbeiningar í fararteskinu.
Bestu kveðjur og góða helgi,
F.

Thursday, September 25, 2008

Stefan hefur skoðun a "Facebook"

Nú hef ég verið meðlimur á Facebook í næstum heila viku, það hafa því miður nokkrar klukkustundirnar farið í slugs á Andlitabókinni.

Stefan hefur skoðanir á þessum samskiptavef og telur að margir geti haft not fyrir að velta þessum hugleiðingum hans vel fyrir sér.

1. Aldrei að gleyma að skrá þig reglulega út - ekki hafa þessa síðu opna allan daginn. Það er ekki uppliftandi fyrir mannorð þitt og nauðsynlegt er að gefa til kynna að þú hafir margt annaðvið dýrmætan tíma þinn að gera en að tæla til þín ókunnuga og kalla þá vini.

2. Veldu vandlega þær myndir sem þú setur af sjálfum þér inn á þessa síðu. Það þarf ekki fleir orð um þetta ráð.

3. Athugaðu hvaða hópa þú leggur nafn þitt við og skoðaðu hversllags fólk hefur skráð sig í viðkomandi hóp. Þú skalt vera samfélagslega ábyrgur en þó ekki með of sterka skoðun og aldrei að leggja nafn þit við aðdáendahópa líkt og: "I love mom", "Ætla á óliver um helgina" o.s.frv.

4. Vandaðu málfar þitt og vertu öðrum til fyrirmyndar um íslenska málnotkun. Þar sem þú ert mikill heimsborgari og hefur safnað þónokkru magni af erlendum "vinum" getur það reynst nauðsynlegt að tjá sig á erlendu máli, þá er mikilvægt að hafa orðabók við hönd og fletta upp góðum og gildum enskum orðum. Það er ágætt ef viðtakandi þarf einnig að fletta upp orðinu til að skilja þig.

5. Það ber að forðast að svara póstum og vinabeiðnum um leið og það berst í innhólfið (sjá punkt 1.)

6. Ef gamlir skólafelagar setja sig í samband og bjóða aðgang að Barnalandi. Þá þakkar þú pent fyrir og gefur til kynna að þú sért nýkominn til landsins og sért mikið á ferð og flugi vegna viðskipta - þannig forðast þú Barnalands boðskort.

7. Ef þú hefur sterka þörf á að breyta svokölluðum "status" á þinni síðu, þá skal ekki slengja fram ódýrum settningum á borð við: "Þreyttur", "Djamm", "Bumbulína er á leið í heimsókn", "Pizzan á leiðinni", "Hlakka til að sofa" o.s.frv. Frekar skal tekið fram að þú sért á leið í Joga og ætlir í einn SojaChai á efir eða sért að fletta Travel tímaritum, nú eða jafnvel að þú sért að bíða eftir samtali við Eyjólf í Epal.

8. Það er misjafnt hversu marga "vini" fólk virðist eiga á samskiptasíðunni. Stefan mælir með að fólk reyni að halda sér á milli 200 og 400 vina. Það gefur til kynna að þú sért vel tengdur en takir ekki við öllu hyskinu.

9.Afmælisdagbókina, hægra megin á síðunni má nota. Það er þó mun betra að finna símanúmerið hjá viðkomandi afmælisbarni og senta pen textskilaboð. Það gefur til kynna að þú sért með alla afmælisdaga á hreinu og ekkert fari fram hjá þér. Með því að senda póst í gegn um síðuna ertu ekkert öðruvísi en hver annar og alls ekkert sérstakur.

10. Af öllum mætti skal forðast umræðu um samskiptavefinn í hverskyns boðum og teitum.

Stefan

Stefan mælir með...

í dag mælir Stefan með:

- Hringja í vini sem hafa ekki látið heyra frá sér í furðu langan tíma og skella á - þegar þeir svo hringja til baka þá mælir Stefan með að láta hringja út og sýna þannig hversu upptekinn þú ert.

- Nú fer að líða að helgi og sumir jafnvel farnir að plana heimsókn í Ríkisbúlluna, þurrir í hálsinum. Stefan mælir með að leggja bílnum, nýþveggnum auðvitað, á bílastæði nærliggjandi verslana til að forðast dóm annarra - leyfir þér líka að dæma aðra enn harðar.

- Stefan mælir með að þú gangir ekki beint að sama rekka og vanalega, í Ríkisbúllunni, til að hrifsa til þín ódýra hvítvínsdúnkinn heldur biðjir um fagmannlega aðstoð með spurningum líkt og: "Ég er með lítið boð, langar að bjóða upp á eitthvað...." eða segir frekar hátt: "Ég kem svo sjaldan hingað, ég veit varla að hverju ég er að leita".

-Stefan mælir með lituðum kubbakertum úr Tiger fyrir öll litlu heimilisboðin - þannig má lífga upp á annars mjög þunglindisleg fjölskylduboð. Þó ber að varast að trítla út a götu með merktan poka - mun betra og gefur þér punkta í smart-kladdann að taka með poka úr örlítið fínni verslunarkeðju.

-Til að fullkoma helgina er nauðsynlegt að láta sjá sig á nokkrum stöðum og gefa þannig til kynna að þú lifir innihaldsríku lífi og sért ákaflega félagslega vel tengdur. Ef þú ert upptekinn með gúrkumaskann og frek börn þá nægir þér að versla í Hagkaup Kringlunni á föstudegi, taka stuttan göngutúr við vinsælt bílastæði í Heiðmörk á laugardagsmorgni og panta svo eitt léttvínsglas á stað í miðborginni á laugardagseftirmiðdegi - það þýðir ekki að sulla yfir sig öli á kjallaraknæpunni, það sér þig engin þar. Skildu gríslingana eftir í Hallargarðinum, þú getur bundið þau við runna ef þörf þykir. Það eru alls ekki rétt skilaboð að drösla óvitunum inn á kaffihús - það gefur ekki þau skilaboð að þú lifir innihaldsríku lífi með stjórn á hlutunum. Með þessum þrem stoppum er hægt að bjarga sér um helgar og þú getur þá leyft þér að liggja heima í gamla jogginginu - mundu bara að svara ekki símanum þegar þú liggur heima.

Stefan lætur hér við sitja í dag, beinn í baki, og óskar ykkur öllum góðrar helgar.

Wednesday, September 24, 2008

Rassahringekja

Nú rembist maður við að halda ser við efnið og drita niður nokkrum vel völdum orðum hér a bloggið góða. Það er ekki alltaf auðvelt, stundum er ég svo pikkfastur í eigin egói að ég se ekki út - afleiðingar þessa eru þær að ég veltist um í hugsunum og kem engu fra mer, sípælandi hvað aðrir halda um mig, hvað mynd aðrir fá af mer o.s.frv. Ekki góður staður að vera á, að vera a bólakafi upp í rassgatinu a sjálfum sér að maður sér ekki það sem er að gerast í kringum sig.

Kikjum út úr rassgatinu öðru hvoru!

F.

Tuesday, September 23, 2008

Facebook

Ég hef staðið fast á því að ég hef ekkert að gera við Facebook - það yrði einungis tímaeyðsla fyrir mig og ég hafði fullkomlega á réttu að standa.

First lady birtist á föstudaginn brosandi út að eyrum og tilkynnti formlega að hann hefði nú búið til Facebook síðu fyrir mig. Úr því að hann var svona einstaklega stoltur og ánægður yfir þessu sköpunarverki sínu þá gat ég nú ekki annað en kíkt aðeins inn á Veraldavefinn og kannað þetta Facebook þema. Í stuttum orðum þá hef ég ekki slitið mig frá tölvuskjánum þar sem ég hef nú stundað ítarlega vinaleit í þrjá sólarhringa. Ég hrópa reglulega yfir kotið í kjallaranum þegar ég hef náð upp í næsta tug af vinum.

Ég get ekki sagt að ég sé stoltur yfir "aðgerðaleysi" mínu síðustu daga en þetta hefur veitt mér vissa fullnægju meðan á stóð.


Annars er það að frétta að eymd í hálsinum er afleiðing þess að syngja hástöfum í gleðskap - ef það skildi gagnast einhverjum í fyrirbyggjandi aðgerðum.

F.

Wednesday, September 17, 2008

Jamm - þá er Prinsinn mættur

Þá er sumarfríið á enda og prinsinn byrjaður að blogga að nýju. Viðburðaríkt sumar er á enda og hér skal stiklað á stóru yfir viðburði sumarsins.

Prinsinn hefur m.a.
-Flogið til Grænlands ásamt stórum hópi eldri borgara frá Selfossi.
-Smakkað hvalagúllaskássu - mæli ekki með henni.
-Glatt nokkra Grænlendinga yfir "casual dressed outfitti" þegar Prinsinn birtist í támjóu skónum, þröngu gallabuxunum með flugfreyjutöskuna ekki alveg viðbúinn klukkustundargöngu á möl.
-Drukkið ótæpilega af kampavíni í niðursveiflu krónunnar.
-Skipulagt sitt eigið 140 manna, tveggja daga brúðkaup með tveggja vikna fyrirvara.
-Fengið nett hláturskast á skrifstofu sýslumanns.
-Staðfest samvist sína með First lady.
-Farið á Íslendingaslóðir....á Krít.
-Styrkt Eyjólf í Epal.
-Sparkað útlenskum vinum í almenningssturtu í sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri - sem aldrei hafa farið í almenningssturtu.
o.s.frv.

Prinsi í haustlitum

Thursday, June 5, 2008

Og þa var katt i höllinni, höllinni, höllinni....

Nú er aldeilis kátt í höllinni - Prinsinn hefur tekið verkefnastjórnunina föstum tökum og stýrir undirbúningnum að sínu eigin brúðkaupi.



Prinsi, brátt giftur maður

Thursday, May 29, 2008

Prinsinn vaknaður ur dvala

Prinsinn hefur nú jafnað sig á áfallinu eftir vonbrigðin á Bessastöðum. Hann hefur þó ekki jafnað sig á að ekki hefur enn borist bréf frá Bessastöðum með afsökunarbeiðni. Póstberinn á Kirkjuveginum virðist vera orðinn langþreyttur a Prinsa sem stekkur út á götu á hverjum degi íklæddur gömlum baðsloppi með útgrátin augu og særindi á sálinni. En nú er öldin aldeilis önnur. Hafnarfjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli um helgina og Prinsinn dubbar sig upp, tilbúinn að blása á kertin á afmælistertunni og æfir First lady upp til að veifa konunglega. Prinsinn og First lady munu svo standa á kirkjuveginum um helgina og veifa vegfarendum og þakka fyrir innlitið í kaupstaðinn.

Prinsi birthday boy

Monday, May 19, 2008

Prinsi mælir ut

Í dag mælir Prinsinn með:

Praktískum útskriftargjöfum - enga blómavasa.
Öllum litum á sokkabuxum nema bláum - kom hratt og fer hraðar.
Tilfinninga tengingu með smáhundum

Og ekki síst...

Leiksýningu í Garðabæ. Garðalundur frumsýnir í kvöld West side story í leikstjórn Bjarnalíusar.


Prinsi

Monday, May 5, 2008

Boðskortið fra Bessastöðum tyndist

Klukkan 08.00 var Prinsinn mættur út á völl, íklæddur Turkishbláum samfestingi, með stóran rósavönd og danska fánann. Von var á Fridriki krónprins, eða Frikka höfrungi eins og ég kalla hann, og Mary yndælu prinsessu. Prinsinn hafði sent fax út til hallarinnar og beðið Mary að vera í stíl þ.e.s að klæðast einhverju Turkishbláu....það yrði svona okkar eigið þema, við gætum svo haldið smá þema party á Bessastöðum með Dorit - hún er alltaf til í Turkishblátt party. Prinsinn rétt missti af konunglegu gestunum þar sem hann var að hrista sælgætissjálfsalann, orðinn eldrauður í framan með svitabletti á samfestingnum - allt af því að Haribo hlauppokinn festist í sjálfsalanum....Það átti að verða "Welcome gift" handa Frikka höfrungi.

Prinsinn þeyttist að sjálfsögðu út af flugvellinum og brunaði eftir Keflavíkurveginum á Pútunni sem var alskreytt danska fánanum. Þegar Prinsinn nálgaðist konunglegu bílalestina þeytti hann lúðrana í ofvæni og var stöðvaður af lögreglunni sem svo hélt honum örlitla stund þar sem Prinsinn leit ekki alveg út fyrir að vera konungborinn í sveittum samfestingi með rósir út um allan bíl og danska fánann flaggaðann á þakinu.

Hvað er lögreglumönnum kennt í Lögregluskóla ríkisins nú til dags, Prinsinum er bara spurn! Ætti ekki að slaka á kennslunni í að hrista hárlakksbrúsa og raddæfingum sbr. skrílslætin upp við Rauðavatn. Ætti ekki að leggja örlítið meiri áherslu á virðingu og auðmýkt við þá konungbornu - Prinsa er aftur spurn?

Prinsinn lét nú ekki einhverja stráklinga í leðurgalla með stjörnu Björns Bjarnasonar stöðva sig. Hann hélt beinust leið í höllina á Kirkjuveginum til að skipta um dress því halda skildi í hádegisverðaboðið á Bessastöðum, boðskortið gleymdist greinilega í pósti. íslandspóstur fer sömu leið og Lögregluskólinn. Þetta verður allt tekið í athugun um leið og hægist á samkvæmislífi Prinsa.

Nú var rétti tíminn til að skella upp kórónunni svo það færi ekkert á milli mála á Bessastöðum hver Prinsinn væri. Prinsinn skellti einnig upp rúbín hálskeðjunni og gulu samkvæmishönskunum. Pútan var í gangi fyrir utan. Upp í bíl og brunað á Bessastaði, yfir hringtorg, stöðvunarskyldur gleymdust...þó ekki sjoppan - Prinsinn þurfti pulsu " Skrifaðu þetta bara á Óla og Dorit".

Prinsinn tók hægri beygju inn á afleggjarann að Bessastöðum, nærri lentur út í skurði - upp að Bessastöðum og stökk út úr bílnum, rétt missti kórónuna og var stöðvaður við innganginn. Prinsinn ekki sáttur. Tók af sér gulu samkvæmishanskana og gaf lögregludrengnum eitt gott spark á viðkvæman stað. Honum var nær að líta ekki betur á gestalistann. Prinsi tók á rás og hljóp á bak við hús og laumaði sér inn um kjallaradyrnar þar sem hann gat náð andanum og skellt gulu samkvæmishönskunum upp aftur. Prinsinn rétt náði upp í andyri á Bessastöðum þegar heil hersveit, öllu heldur sérsveit tók á móti Prinsinum. Prinsi, léttur á fæti - þökk sé Boot-camp- stökk niður stigann, og út aftur - yfir túnið í átt að forsetabústaðnum. Aðaldyrnar læstar og sérsveitin á efir... Prinsi pakkaði kórónunni saman, margborgar sig að hafa gert kórónu úr bylgjupappa, og skreið inn um glugga og hljóp upp á efri hæð, inn um dyr, lokaði og læsti - allt fyrir konungsveldið. Prinsinn var staddur í fataherbergi Doritar, hrein paradís þar sem Prinsinn þurfti nú nýtt dress fyrir næstu atlögu. Prinsinn dró fram gullna dragt aftarlega af slánni, skellti sér í hana, náði þó ekki að renna upp...helv Boot-camp og sprayaði svolítið Chanel nr.5 á sig.

Úr því að Stjörnur Björns Bjarnasonar stóðu í vegi fyrir hápunkti samkvæmislífs Prinsa þá varð hann að venda sér yfir í plan B (B stendur fyrir Bo Halldórs - en það er allt önnur saga.) Plan B var að taka á móti Frikka höfrungi og Mary yndælu prinsessu við Áslandsskóla í póstnúmeri 220. Pútan úti og Prinsi kominn í gull - ávísun á velgegni.

Plan B (Bo Halldórs) var stöðvað á Álftanesveginum af Trukkabílstjórum sem höfðu fengið of mikinn piparúða á sig upp við Rauðavatn og voru nú orðnir ringlaðir yfir afhverju þeir voru að mótmæla - þeir höðu sem sagt gengið til liðs við sérsveit Björns Bjarnasonar. Prinsinn var dreginn öskrandi út úr Pútunni, hálfur í of þröngu gulldressi með rifna kórónu. Fyrsti dagur heimsóknar Friðriks Krónprins og Mary indælu krónprinsessu endaði fyrir Prinsinn upp í gám á trukk.

Það er þó þrír dagar eftir af heimsókninni

Prinsi fúll og bitur út í Björn Bjarnason

Thursday, May 1, 2008

Jan Terri

Þetta verða allir að sjá minnst einu sinni - http://youtube.com/watch?v=dZ94vnmvPrw


Prinsi kitlar hláturtaugarnar

Og það er fjör, og það er fjör....

Prinsinn er á blússandi ferð í félagslífinu, aldeilis verið að dusta rykið af samkvæmisklæðnaðinum og skreyta hin ýmsu boð með konunglegum elegance. Dagskráin hefur verið þétt síðastliðna viku með heil sex matarboð.... Það er alveg spurning um að drífa sig í Boot-camp!


Prinsi vel mettur

Wednesday, April 30, 2008

Heja Danmark!

Prinsinn hoppar hæð sína í dag. Koma krónprinsins og krónprinsessunnar hefur verið staðfest - þau lenda 5 maí.


Prinsinn og First lady bjóða Fredrik og Mary Donaldson hjartanlega velkomin - okkar heimili er ykkar heimili, velkomin á Kirkjuveginn.


Prinsi - bláa blóðið rennur

Monday, April 28, 2008

Hið ljufa konunglega lif

Prinsinn hefur ómælda ánægju af matarboðum, sérstaklega ef vel er lagt á borð. Það var ein slík veisla um helgina, vantaði þó hvíta borðdúkinn og hásætið...

Hér sjást myndir fyrir matarboð og eftir matarboð - ekki alltaf jafn glæsilegt....




Prinsi veisluglaði

Ekkert nesti - engin gleði



Prinsinn er úrvinda eftir öflugt félagslíf síðustu daga.

Prinsinn byrjaði með að kveðja veturinn með spilakvöldi á Kirkjuveginum - First lady var öflugur með spilastokkinn og góðir gestir kíktu við og tóku í spil með íbúum konungsríkisins að Kirkjuvegi.

Sumrinu var heilsað með eftirmiðdagsgöngu upp á Keili. Prinsinn var vakinn og skellt í ballettskóna og drifinn suður með sjó - nú skildi aldeilis koma konunglega blóðinu á hreyfingu...Ekki seinna vænna ef Prinsinn á að geta troðið sér í neonbleiku stuttbuxurnar. Gengið var yfir úfið hraunið og Prinsinn komst að þeirri leiðinlegu staðreynd að nestið hafði gleymst...jafnvel gleymst að kaupa nestið. Prinsinn hélt þó áfram, tipplandi á balletskónum yfir hraunið með ekkasog yfir gleymdu nesti. Þurrar döðlur teljast ekki nesti sem hentar Prinsinum. First lady skokkaði aftur á móti hress yfir hraunið, klæddur til að klífa Everest og sönglaði hástöfum" Við göngum svo léttir í lundu því lífsgleðin blasir oss við...." Gott teymi!

Prinsi göngugarpur

Tuesday, April 22, 2008

Esjaaan



Já nú er aldeilis komið að því. Fyrsta Esjugangan er plönuð eftir tvær vikur þ.e.s Þriðjudagurinn 6. maí. Uppáferðinni hefur verið seinkað um hálftíma. Það verður lagt af stað klukkan 18.30. Endilega látið boð berast.

Prinsinn sendir tölvupóst á þá sem vilja til áminningar.

Túttílú

Prinsi kominn í stígvélin

Wednesday, April 16, 2008

Esjan kallar

Svífur yfir Esjunni sólroðið ský....

Diljá hin fagra spurðist fyrir um Esjugönguna. Esjugangan er enn á planinu um leið og vorhreingerningin er afstaðin þ.e.s þegar snjórinn er að öllu horfin úr hlíðum Esjunnar og bjart er orðið nógu lengi til að skottast upp fjallshlíðarnar.

Planið er fyrir þá sem ekki vita er að hittast á þriðjudagskvöldum í vor og sumar við Esjurætur klukkan 18.00 og tölta upp á Esju. Komi þeir sem vilja, eins oft og þeir vilja og á þeim hraða sem þeir vilja. Málið er bara að njóta kvöldgöngunnar í góðum hópi - hreyfing og gleði, getur ekki orðið betri kokteill á þriðjudagskvöldum.


Annarskonar hópefli sem er á sumardagskránni er útileikir. Eina til tvær kvöldstundir í mánuði er hittingur miðsvæðis í borginni og farið í góða og gilda leiki s.s eina krónu, stórfiskaleik, fallin spýta o.s.frv. Allir velkomnir.


Prinsi teambuilder


p.s. Nú er Prinsinn að leita eftir gömlum slæðum, beltum, handtöskum, hárskrauti og skartgripunum. Alltaf að skapa. Þeir sem luma á slíku góssi og vilja styrkja konungsríkið, þá tekur Prinsinn mjög gjarnan við slíkum framlögum og býður ekki bara innleggsnótu í speltvöfflur á Kirkjuveginum heldur bætir um betur og býður nýkreistan ávaxtasafa með til að skola niður dýrindis vöfflunum.

Tuesday, April 15, 2008

Prinsinn, Þorhallur og Bette Midler

Prinsinn varð örlítið andlaus í kvöld eftir að hafa notað orkuna í að andskotans yfir stöðnun Kastljóss. Því varð úr að Prinsinn skellti sér á hin konunglega fák og hjólaði af stað ásamt Bette Midler, Dionne Washington, Dolly Parton og fleiri góðum vinum. Prinsinn og vinirnir hjóluðu yfir holt og hæðir, sem er mjög auðvelt að segja um Fjörðinn og sungu hástöfum til að yfirgnæfa óhljóðin í ósmurðri keðjunni á hjólafáknum. Að endingu, þar sem Prinsinn stóð lafmóður fyrir framan klaustrið færðist andinn yfir Prinsinn og hann hélt heim á leið til að vesenast með nýjustu hugmynd sína, uppfullur af sköpunargleði og löngu búinn að gleyma Þórhalli í Kastljósinu.

Prinsi skapandi himins og jarðar


p.s - Ef þið lumið á skartgripum, hálfum eða heilum sem þið hafið ekki hugsað ykkur að nota framvegis þá þyggur Prinsinn það með þökkum og gefur innleggsnótu í spelt vöfflur á Kirkjuveginum í staðinn.

í dag er dagurinn

Í dag mælir Prinsinn með:

Að ljúka því sem er óklárað s.s þvotturinn sem hangir á snúrunni, talan sem er laus á buxunum, gluggapósturinn sem á eftir að fara í bókhaldið o.s.frv.

Að hringja í ömmuna og/eða afann - getur gert vikuna þeirra enn betri.

Að tjá væntumþykju sína til einhvers sem hefur ekki heyrt það lengi.

Að gefa sér örlítinn tíma til að minnast þess sem maður hefur áorkað og örlítið minni tíma í að veltast og væla.

Að loka einhverju máli sem hefur truflað mann í x langan tíma.

Að setja sér jákvætt markmið fyrir vikuna.

Að anda að sér fersku lofti....og njóta þess.

Að fara snemma að sofa og eiga góða morgunstund með kertaljós og góða tónlist.

Að ögra sjálfum sér.

Að prófa að bursta tennurnar á annan hátt en gert er venjulega.

Að finna að maður sé lifandi mannvera sem hefur val og tekur meðvitaðar ákvarðanir.



Prinsi í uppsveiflu

Wednesday, April 9, 2008

Litlir sigrar...

Prinsinn hefur haft nóg fyrir stafni undanfarna dag, hefur m.a

- Haldið áfram með úttekt á sundstöðum stórborgarsvæðisins
- Fundið fyrir minnimáttartilfinningu
- Setið á skólabekk í stjórnmálaskóla stjórnmálaflokks
- Fengið misgóðar viðskiptahugmyndir
- Komið allt of seint í afmæli og tekið sér stöðu húrra stjóra
- Þýtt norskt barnaleikrit
- Dottað yfir fyrirlestri Al Gore, þegar ég var búinn að missa alla von um að Dorrit ezkan væri á svæðinu
- Farið á tango námskeið fyrir karlmenn
- Fengið barnafjölskyldur í brunsh og lesið barnabók fyrir viðstadda þ.e.s foreldrana
- Setið út á verönd og skoðað eigin markmið með tilheyrandi niðurgangi og uppgangi
- Drukkið "einu" glasi of mikið af hvítvíni með tilheyrandi afleiðingum daginn eftir
- Farið í matarboð til Yndisauka - maður kemur ekki að tómum kofanum hjá eigendum veisluþjónustu
- Svitnað á útsölu hjá heildsölu og prúttað
- Horft á vel valda þætti af Aðþrengdum eiginkonum
- Skellt sér á sýningu hjá Þjóðleikhúsinu á Sá ljóti
- Fundið nýtt uppáhaldskaffihús í menningarborginni
- Fræðst um tilgang verkefnisins Kindur.is

...Já Prinsinn hefur ekki setið alveg aðgerðalaus síðustu daga!


Prinsi

Wednesday, April 2, 2008

Hver er afstaðan?

Þar kom að því. Eftir létt matarboð í gærkvöldi og smá rauðvínsslettu ákvað Prinsinn að nú væri rétti tíminn til að starta aftur í Boot-camp og dressaði hann sig því upp í morgun, skellti Nike skikkjunni yfir axlirnar og kórónunni á höfuðið og leyfði First lady að draga sig út í Pútuna.

Trukkabílstjórar sáu til þess að Prinsinn kæmist ekki í þetta embættisverk sitt. Það var allt stopp frá Kópavogsbrúnni í báðar áttir. Prinsinn brosti út í annað og slakaði vatnsbrúsanum ofaní tösku. Prinsinn og First lady ákváðu að taka þátt í þessum mótmælum, með glöðu geði - höfðum þó tækifæri á að snúa við en í stað þess að snúa við, drápum við á bílnum og hlustuðum á útvarpið í klukkustund. Í rauninni var ég hissa á hversu margir reyndu að stytta sér leið á einhvern hátt, jafnvel að aka yfir skurð á milli brautanna. Greiðir þetta fólk ekki sitt bensín sjálft, mér er spurn? Ég skil reyndar ef fólk hefur þurft nauðsynlega að komast í tíma hjá lækni o.þ.h en aðrir? Afhverju ekki að leyfa þessum mótmælum að hafa áhrif á samfélagið og sýna þannig samstöðu. Ég hrífst af fólki sem þorir og velur að taka afstöðu til mála og ég dáist að trukkabílstjórum fyrir að sýna samstöðu og þannig sýna fyrir hverju þeir eru tilbúnir að berjast fyrir þegar þeir telja ekki á sig hlustað. Að mínu mati erum við Íslendingar löt í að sýna fyrir hvað við stöndum - við látum valta yfir okkur og jafnvel nennum við ekki einu sinni að setja okkur inn í málin og þannig forðast það hlutverk að vera ábyrgur samfélagsþegn. Við lokum okkur af í okkar eigin litla "búri" og sleppum að huga að heildarmyndinni.

Að sjálfsögðu tel ég það ekki vera lausn allra vandamála að hefja mótmælaaðgerðir - en hvað skal gera þegar maður upplifir að ekki sé hlustað á skoðanir manns. Er það bara: "Já takk, ég reyni bara aftur síðar."?

Og hvers vegna hafa olíufélögin efni á að gefa slíkan afslátt af bensíni og díselolíu í dag og raunin er. N1 auglýsti 25 krónu afslátt af bensínlítranum í dag meðan byrgðir endast. Var þetta bensín keypt í einhverri heildsölunni?

Nú hefur Prinsinn ekki séð sér fært að taka hagfræðikúrsana né heldur viðskiptafræðinámskeiðin í kvöldskólanum en mín almenn kunnátta og tilfinning segir mér að hér sé verið að plata mig. Í dag hef ég fylgst með fólki flykkjast á besnínstöðvarnar og fylla tankinn með afslætti. Þessum sama afslætti sem það hefur þegar borgað sjálft fyrir með eilífum hækkunum á bensínverði. Þannig að við sýnum í verki að við erum þakklát fyrir afsláttin, við sýnum aftur á móti ekki í verki þegar við erum ósátt... förum samt og fyllum tankinn. Það verður engin aukning í notkun á almenningssamgöngum né heldur sér maður fleiri hjól dregin út úr bílskúrnum. Við látum líkt og við séum kúguð þjóð - erum við það?


Prinsi til í slaginn

Monday, March 31, 2008

Formleg heimsokn a Suðurlandið




Sunnudagur til sælu - First lady og Prinsinn brunuðu yfir Hellisheiðina í gær - rómantísk ferð á Suðurlandið. Pútan var hituð upp,sólgleraugun pússuð, bílbeltin spennt og Eurovison diski var skellt í tækið. Hveragerði var fyrsta stopp - það þurfti auðvitað að skrifa nokkur póstkort og senda á vini og ættingja í höfuðborginni...það er ekki á hverjum degi sem konungsfjölskyldan fer út fyrir stórborgina ef frá er talið póstnúmer 220. Ætlunin var að fara í blautbolskeppni á þvottaplaninu við hið víðfræga Fossnesti á Selfossi og renna þvottakústunum yfir pútuna samtímis. Það er enn vetur á suðurlandsundirlendinu með snæviþökktum þvottaplönum og því varð engin blautbolskeppni í þessari ferð. Sundlaug Selfoss var þó heimsótt og trýtluðu Prinsi og First lady á milli heitu pottana í dágóða stund eða þangað til brunað var á Eyrabakka. Á Eyrabakka stóð valið á milli þess að fá sér göngutúr í fjörunni sem var uppástunga First lady eða gúffa einhverju góðgæti í sig á Rauða húsinu sem var uppástunga Prinsa sem hefur enn ekki séð sér fært á að mæta í Boot-camp. Eftir lýðræðislega kosningu (Prinsinn hefur tvö atkvæði) var stefnan sett á Rauða húsið þar sem diskarnir voru sleiktir. Eftirrétturinn var þó snæddur í höfuðborginni eftir öflugan Eurovision söng í gegn um Þrengslin. Deginum var svo slúttað með því að drita inn hinni margumtöluðu og sívinsælu skattaskýrslu með hjálp húsfreyjunnar að Bárugötu 9.

Ánægjulegur Eurovison dagur á Suðurlandi. Prinsinn er þó guðs lifandi feginn að First lady hafi ekki heimtað að gista einhversstaðar fyrir utan höfuðborgina - þar hefði ánægjan alveg fokið af tilhugsuninni að heimsækja almúgann "út á landi".

Prinsi sáttur við landsbyggðina

Friday, March 28, 2008

Prinsinn styrkir sina heimabyggð

Svakalega er maður orðinn mikill heimamaður í póstnúmeri 220 þegar maður er kominn með klippikort á Súfistann í Firðinum....og það er geymt á staðnum!

Prinsi stoltur í 220

Er konungsrikið skattfrjalst?

Árshátíð saumklúbbsins Sleiks er í kvöld - stærðarinnar klúbbur, heil þrjú kjötstykki að meðtöldum Prinsinum. Af því að þetta er árshátíð og vorfagnaður og páskaskemmtun og aðalfundur þá hefur Prinsinn svelt sig í dag til að geta opnað fyrir aðþrengdu deildina í fataskápnum og slegið á þráðinn til Geirs Ólafs til að fiska upp úr söngfuglinum nokkur vel valinn tísku ráð.

Hið konunglega líf byggist þó ekki eingöngu upp á kvöldskemmtunum og snyrtistofuheimsóknum. Nei kæru vinir. Það byggist einnig upp á brúnkukremum og utanlandsferðum... og góðgerðarstarfsemi - þegar það hentar!

Prinsinn tók sér frí frá konunglegu amstri í vikunniog skellti sér á námskeið "Verkefnastjórnun - lykill að árangri" hjá Nýsköpunarmiðstöð og var útskrifaður í dag.... Þetta var mjög gott námskeið, vel upp byggt, skýrir fyrirlestrar og markvisst. Prinsinn er sáttur og mælir eindregið með þessu námskeiði fyrir áhugasama.


...og nú er það hin heilaga skattaskýrsla sem tekur völdin. Já, það þarf líka að gera grein fyrir konunglegum lifnaðarháttum.


Prinsi í Sleik

Thursday, March 27, 2008

Fatlaða fallega trynið

Prinsinn á fallega vini. Prinsinn á líka fatlaða vini - Prinsinn er góður samfélagsþegn og aðstoðar glaður þá sem minna mega sín. Guðni boy reyndi fyrir sér í listdansi á skautum fyrr í mánuðinum - sveif yfir svellið, að mér skilst, og hrasaði í einni "dýfunni" og öklabrottnaði.... Guðni boy er sem sagt fatlaður og fallegur vinur minn í ca. tvo mánuði.

Eins og fyrr sagði þá er prinsinn góður samfélagsþegn og hikar ekki við að bruna Reykjavíkurveginn til að aðstoða minnihlutahópa...

Prinsinn eyddi gærdeginum við þrif á íbúð Guðna sem fólst meðal annars í að ryksuga, þurka af, búa um bólið o.s.frv. Það þurfti einnig að viðra strákinn og þess vegna var honum rúllað út í ÁTVR þar sem hann birgði sig up fyrir gifstímabilið. Deginum var svo slúttað í Krónunni þar sem Prinsinn skellti fatlaða trýninu upp í körfu og farið var í kapphlaup yfir í grænmetisdeildina þaðan yfir í heilsudeildina og keyrt yfir nokkrar vistvænar húsmæður. Lítill missir þar þó, virtust vera týpurnar sem eru síkvartandi og kunna fátt í samskiptum nema einna helst kvörtun í fórnalambstóni. Prinsinn og fatlaða fallega trýnið komu út úr versluninni hæstánægðir með afrakstur dagsins. Prinsinn ánægður með að hafa fullnægt hjálpsemisþörf sinni og Fatlaða fallega trýnið ánægður með að hafa fengið tækifæri á að ráðskast með konunglega ambátt.


Prinsi í umönnun

Monday, March 24, 2008

Minningarathöfn og sukkuladiat

Þá er þessari blessaðri minningarathöfn um Krist senn lokið, ekki seinna vænna - þjóðin komin í fimmta gír af súkkulaðiáti....tilheyrir það ekki annars minnigarathöfninni að belgja sig út og liggja svo afvelta og andskotans yfir málsháttum sem við höfum aldrei heyrt, þó svo að við leggjum það reglulega í vana okkar að slengja fram einum og einum málshætti í góðra vina hópi - ekki rétt!

Annars hefur Prinsinn dregið fram joggingbuxurnar og innsiglað aðþrengdu deildina í fataskápnum. Það gerðist á Páskadag eftir að Prinsinn þurfti að draga fram ryksuguna og hamast með tryllitækið í rúminu eftir súkkulaðiát morgunsins. Prinsinn er nefnilega svo agalega vel "giftur" - fékk handgert páskaegg úr Mosfellsbakarí. Öllum reglum sem tengdust mat í rúminu var hent í konunglega ruslið ásamt ónothæfri samvisku og páskaeggið mulið og sleikt yfir nokkrum vel völdum þáttum af Aðþrengdum eiginkonum. Hverjum hefði getað dottið í hug að Hið konunglega líf gæti verið svona almúgalegt?

Prinsinn hefur einnig dundað sér yfir hátíðina við að hlusta með öðru eyranu á ræðu biskups þar sem hann fordæmdi fordóma - Prinsinn man þó ekki betur en að sá sami biskup hefði fyrir ekki svo löngu síðan fordæmt hjónabönd samkynhneigðra, sagði að það væri líkt og að henda hjónabandinu á ruslahaugana að leyfa samkynhneigðum að gifta sig. Ja Prinsinn segir bara: Batnandi manni er best að lifa og eins gott að fallegu börn biskupsins séu ekki kynvillingar.

Já, páskarnir eru til margs nýtilegir. Prinsinn hefur einnig:

-Skoðað flugför til Dubai ásamt First lady
-Haldið matarboð og farið í matarboð
-Spilað á spil við tengdaforeldrana
-Sungið hástöfum sænskt þjóðlag við dræmar undirtektir First lady (sem var enn í bólinu...)
-Haldið áfram útekt á sunlaugum höfuðborgarsvæðisins og að þessu sinni var Vesturbæjarlaug tekin fyrir
-Horft á yfir 20 þætti af Aðþrengdum eiginkonum sem orsakað hefur sterkt ímyndunarafl um íbúa Kirjuvegsins í heild sinni
-Skotið upp rakettu - í nafni konungsríkisins
og margt fleira.

Prinsi páskagrís

Thursday, March 20, 2008

The Icelandic Music awards

Prinsinn samfagnaði með heiðursverðlaunahafa Íslensku tónlistarverðlaunanna - Rúnari Júl ofur rokkara síðastliðið þriðjudagskvöld. Prinsinn og first lady trítluðu í kjól og hvítu í Borgarleikhúsið ásamt fríðu föruneyti. Skelltu sogröri í kampavínsflöskuna og mældu út íslenkst tónlistarfólk og grúppíur. Prinsinn var þó enn að þurka sveppasósuna úr munnvikunum eftir matarboð á Barugötunni þegar hann settist í salinn, guðs lifandi feginn að Ólafur Bessastaðagrís og Björgólfur og frú Þóra væru á svæðinu til að kasta smá elegance yfir samkomuna. Þegar Rúnar ofur rokkarir skakklappaðist upp á svið til að þyggja heiðursverðlaunin stóð prinsinn upp og söng hástöfum, stoltur af rokkaranum.


Prinsi músíkant

Monday, March 17, 2008

Takk kennarar

Prinsinn ber ómælda virðingu fyrir kennurum, sérstaklega þeim sem ákveða að starfa við kennslu á unglingastigi. Hans hátign var fenginn til að koma með fyrirlestur í einn af skólum Reykjavíkurborgar. Fyrirlestur fyrir heilan árgang - allir nemendur 9 bekkjar ca 140 stykki. Fyrirlestur um jákvæðni og uppbyggileg og jákvæð markmið. Prinsinn þurfti að minna sjálfan sig á að halda í jákvæðnina þegar misuppbyggilegar og mislélegar spurningar dundu yfir hópinn frá nemendum sem höfðu þörf fyrir að lyfta sér upp yfir aðra og vekja á sér eftirtekt.


Kennarar, Takk fyrir að velja að starfa við kennslu.


Prinsi með síðbúna unglingaveiki

Veisluglaða konungsfjölskyldan

Það eru orðnar ófáar æfingarnar í Boot-camp sem prinsinn hefur ekki séð sér fært um að mæta á eftir heimkomu frá Bush fjölskyldunni. Enda hafði móðir eins fermingabarnsins orð á því þegar Prinsinn skaust fram fyrir röðina í kransakökuhlaupinu í einni af fermingaveislunum í gær. "Þú hefur breyst e-h svo síðan ég sá þig síðast, orðinn e-h stærri." Já - það er bara baulað á mann....Prinsinn spurði bara hreint út: "Finnst þér ég vera feitur?" Móðirinn gaf vandræðalegt bros og hraðaði sér svo að gömlu frænkunum meðan prinsinn reif miðjuna úr kransakökunni til að setja mark sitt á veisluhöldin og auðvitað fá dágóðan skammt af marsipanlengju... First lady var frekar stilltur í boðinu, enda vel æfður í kurteisisvenjum - eitthvað annað en litli bróðir Prinsa sem hefur augljóslega æft sig í hnittnum tilsvörum og ræktað íllkvittnislegan húmor á bak við barnalegt andlit. Það veit ekki á gott enda þurfti Prinsinn að sussa á litla bróður á milli þess sem rjómasletturnar voru þurkaðar af konungslegu trýni prinsa.

Settningar sem heyrðust af borði Prinsa og First lady í ónefndri veislu:
Hver er þessi skrýtna?
Nennir þú að ná í eina köku fyrir mig, ekkert allt of stóra en enga flís heldur?
Hvaða krakkaskríll er þetta - er þetta skylt mér?
Ekki stela af mínum diski, þú getur náð í sjálfur?
Við ræðum allt svona þegar við erum komnir út í bíl?
Getum við látið okkur hverfa núna?
Bíðum þangað til einhver annar fer fyrst.
Jæja!
Jæjaaaa!


Prinsi kurteisis meistari........ þegar það hentar!

Wednesday, March 12, 2008

The First Lady breiðir ut boðskap konungsrikisins

Prinsinn er einn í kotinu. First lady var sendur út á land til að breiða út boðskap konungsríkisins. Nánar tiltekið á Tálknafjörð þar sem hann leikstýrir krakkaskrílnum í grunnskólanum.

Prinsinn og First lady eru vægast sagt í góðri æfingu í fjarsambandi - líkt og það sé einungis pláss fyrir eina hommzu í einu á Kirkjuveginum.

Prinsinn hefur nýtt tímann vel, hefur m.a:

Fengið Mæsu skvísu í mat
Fengið fullt af góðum hugmyndum, framkvæmt lítið brot...
Skellt sér í göngutúr í Hellisgerði
Þrifið Kirkjuvegin vel og vandlega
Svarað öllum tölvupóstum sem hafa beðið x lengi
Skipulagt saumaklúbbsfund....Ekki rétt Sleikur?
Eytt quality tíma með granny
Tekið á móti ómældu magni af boðum í hitting næstkomandi helgi
Lesið áhugaverða bók "Working with groups to enhance relationships"
Farið í göngutúr með Fróða kjúkling (hundurinn sem býr með múttu minni)
Fundið fyrir þakklæti fyrir góða og djúpa vináttu með vinum mínum
Sofið í miðjunni á skeiðvellinum, rúmi konungsríkisins
Dansað og vaskað upp samtímis
Farið í nett fitukast
Lesið Morgunblaðið við kertaljós
Velt fyrir mér afhverju ég vel að mæta ekki í Boot-camp
og fleira og fleira.

Prinsi - ljósið í eigin hversdagsleika

Friday, March 7, 2008

Rullutertur og guðsorð

Hans hátign og The First lady hafa boðist boðskort í fermingarveislur, notabene-þetta er skrifað í fleirtölu. Ég hélt að sú venja væri útdauð. Nei alveg rétt við látum ferma krakkana okkar í von um að einhver geti troðið kristilegum boðskap inn í tölvuvætt heilabú þeirra vegna þess að við sjálf erum of upptekin að lifa eftir boðorðunum 10. Foreldrarnir neita að trúa því að krakkaskríllinn fermist vegna gjafanna en standa svo á haus sjálf við að finna bestu gjöfina handa gríslingnum. Ef frændinn eða frænkan dirfist svo að spara í gjafakaupunum eru þau hiklaust tekin af jólakortalistanum og munu héðan í frá verða níska frændfólkið. Við vitum öll að rándýru pennasettin sem við fengum í fermingjagjöf fyrir x árum síðan standast tímans tönn og við vitum nákvæmlega í hvaða hillu upp í skáp við geymum það.....þangað til að við fáum not fyrir það í framtíðinni. Nú eða orðabókin sem er orðin úrelt áður en fermingabarnið lýkur framhaldskóla.

Prinsinn fann ekki mikinn mun á sér eftir að hafa verið tekinn í fullorðinna manna tölu í gegn um fermingu sína. Hann man þó óljóst eftir ofnotkun sólarbekkja fyrir "hátiðarhöldin".

Ú því að fermingin skiptir landann svona óskaplegu máli - má ekki slá veislunni saman við eitthvað sem gæti orðið skemmtilegt t.d útileguferming, smala stórfjölskyldunni saman seinna um vorið í tjald með gítar og tóna "Ó Jesúm bróðir besti" yfir góðu rauðvínsglasi. Nú eða gera eitthvað sem krakkagríslingnum finnst skemmtilegt s.s paintball, í vatnsrennibrautagarð, á hjólabretti o.s.frv. Fyrir hvern er rúllutertan?

Ef við ætlum að viðhalda þessari hefð - reynum þá að minnsta kosti að gera daginn meira eftirminnilegan fyrir krakkann og minna kannski fyrir okkur sjálf.


Rétt upp hönd sem hefur skrifað fermingaveislur á top 10 listann yfir hvað er skemmtilegt að gera á sunnudögum. Prinsinn hefur ekki krotað það á sinn lista.


Prinsi barnlaus biskup

Wednesday, March 5, 2008

Lokal lak ut

Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lokal var opnuð í kvöld með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Prinsi og The first lady létu sig ekki vanta á slíkan menningarviðburð í Firðinum. Það voru fleiri sem léti SIG ekki vanta, spurning hvort það var verkið sem dró að eða kampavínið sem í boði var fyrir sýningu - nefni engin nöfn, slengi því bara fram að einn af viðkomandi gestum hefur verið ráðherrafrú, fegurðadrottning, umsjónarmaður barnaefnis og kjötsmyglari.


Prinsinn hefði betur átt að eyða kvöldinu í lestur Andrésar Andar blaða - Þvílíkt rúnk. Prinsinn gerði margt til að drepa tímann og forðast að falla í svefn. Prófaði meðal annars ólíkar leiðir til að fara úr og í skóna an þess að nota hendur - ótrúlega margar leiðir sem eru færar. Testaði einnig hversu nalægt hægt væri að komast sessunautum fyrir framan og aftan án þess að viðkomandi tækju eftir slíkri nálgun - Hans hátign átti einungis eftir að skoða viðbrögð gesta við gelti og góli þegar hópurinn tók upp á því að hneigja sig. Mikið svakalega klappaði prinsinn.

En auðvitað var þetta bara ein sýning og það eru margar aðrar í boði á þessu festivali. Prinsinn lætur þó Teiknimyndasögurnar nægja.


Prinsi í menningar sjokki

BBC success

Jæja góðir vinir

Prinsinn er lentur, hraklenti svo að segja. Hans hátign var svo eftir sig eftir heimkomuna að hann svaf í tvo sólarhringa, rétt vaknaði til að stúta Toblerone king size, háma í sig pizzu og þamba kók....

BBC dinnerinn varð svona feiknalegur success.... Jamm, borðstofan hjá The Butler´s rúmaði gestina vel. Það komust þrjú stor hringborð inn í borðstofuna með pláss fyrir átta manns við hvert. Hans hátign skellti sér auðvitað á milli Mat Frei (prinsinn sá hann í sjónvarpinu á leið frá Frisco til DC þar sem hann var með einka viðtal við Georg bastard Bush) og Jim sem er einhverskonar kosningastjóri hja demókrötunum góðu. Prinsinn var í ljómandi félagsskap. Á borðinu sat einnig Emma, Alis, sem er höfuð The Butler´s og á hlut í lögfræðistofu í DC, Johnny sem er fylgir Condolu Rice um allan heiminn f/ BBC America, Mary rússneski sérfræðingurinn, Karen blómaskreytir og Olga sem fæst við rannsóknir á krabbameini. Prinsinn fylltist allur af snobbi og skálaði við gesti. Prinsinn stóð einnig upp og skálaði fyrir gestgjöfunum.....það er aldeilis að það var upp á honum sprotinn! Reikna fastlega með því að hann hafi boðið öllum í heimsókn á skerið og örugglega gistingu á Kirkjuveginum.

Anyway - Kvöldið var nú rétt hálfnað þegar dinnernum lauk. Hvað gerir einn íslenskur prins, bresk bankastjórafrú og rúsneskur sérfræðingur á föstudagskvöldi í Washington? Nú þau skella sér auðvitað á hommabar með tveimur kennurum úr einkaskólanum - þvílíkt teymi...

Allt á sinn endi - Prinsinn atti flug daginn eftir, bankastjórafrúin átti miða í leikhúsið með börnin og rússneski sérfræðingurinn atti von á stórfjölskyldunni í mat. Hans hátign þóttist nú bara vera býsna vel settur miða við áskoranir annarra. Vaknaði ferskur, skellti sér í létt og smart klæði, henti nokkrum vel völdum gersemum a úlnliði og háls og tipplaði með 5 töskur út á völl. Ég er ekki viss um að aðrir hafi upplifað prinsinn tipplandi þegar hann dröslaðist um með töskurnar 5.... Prinsinn hafði nefnilega skilið heilmikið af konungsríkinu eftir í DC þegar hann hvarf til Íslands í desember og þurfti því að "kippa" því með sér í þetta skiptið.

Prinsinn lenti sem sagt á Íslandinu fagra og kæra og svaf í tvo sólarhringa.... svakalegt "jet-lag"...

Prinsi léttur á fæti á ferð og flugi

Friday, February 29, 2008

Gledilegt hlaupar - segir madur thad?

Gledilegan 29. januar - Serstakur dagur, hvad gerdir thu i dag til ad gera thinn dag eftirminnilegan?

29. Januar rann upp bjartur og fagur her i Washington, olikt prinsinum. Hann var ei bjartur og fagur thegar grislingarnir voktu hann klukkan sjo i morgun.... Hunskadist fram ur og lolladi nidur stigann, grislingarnir thegar komnir i girinn. Husmodirinn, Emma stod sveitt i ad sjoda eitthvert sukk og troda thvi i hadegisverdanestisboxin fyrir grisina tvo. Heimilisfadirinn hraut upp a annari haed og fekk ad sofa ut, kom med naeturflugi fra NYC, alltaf i business...

Husmodirinn, Prinsinn og grislingarnir stukku upp i ameriska "van'inn" og brunudu af stad, thurftum ad kippa med okkur tveimur grislingum hja Mary og Eric - thetta var ordid ad dagodu grisabui med tilheyrandi olatum. Prinsinn oskadi thess ad hann hefdi kippt med ser eyrnatoppum. Husmodirinn bra a thad rad ad skella sogu cd i taekid og grislingarnir snarthoggnudu, prinsinn andadi lettar og hugsadi um litla hvolpa..... mun skynsamlegra en ad unga ut grisabui.

Grislingunum var hent inn i svinabuid, thad er ad segja einkaskolann sem by the way kostar skildinginn. Prinsinn komst ad hvad grislinga foreldrar thurfa ad punga ut arlega fyrir skolagongu afkomendana. 40.000 dollar a ari fyrir tvo stykki grislinga...Enn og aftur kom litli hvolpurinn upp i hugann, hann gaeti jafnvel fengid goda Dior eda Chanel hundaol fyrir eitthvad af slikri upphaed.

Emma og Prinsinn hlupu inn a Starbucks og ondudu lettar eftir ad hafa komid grislingunum raekilega fyrir i breska svinabuinu. Leidin la svo i eina af fjolmorgu verslunarmidstodum borgarinnar. Skellum thremur storum alverum saman og tha faum vid svipada staerd og verslunarmidstodin. Prins i sjokki.

Gleymst hafdi ad renna ut rauda dreglinum fyrir hans hatign og thess vegna vard stoppid i verslunar gigaldinu stutt - Emman med paranoju og Prinsinn attaviltur... Vid brunudum burt. Naesta stopp var "The Great Falls", fossar i einhverjum thodgardinum - satum thar i langa stund. Thessi stund var mognud, likt og i aevintyri. Kaflaskipti, naesta aevintyri rett handan vid hornid. Vid hofum fylgst ad i taept ar og nu erum vid ad ljuka thessum kafla og byrjum a nyjum...spennandi stadur, notudum taekifaerid og hentum i fossinn thvi sem vid vildum ekki hafa med okkur lengur s.s efasemdir, feluleiki o.s. frv. Yndislegt.

Hvernig skal fagna slikum degi? Ju, audvitad med lunch a the Irish inn. Nadum tho ad kikja a gamlan "Amusement park". Gedveikt. Eldgamall gardur, einskonar tivoli eda skemmtigardur sem var byggdur um 1920 og var i fullri notkun til ca. 1960. Allt i art deco stil. I dag hefur allt verid gert upp i upprunalegri mynd, hringekjan, Ballroom hall og allt heila klabbid og lista menn bunir ad koma ser fyrir i ollum hornum. Svaka insperation, otrulega flott. Plus i kladdann.

Nu er Andy, Emma og Prinsinn ad gera sig klar fyrir BBC dinnerinn - Prinsinn i ljotukasti, Andy alveg sama, barnfostran hissa og husmodirinn buin ad opna flosku... Hljomar sem ahugaverd kvoldstund :)

Prinsinn flygur heim a morgun - hef latid flugstodvarstjorann i Keflavik vita, thannig ad fordast megi allan misskilning med orulladan dregil og blomvendi.

Prinsi a leid heim.

Thursday, February 28, 2008

upcomming BBC dinner

Eins og Prinsinn hefur adur nefnt, tha er okkur bodid (mjog formlegt bodskort) i BBC dinner i litla kastalann hja The Butler's annad kvold - Prinsinn hefur thegar kippt straujarninu fram og hitad upp brunkukremid. Reyndar var Prinsinn i svo feiknalegu studi i sidasta BBC dinnar ad thad kom orlitid a ovart ad thad skildi vera oskad eftir naerveru hans.... En thad tharf ad kasta elegance yfir oll bod og Prinsinn getur svo sannarlega tekid thad hlutverk ad ser.

Anyway - var ad komast ad thvi ad The Butler's eru ad taka gardinn hja ser i gegn og thau aetla adeins ad leggja sex stafa tolu (i dollurum) i verkid....thad eru bara nokkrir sma aurar OG a sama tima er innanhus arkitekt ad fitla inn a heimilinu. Thad veitti reyndar ekki af ad mati hans hatignar. Af hverju ad bua i kastala ef thu getur ekki verid svolitid smart....

Prinsi decorator

Kasmir lunch

Eftir ad hafa verid bodinn hjartanlega velkominn a Starbucks, eftir allt of langa fjarveru, skokkadi prinsinn nidur i Georgtown asamt Emmu (husmodirin var reyndar med sma "flensu" i dag eftir kvoldverdabodid i gaer). Lunch med nokkrum muttum, Prinsinn og ellefu mommur - allar i sallat og vatn med finu handtoskurnar hangandi a stolnum asamt kasmir yfirhofnunum, vel skoladar i mannasidum og kurteisisvenjum. Enn og aftur fekk prinsinn sonnun fyrir thvi hversu annasamt lif thad getur verid ad vera heimavinnandi bankastjorafru.

Prinsi i mommuleik

Wednesday, February 27, 2008

Felagslifid a fullum snuningi

Ad venju er mikid ad gera i felagsmaladeildinni hja hans hatign. Stokk fram ur bolinu i morgun, hentist i gallann og ad sjalfsogdu leit hans hatign ut "like million dollars" an thess ad lita i spegilinn.... Thegar hans hatign lennti ovart a thriggja tima fundi med skolastjora The British school of Washington eftir ad hafa skuttlad grislingunum inn, ja tha hefdi prinsinn verid tilbuinn til ad hafa adeins meira fyrir utlitinu thennan morgun svo eg tali nu ekki um thegar prinsinn var dreginn um allan skolann til ad lita a nyju husakynnin. Skolinn er sem sagt fluttur i ny husakynni med tilheyrandi oryggisradstofunum o.s.frv. Breytingar geta alltaf skapad arekstra. Vid Emma vorum med workshop fyrir stjornendur skolans sem og kennara i haust og nu vorum vid bedin um adstod vid ad greida ur flaekjum sem upp hafa komid vid fluttningana. Mjog ahugavert OG prinsinn hefdi getad skolad harid og skellt sma tannkremi i gominn fyrir fundinn.....alltaf ad laera.

EFtir svona harda vinnu tha var komin timi a lunch - skelltum okkur til Mary og Erik. Mary er serfraedingur um Russland og hefur margra ara reynslu i utanrikisstorfum fyrir Bandarikisstjorn. Erik er einhverskonar forstjori einhvers simafyrirtaekis....hef aldrei alveg fengid a hreint hvad hann gerir nakvaemlega...kannski hef eg ekki synt nogu mikinn ahuga...ups! Anyway godur lunch og mjog svo ahugaverdar umraedur - mun reyndar hitta thau aftur a fostudag, okkur er ollum bodid i litla kastalann hja The Butlers i kvoldverdarbod.

Madur getur imyndad ser ad eftir svona "annasaman" dag se Prinsinn algerlega utbrunninn... En nei, thad tharf ad versla i matinn, litid matarbod her i kvold. Og thad thurfti einnig ad saekja Lily (litli grislingurinn) hun var buin ad eiga "playday" med einhverjum grislingnum - mamma hans er reyndar logfraedingur i "civil rights" hj'a FBI. Ja thad borgar sig ad punga ut dollurunum til ad hafa bornin i einkaskola...fullt af flottum leikfelogum....

Prinsi akaflega threyttur eftir MJOG annansaman dag og uppfullur af tilgangslausu snobbi :)

Tuesday, February 26, 2008

Back to Washington DC

Prinsinn er maettur til Washington eftir frabaera dvol i Californiu og utskrifadur leidtogathjalfari. Magnadur timi i skolanum, svif a bleiku skyi og a sama tima velti eg fyrir mer hvernig eg geti nytt mer menntun mina og reynslu a thann hatt ad thad fullnaegi mer og odrum..... Eru ekki forsetakosningar ad skella a!


Prinsi president

Tuesday, February 19, 2008

Welcome to the states mr. Sigurdsson

Kaeru vinir

Prinsinn er lenntur i Sanny Franny - otrulega god tillfinning. Stod lengi fyrir utan flugvollinn og andadi ad mer loftinu med breitt bros yfir allt fesid. Tok svo heilan dag inn i borginni asamt Emmu adur en id faerdum okkur yfir a hotelid, rett vid flugvollinn thar sem vid attum goda stund med nokkrum bekkjarfelogum.

Ferdin hingad til Frisko var i legra laginu 27 timar og 5 flugvellir.


Prinsinn er spenntur, gladur og fullur tilhlokkunar.

Tuttilu,

Prinsi Bush

Tuesday, February 12, 2008

Heimsokn i oþverrann

Við bændurnir að Kirkjuvegi höfum laggst í rannsóknarvinnu á sundlaugum stórhöfuðborgarsvæðisins. á síðustu tveimur vikum höfum við m.a heimsótt gömlu laugina í Mosfellsbæ, Sundhöllina í Hafnarfirði, Suðurbæjarlaug einnig í Hafnarfirði. Sundhöllina í Reykjavík, Vesturbæjarlaugina og nú síðast sundlaugina í Salahverfinu í Kópavogi. Það voru mikil vonbrigði vægast sagt.

Heljarins mannvirki sem ber þess keim að Kópavogsbær hefur selt margar lóðir á nýliðnum árum og komið út í hagnaði sem bæjarfélag. Það er einnig auðséð á gestum sundlaugarinnar að þetta er úthverfi með öllum þeim barnaskara sem því tilheyrir. Afgreiðslan er svipuð að stærð og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og álíka heimilisleg og Kringlutorgið. Þegar inn í klefann var komið helltist yfir mig fjölmennisfóbían - líkt og gerist í skrúðgöngum og sveittum tónleikum. Menn vissu varla hver ætti hvaða typpi, svo þröngt var þar - svo ég tali nú ekki um samansoðna stybbu af ílla þvegnum karlpeningnum. Subbulegt og ekki alveg úthugsað plássrými sem sést á að gólfflöturinn hæfir á engan hátt fjölda skápa. Aldrei aftur.


Við förum víst í sund með ólíkar væntingar - Salalaug stendur á engan hátt undir mínum væntingum. Eini plúsinn sem óþverramannvirkið fær er fyrir gúmmíhellurnar í stað steinhellna...Það er e-h svo miklu betra að trítla á gúmmíi.


Prinsi "sour"

Barnaleg stjornmal

Það er þörf fyrir bleiuskipti - Vilhjálmur er búinn að skíta upp á bak.

Tuesday, February 5, 2008

Esjuganga

Kæru vinir

Nú fer bráðum að birta. Um leið og snjórinn er farinn og birtan komin þá ætlunin að rölta upp á Esjuna einu sinni í viku. á þriðjudögum klukkan 18.00 er hittingur á planinu við Esjurætur og rölt upp. Komi þeir sem vilja - hversu oft sem þeir vilja. Mælt er með jákvæðni og nokkrum brosum í veganestið.

Góð líkamsæfing og vonandi tækifæri á að kynnast fullt af nýju fólki.

Prinsi

Thursday, January 31, 2008

Hafnafjarðarhommzurnar skelltu sér á date í kvöld.

Haldin var fjölskyldufundur hjá litlu fjölskyldunni í kvöld. Brugðum okkur af bæ og ákváðum að styrkja okkar heimabyggð - fórum út að borða á Tilveruna hér í firðinum. Get því miður ekki á nokkurn hátt mælt með þeim veitingastað. Hinn týpiski smábæjarveitingastaður sem þrífst einfaldlega vegna þess að það er enginn heilbrigð samkeppni í gangi. Eftirrétturinn var svo snæddur á Súfistanum....ups, þá er nammidagurinn búinn í þessari viku!

Prinsi formaður fjölskyldunefndar Kirkjuvegs

Wednesday, January 30, 2008

Björgum Sirkus

Það stendur til að rífa Klapparstíg 30 þar sem skemtistaðurinn Sirkus er til húsa. Það ólgar í mér reiði, hvers vegna ekki að skoða menningu og mannlíf sem er til staðar í stað þeirra stefnu að búa til menningu. Hversu mörg mistök þarf að gera til að hægt sé að læra af þeim.

Ég telst ekki til fastagesta Sirkus en mundi alls ekki vilja sjá annað á þessum reit. Það ólgar allt af lífi og mikil grasrótarmenning sem hefur átt sér stað á Sirkus og við Sirkus sem bera skal að vernda.

Það er merkilegt hvernig samfélög geta sleppt því að skoða hvað sé til staðar og ætla sér að búa til menningu sem "hentar" og jafnvel ekki einu sinni með ákveðna hugmynd um hvaða tilfinning skal vera á svæðinu...og það er ekki hægt að búa til þá tilfinningu. Byggingar gera ekkert nema það sé líf í þeim. Miðbær verður aldrei miðbær nema með fólkinu í samfélaginu.

Við berum ábyrgð á miðborginni, hvernig miðbæ viljum við hafa. Er nauðsynlegt að fylla miðbæinn með nýbyggingum - er það menning? Hvað gerir miðbæ að miðbæ? Hvað vilt þú sjá og finna þegar þú ferð í miðborgina? Sýnum hvað við viljum, þetta er okkar miðbær.

Prinsi -in the town-

Konur með kraft





Það eru margar konur sem eru fyrirmyndir mínar á margan hátt, meðal annars þessar - allar eiga þær það sameiginlegt að berjast fyrir málefnum af ástríðu og krafti og þar að auki virðist oftast sem málefnin séu þeim mikilvægari en egóið. Bara það er næg ástæða fyrir mig til að hafa þær sem fyrirmyndir mínar.



Hei - og svipuð hárgreiðsla á þeim öllum.....það er kannski það!

Friday, January 25, 2008

Straight or not...

Já - föstudagur enn og aftur. Prinsinn vaknaði í rafmagnsleysi í morgun sem er kannski ekki til frásögufærandi nema hvað að prinsinn þurfti að skríða, í myrkri um gólfin í leit að konunglegum íþróttafötum... ætlaði auðvitað á Boot-camp æfingu. Þegar íþróttadressið var loksins tilbúið og prinsinn hálf vankaður eftir að hafa rekist á bókahilluna 28 sinnum í myrkrinu þá var honum litið út um gluggann - vitlaust veður, hef varla upplifað svona veðráttu síðan prinsi bjó hjá einstæðri móður sinni sem dröslaðist með prinsinn litla yfir Hellisheiði í öllum veðrum. En þegar prinsinn leit út um gluggann í morgun...ja, þá var auðséð að ljómandi fín afsökun væri komin fyrir að sleppa Boot - camp æfingu.

Þegar veðrinu tók að slaka hér í firðinum brunaði prinsinn í hámenninguna og eyddi restinni af þessum ágæta föstudegi á námskeiði hjá Capacent með misáhugaverðu samferðafólki. Bjóst við að það yrði hápunkturinn á deginum þ.e.s að læra e-h nýtt og spennandi. Það sem stendur þó upp úr deginum er ekki vel skipulagt námskeið hjá Capacent heldur bíóferð sem prinsinn fór í, í kvöld. Skellti mér ásamt fagra manni mínum á Brúðgumann. Ljómandi mynd, mæli eindregið með henni. Það var eitt sérstakt atriði þó sem vakti upp hugsun og tilfinningu hjá prinsinum. Ég vil ekki missa eða hætta að rækta hliðina á mér sem er svona létt geggjuð, þetta er sama hliðin sem ég nota ómeðvitað þegar ég geri létt grín að sjálfum mér og tek sjálfann mig ekki of hátíðlegan.

Það er stutt í "straight" Frímann, þá á ég ekki við kynferðislega "straight", heldur að verða það alvarlegur að það standi í vegi fyrir mér - með höfuðið á bólakafi upp í rassgatinu á sjálfum mér og gleyma að vera til, njóta þess sem kemur til mín og skemmta mér. Ég vil sem sagt halda í báðar hliðar og hafa gaman af.

Létt geggjaði Prinsi á margar góðar sögur að segja af sjálfum sér m.a.
-Hlaupa um á nærbuxunum á flugvellinum í San Francisco - til að ná vélinni þar sem hann var bókaður mánuði á eftir áætlun og auðvitað hleypur maður á nærbuxunum til að flýta fyrir!
-Ákveða á 24 tímum að skella sér í nám til Californíu og vera mættur á staðinn þremur vikum seinna.
-Skrifa tölvupóst á fyrrverandi forseta og bjóða til kvöldverðar - og bjóða henni svo eftir kvöldverðinn að skutla henni heim.
-Bjóða skólastjóranum sínum að gista heima hjá sér og ganga svo inn á hann berrasaðann.
-Skella sér til Vegas í þriggja daga "sæluferð".
-Bjóða bekknum sínum í 10 ára afmæli sitt í október (þrátt fyrir þá staðreynd að eiga afmæli í júlí) til þess eins að fá fleiri afmælisgjafir.

....og svo má lengi telja. Aldrei að missa skopskynið fyrir sjálfum sér né heldur sköpunargleðina.


Saumaklúbburinn Sleikur er einmitt hópur (við erum reyndar bara þrjú) sem halda þessum hliðum í prinsinum í góðu jafnvægi - kalla báðar hliðarnar fram við ólík tækifæri. Sleikur var einmitt með ársuppgjör hér á Kirkjuveginum í gær, margt sem þurfti að ræða, hlæja að og deila. Það var einmitt í einni svona atrennunni hjá Sleik sem ég tók eftir því að minn fyrrverandi, nefnum engin nöfn til að fara ekki niður á sama plan og viðkomandi... var að rúnta götuna og gægjast inn. Smart!!! Það er reyndar svolítið einkennilegt að hann skuli hafa grafið upp hvar við búum þar sem við erum hvorugir skráðir hér í firðinum góða - manni dettur helst í hug að hann fylgist með blogginu... Ef það veitir honum einhverja fullnægju að gægjast inn um gluggana, þá höfum við ekkert að fela. Svona getur þetta verið, fólk hefur misjafnar þarfir og misjafnar hliðar sem það ræktar.


Prinsi á báðum hliðum

Monday, January 21, 2008

Atvinnuauglysing

Auglýst er eftir stjórnmálamanni/konu sem vinnur út frá hagsmunum kjósenda

Hæfniskröfur:
Sjálfstæði í starfi
Sterkir samskiptahæfileikar
Auðmýkt
Ber hag kjósenda hæst
Engin þörf fyrir valdabaráttu
Mikinn metnað fyrir ábyrgðamiklu starfi og lítinn metnað fyrir eigin framapoti
Eigin fataskápur, ákjósanlegt að viðkomandi hafi fjármagnað hann á eigin kosnað
Ekki bundinn af skyldum til "fyrrum" yfirmanna

Umsóknir skulu berast til kjósenda allan ársins hring.

Wednesday, January 16, 2008

allt þetta og meira til

Í dag hefur prinsinn meðal annars:

Setið í umferðarteppu á Reykjavíkurveginum
Púlað í Boot camp
Fengið æluna upp í munn í Boot camp
Skellt sér í lunch hja granny
Laumað nokkru konfektmolun ofaní maga
Keypt diskinn með Sprengjuhöllinni
Farið í heimsókn til Yndisauka
Druslað buxum í hreinsun
Þrifið elshússkápana að utan (gott að þeir eru ekki margir)
Reynt að lofta út fiskilykt
Skellt í vél (það eru oft smáu hlutirnir sem gefa hversdagsleikanum líf...)
Velt fyrir mér hvernig ég get látið gott af mér leiða hér í Hafnafirði


....og allt þetta hefur verið skemmtilegt þ.e.s ég hef verið meðvitaður um að gera hlutina skemmtilega í dag. Hvað gerðir þú skemmtilegt í dag?

Prinsi joy o´joy

Tuesday, January 15, 2008

brjaladur gestagangur

Geysilegur gestagangur á Krikjuveginum. Mútta tútta, granny og Gróa móðursystir komu í léttan hádegisverð á sunnudag. Tengdó kom í kvöldverð í gær. Guðni kom í dinner í kvöld og Gunni kom í kvöldkaffi. Alltaf opið hús. Blúndan hefur svo boðað komu sína á morgun með gullmolann sinn.

Það er stórkostlegt og tilfinningalega fullnægjandi að vera í góðu sambandi við þá sem manni þykir vænt um. Til þess þarf þó oftast að gefa sér tíma...jafnvel að búa til tíma!


Prinsi tengill

Thursday, January 10, 2008

Gleðilegt nytt ar

Þá er himnasængin komin á sinn stað, rauði dreglinum hefur verið rennt út og dustað hefur verið af hásætinu. Prinsinn og "the first lady" hafa komið sér fyrir í gamla hverfinu í Hafnafirði, sem á einmitt 100 ára kaupstaða afmæli í ár. Mikil kaflaskipti strax á nýju ári. Áramótunum var eytt í bíl á ferð um óbyggt Kópavogshverfi í leit að götu sem prinsinn hefði haldið að væri á Neskaupstað ef hann hefði ekki vitað betur. Nýársdeginum var eytt í að drita niður konunglegum eigum í pappakassa með nýársávarp Óla yfirgrís í bakgrunni - afar hátíðlegt. Við, Bjarni fluttum sem sagt strax á nýju ári, keyptum okkar fyrsta bíl og byrjuðum í Boot-camp - allt á fyrstu viku ársins...hvernig verða vikurnar þegar fram líður t.d. í apríl....


Ég er svo ljómandi heppinn að eiga fullt af yndislegum vinum - um síðustu helgi var prinsinn í þremur matarboðum. Þar var mikið rætt um áskoranir á nýju ári, hver lærdómur síðast árs var o.s.frv. Uppbyggilegar og afar "inspererandi" umræður. Í dag hef ég einmitt setið og spáð í hvernig ég ætla að hanna þetta ár - hver á titillinn á þessu ári að vera. Hvað vil ég fá út úr árinu sem ég verð þrítugur....Fullt af skemmtilegum pælingum!

Prinsi í kaflaskiptum