Tuesday, February 12, 2008

Heimsokn i oþverrann

Við bændurnir að Kirkjuvegi höfum laggst í rannsóknarvinnu á sundlaugum stórhöfuðborgarsvæðisins. á síðustu tveimur vikum höfum við m.a heimsótt gömlu laugina í Mosfellsbæ, Sundhöllina í Hafnarfirði, Suðurbæjarlaug einnig í Hafnarfirði. Sundhöllina í Reykjavík, Vesturbæjarlaugina og nú síðast sundlaugina í Salahverfinu í Kópavogi. Það voru mikil vonbrigði vægast sagt.

Heljarins mannvirki sem ber þess keim að Kópavogsbær hefur selt margar lóðir á nýliðnum árum og komið út í hagnaði sem bæjarfélag. Það er einnig auðséð á gestum sundlaugarinnar að þetta er úthverfi með öllum þeim barnaskara sem því tilheyrir. Afgreiðslan er svipuð að stærð og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og álíka heimilisleg og Kringlutorgið. Þegar inn í klefann var komið helltist yfir mig fjölmennisfóbían - líkt og gerist í skrúðgöngum og sveittum tónleikum. Menn vissu varla hver ætti hvaða typpi, svo þröngt var þar - svo ég tali nú ekki um samansoðna stybbu af ílla þvegnum karlpeningnum. Subbulegt og ekki alveg úthugsað plássrými sem sést á að gólfflöturinn hæfir á engan hátt fjölda skápa. Aldrei aftur.


Við förum víst í sund með ólíkar væntingar - Salalaug stendur á engan hátt undir mínum væntingum. Eini plúsinn sem óþverramannvirkið fær er fyrir gúmmíhellurnar í stað steinhellna...Það er e-h svo miklu betra að trítla á gúmmíi.


Prinsi "sour"

2 comments:

Anonymous said...

Þú ættir að drífa þig í Bláa lónið þar nota útlendingarnir tækifærið og þvo nærfötin sín auk þess sem þeim finnst afar eðlilegt að hrækja á sturtugólfið!

XOX Edda

Anonymous said...

Ég get sagt þér að ég sá íslenska unglingspilta fara í sund buxurnar yfir skítugar nærbuxur í gær, og það í Laugardalslauginni...

F.