Friday, November 23, 2007

Aðstoð oskast

Sjónvarps Sirrý mundi segja að gærdagurinn gæti jafnvel verið einn af örlagadögunum. Prinsi komst að því að hann og "the first lady" missa íbúðina á Snorró um áramótin, sem þýðir eftir rúman mánuð.....HJÁLP!

Kemur akkúrat á réttum tíma þegar hans hátign var farinn að hlakka til að koma heim og eiga heimili..... Spurning um að rembast við að líta a þetta sem tækifæri og ekki vandamál......arg.


Okkur vantar aðstoð við að finna nýtt heimili fyrir okkur og Júlíus frosk.

Prinsi, brátt á götunni.

Vegas



Prinsi og Dilja skelltu sér til Vegas. Það var margt gert sér til dundurs meðan sullað var í kampavíninu. Afar uppbyggileg ferð í alla staði. Vegas ber einnig af öðrum borgum í samfélagslegri ábyrgð og siðferðislegu réttlæti.

Sunday, November 18, 2007

Bjarni


Ég sakna Bjarna míns.

Prinsi fer til Vegas

Vegas baby, Las Vegas

Sundskýlan, gullbeltið og hælarnir - allt komið niður í tösku. Prinsi og Diljá halda til Vegas í kvöld.

Prinsinn og Diljáin hafa átt góða daga í Sanny Franny - Parið hefur meðal annars:

Skellt sér í pedicure og manicure
Misst þjappað avacado a milli brjóstanna á Diljá
Tekið nokkra Martini f/ eftirmiðdagslúr
Tekið djúpar samræður á Union square
Dottið út úr leigubíl
Verið neitað um inngöngu á skemmtistað
Borðað vel og mikið
Horft á trönsu show


Og nú er það Vegas....

Prinsi

Thursday, November 15, 2007

Stuttbuxur, solgleraugu og jolalög

Fékk formlega kvörtun um lélega ástundun í blog skrifum - bætum úr því hér með.

Prinsinn er mættur til San Fran. Afskaplega gott að pakka niður dúnvestinu, húfunni og vettlingunum og draga upp sandalana og sólgleraugun. Síðasta kvöldinu í Washington var eytt á hverfisbarnum ásamt Emmu, Kelvin sem er yfirkennari í the British school of Washington, Söruh sem er ein af BBC heimavinnandihúsmæðrunum í "middle age crise" og George enskukennari. Prinsinn eyddi sem sagt síðasta kvöldinu í að skipuleggja nokkurskonar hópefliskvöld fyrir kennarana og foreldrana í skólanum - maður kann nú aldeilis að skemmta sér... Hópurinn var orðinn nokkuð hress þegar líða tók á kvöldið - 20% afsláttur af öllu víni á mánudögum. Þetta kallar maður almennilegan hverfispöbb:)

Diljáin er mætt til Sanny ásamt múttu sinni. Mikil gleðistund að sjá þær fallegu mæðgur hér.

Þeð fer að líða að lokum heimsóknar hans hátigns hér hjá Bush og co - Það fer líka að koma jól - mjög fyndið að vera í stuttbuxum og hlusta á jólalög - pínu absúrd.

Og...ekki má gleyma Thanksgiving eftir viku. Prinsinn ætlar yfir flóann til "skrifstofustjórans" í skólanum. Hún hefur boðið prinsinum að eyða Thanksgiving með fjólskyldu hennar, sem samanstendur af henni, tveimur sonum hennar, foreldrum hennar, bróður, mágkonu, tveimur hundum þeim Buddy og Jack, og tveimur æskuvinum. Já það er augljóst hvar prinsinn passar inn í þessa mynd....

Prinsi - sonn on his way home

Saturday, November 10, 2007

Heimavinnandi husmoðir - 100% starf

Ég skil vel að heimavinnandi "húsmæður" kvarti yfir álagi hér í Washington - tíminn sem fer í "social gathering" er full vinnuvika. Það eru góðgerðarsamkundurnar, íþróttafélög barnanna, kokteilboðin, foreldraboðin í skólanum, afmælin, venjulegu matarboðin o.s.frv. Frekar blautt lið mundi ég segja... Emma þurfti að sýna sig í afmæli í kvöld, Andy farinn á ráðstefnu í Oxford sem þýðir að enn og aftur er prinsinn heima með barnapíunni - hún er reyndar ný, hef ekki hitt hana áður. Það er nóg að gera í barnapíu businessinum hér og í heimilisþrifnaðarbusinessinum. Það hefur engin tíma til að sinna slíkum störfum...koma börnunum í bólið - það getur hver sem er gert!!!!!

Engin kvöldmatur settur á borðið fyrir hans hátign.....Hann varð að skella sér út að borða. Skellti sér á hverfispöbbinn (sem er reyndar frekar fancy af hverfispöbb að vera). Anyway, ákvað að nú væri tími fyrir sallat, mjaðmirnar bera ekki meiri fitu. Það lá við að sallatið sjálft væri djúpsteikt, löðrandi í dressingu. Þá er um að gera að halda sig bara við grennandi hvítvínið.

Meðan prinsinn blaðraði í gegn um feitu sallatblöðin þá var hljómsveit kvölsins að koma sér fyrir - maðalaldurin meðlima hljómsveitarinnar var ekki undir 58 árum og trommarinn var næstum kominn á líkbörurnar þegar hann rembdist við að hósta úr sér lungunum. Prinsinum var nóg boðið, kláraði úr glasinu, sveiflaði sjalinu yfir sig og tölti út.

Diljá er mætt til The United States of America - er reyndar ekki viss um að hún fái inngöngu....var hún ekki komin á svartan lista?

Prinsi og húsmæðurnar

Áminning

Þetta fékk ég sent frá Maríu Rut fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ágætis áminning.


Ég lofa sjálfum mér...

Að vera það sterkur að ekkert fær raskað hugarró minni
Að ræða um heilsu, hamingju og velmegun við alla þá sem ég hitti
Að sýna fólki í kringum mig að það sé mikilsvirði
Að horfa á björtu hliðarnar á öllu og láta bjartsýni mína birtast í verkum
Að hugsa aðeins um það besta, vinna að því besta og vænta aðeins þess besta
Að vera jafnáhugasamur um velgengni annarra og ég er um mína eigin
Að leggja mistök fortíðarinnar til hliðar og einblína á afrek framtíðarinnar
Að bera ánægjusvip öllum stundum og brosa til allra sem verða á vegi mínum
Að verja það miklum tíma í að bæta sjálfan mig að ég hafi engan tíma til að gagnrýna aðra
Að vera of stór fyrir áhyggjur, of göfugur fyrir reiði, of sterkur fyrir ótta og of hamingjusamur til þess að láta vandamál ráða ferð
Að hugsa vel um sjálfan mig og kunngera heiminum það, ekki með því að mæla hátt, heldur með góðum gjörðum
Að lifa í þeirri trú að allur heimurinn standi með mér, svo lengi sem ég er trúr því besta í sjálfum mér.

Friday, November 9, 2007

Prinsi gætir skrimsla

Prinsinn hefur sem sagt spanderað föstudagskvöldinu við barnapössun - og hvernig er best að eyða tímanum uppbyggilega meðan maður lítur eftir sofandi skrímslum. Skellir spólu í tækið og raðar saman playmobil samtímis. Myndin sem varð fyrir valinu var engin önnur en "Pride and prejudice". Prinsinn alltaf tilbúinn fyrir smá rómantík - sumir hlutir breytast aldrei. Reyndar hlo ég með sjálfum mér þegar ég hugsaði eftir á að ég hafði setið á gólfinu í leikherberginu, horft á myndina og leikið mér samtímis með playmobil.

Annað sem ég hef verið að hugsa um. Í fyrrakvöld, í matarboðinu, þá fann ég tilfinningu sem ég hef ekki fundið í um 10 ár - ég gat allt í einu ímyndað mér að eignast börn í framtíðinni. Algörlega ný tilfinning þar á ferð. Áhugavert.


Klem, knus o kram,

Prinsi í rómantíkinni

Olivia og þurkarinn

Á föstudögum kemur Olivia, hún sér um að taka til í barnaherbergjunum og leikherberginu - það er munur á að taka til og þrífa, hún þrífur sem sagt ekki. Gloria sér um það. Olivia þvær einnig allan þvott og straujar. Prinsinn hefur sérstakar skoðanir hvernig fara skal með þvott, ekki satt Bjarnilíus? Allavega, þegar prinsinn kom skokkandi niður stigann í morgun, varð honum ljóst að Olivia hefði skellt þvottinum hans í þurkarann. Olivia fékk ekki bros í morgungjöf, það get ég sagt ykkur og prinsinn með úfið hár og andfúll getur verið ansi grimm upplifun....tala nú ekki um þegar hann hvæsir líka! Prinsinn setur einungis sokka, nærföt og íþróttaföt í þurkarann ekki kasmír peysurnar eða silkiblússurnar... Þegar prinsinn hafði róað sig að mestu niður, losað um tennurnar af hálsi Oliviu og áttað sig á að það væru örlítið stærri vandamál í heiminum en þvotturinn hans í þurkaranum, þá gat hann skellt smá brosi á fésið svona rétt til að segja Oliviu að hún gæti byrjað að anda aftur.

Minn ætlaði reyndar til Sanny Franny í dag - ákvað á síðustu mínútunum að breyta miðanum og staldra hér í Washington yfir helgina, langaði ákfalega lítið til að skríða afur inn í skápinn hjá frk perlueyrnalokkum.

Auðvitað var svo enn eitt boðið í gærkvöldi - það var haldið hér á heimilinu og prinsinn sá um "decoration" orðinn fastráðinn í "department of decoration". Það er þörf fyrir einn homma á hverju heimili. boðið í gær var í þurrari lagi, þá á ég ekki við að ekki hafi verið nóg af drykkjarföngum heldur var helmingurinn af fólkinu frá sendiráðinu þ.e.s því breska og the World bank - aðeins í þurrari laginu þetta lið. Hinn helmingurinn var úr BBC genginu....Prinsinn löngu kominn í mjúkinn þar.

Í aften er rólegt, engin boð. Prinsinn ætlar að staldra heima og læra meðan hann lítur eftir skrímslunum. Emma og Andy ætla kíkja út á date saman. Það er naumast maður dritar niður mikilvægum upplýsingum hér - þetta hlýtur að vera líkt og að lesa Times eða jafnvel bara Frjálsa verslun.

Prinsi soft og sentimental

Wednesday, November 7, 2007

Party pants

Var að byrja glugga í bók sem minn verzlaði sér í morgun: "Life is short-wear your party pants." Langaði að deila með ykkur eftirfarandi: "We should never wait to celebrate life only on special occasions. We need to bring a feeling of celebration into our lives every day. We haven´t got time to wait."

Prinsi positive

Gloria, indjanafjaðrirnar og ikornar

Sat út á verönd í morgun eftir að hafa skuttlað gríslingunum í einkaskólann. Fylgdist með íkornunum háma í sig grettuleg grasker sem húsmóðirin hefur ekki komið fyrir í ruslatunnunni eftir Hrekkjavökuna. Stórkostleg dýr - skemmti mér ávalt vel við að fylgjast með snöggum viðbrögðum og skýrum markmiðum þeirra. Þeir virðast hafa augu sem ná allan hringinn til að fylgjast með öllu sem gerist og hvernig þeir stökkva á milli greinanna og elta hvorn annan upp og niður trén. Reyndar datt einn ofaní barnalaugina í garðinum um daginn og sat fastur. Prinsinn hló hátt um leið og hann gerði ráðstafanir til að bjarga íkornagreyinu frá drukknun.

Gloria, hreingerningavinkonan kom í gær og tók íbúð prinsa í gegn...braut meira að segja saman óhreina þvottinn. Hans hátign hálf skammaðist sín. Hér situr prinsi í velmegun og lærir meðan Gloria brýtur saman óhreina þvottinn og fær borgað jafnmikið á tímann og það tekur okkur Emmu að eyða á fimm mínútum á Starbucks..... Eitthvað sem ekki alveg stemmir í þessu reikningsdæmi.

er loksins kominn upp á kant við indjánafjaðrirnar upp í Ohio... Bjóst við að það kæmi vegna þess að það var svo margt ósagt í því ferlinu. áskorunin er sú að koma öllum skítnum frá sér á uppbyggilegan hátt þannig að við bæði getum dregið lærdóm af þessu öllu saman. Ég reyndar veit alveg upp a mig sökina í sumu, gaf henni einfaldlega ekki tækifæri á að blómstra vegna þess að ég var svo fókuseraður á hversu svakalega leiðinleg hún væri, sem gerði það svo að verkum að ég leit algjörlega fram hjá kostum hennar og þeirri staðreynd að hún laggði hart að sér við að byggja upp einhverskonar samband á milli okkar. Anyway - stundum er bara ekki chemistry, maður getur nú samt litið yfir egóið og unnið saman....

Bunki af bókum á náttborðinu sem prinsi þarf að renna í gegn um og svo er að sjálfsögðu matarboð í aften.

Prinsi hefur einnig:

Skoðað dýr handklæði
Drukkið marga Starbucks
Farið á nokkur trúnó
Borðað gott og drukkið gott
og spilað við litlu skrímslin


Er að rambast við að breyta flumiðanum mínum heim - Icelandair vill ekkert fyrir mig gera þar sem að ég pantaði miðann í gegn um aðra ferðaskrifstofu..... Svo ef einhver er með persónuleg sambönd inn í t.d. fjarsölu Flugleiða..Icelandair. Ja þa´er prinsinn með stór eyru.

Prinsi DC

Sunday, November 4, 2007

sunnudagsmorgun


Sunnudagsmorgun og prinsinn vakinn klukkan átta af skrímslunum sem vildu fá hans hátign til að spila spil með þeim... Jamm, auðvitað - það er bara kósý að sitja öll saman á köldu stofugólfinu í náttfötum og spila.

Það er aldeilis farið að kólna hérna í DC - barnfóstran vafði sig inn í teppi í gærkvöldi, prinsinn gekk um í dúnvesti og heimtaði að kyndingin yrði sett á húsið - hans hátign óskaði ekki eftir að fá lungnabólgu.

annars var minn lítill í sér í gær, hefur verið það síðustu daga - langar bara heim til Bjarna síns. Allt gengur vel, fæ frábæra dóma í náminu, hef kynnst fullt af góðu fólki, hef fengið að ferðast fram og tilbaka - allt er í ljómandi standi - langar bara að láta halda utan um mig og segja mér að allt sé í lagi.

Ætla skokka út á Starbucks og ná mér í einn góðan áður en ég fer á símafund

Prinsi - feeling small

Friday, November 2, 2007

ups - I did it again

Prinsi er einn heima í kotinu með skrímslunum tveimur og barnapíunni. Emma og Andy fóru á tónleika. Það er unaðslegt að geta æst skrímslin upp í leik og látið svo barnapíuna taka við þegar maður er orðinn þreyttur - hún getur róað þau aftur niður...

Það er gott að vera royal!

Prinsi

Washington DC

Mættur til Washington DC. Feginn að vera kominn í smá "safe space". Ég finn að ég er örlítið þreyttur á að vera endalaust að ögra sjálfum mér - hef þörf fyrir að staldra aðeins við og skoða lærdóminn sem ég dreg af öllu þessu ferli. Hef þar af leiðandi aflýst ferð minni til Boston. Reyndar tók það aðeins á að aflýsa henni, var hræddur um að valda þeim sem ég ætlaði að heimsækja, vonbrigðum - hvað ef þau höfðu öll gert ráðstafanir í kring um komu mína? Munu þau einhverntíman geta treyst mér aftur o.s.frv. Um leið og ég var sjálfur meðvitaður um afhverju ég vildi ekki fara, þá gat ég einnig skýrt út fyrir þeim afhverju - Sannur sjálfum mér-meira var ekki í mínu valdi. ég treyst því einnig að þau eru öll heil sem manneskjur og munu tjá sig ef ég hef valdið þeim vonbrigðum, við getum svo tekið þráðinn þaðan.

Skítt með Boston - ætla til Vegas með Diljá baby

Prinsi