Sunday, November 4, 2007

sunnudagsmorgun


Sunnudagsmorgun og prinsinn vakinn klukkan átta af skrímslunum sem vildu fá hans hátign til að spila spil með þeim... Jamm, auðvitað - það er bara kósý að sitja öll saman á köldu stofugólfinu í náttfötum og spila.

Það er aldeilis farið að kólna hérna í DC - barnfóstran vafði sig inn í teppi í gærkvöldi, prinsinn gekk um í dúnvesti og heimtaði að kyndingin yrði sett á húsið - hans hátign óskaði ekki eftir að fá lungnabólgu.

annars var minn lítill í sér í gær, hefur verið það síðustu daga - langar bara heim til Bjarna síns. Allt gengur vel, fæ frábæra dóma í náminu, hef kynnst fullt af góðu fólki, hef fengið að ferðast fram og tilbaka - allt er í ljómandi standi - langar bara að láta halda utan um mig og segja mér að allt sé í lagi.

Ætla skokka út á Starbucks og ná mér í einn góðan áður en ég fer á símafund

Prinsi - feeling small

4 comments:

Anonymous said...

Spáðu í það hvað þú átt eftir að meta alls sem þú saknar mun meira þegar þú kemur heim!

miss you
Edda

Viggó og Víóletta said...

komment komment komment komment komment komment komment komment komment... komment

Frimann said...

Bjarni minn, þú hefur alltaf verið talinn mikill fróðleiksmaður og fús til að deila visku þinni með samferðafólki þínu.

Frimann said...

Edda, hvenær verður smákökubakstrinum lokið fyrir þessi jól - kíki í heimsókn á fastandi maga.....