Friday, November 9, 2007

Olivia og þurkarinn

Á föstudögum kemur Olivia, hún sér um að taka til í barnaherbergjunum og leikherberginu - það er munur á að taka til og þrífa, hún þrífur sem sagt ekki. Gloria sér um það. Olivia þvær einnig allan þvott og straujar. Prinsinn hefur sérstakar skoðanir hvernig fara skal með þvott, ekki satt Bjarnilíus? Allavega, þegar prinsinn kom skokkandi niður stigann í morgun, varð honum ljóst að Olivia hefði skellt þvottinum hans í þurkarann. Olivia fékk ekki bros í morgungjöf, það get ég sagt ykkur og prinsinn með úfið hár og andfúll getur verið ansi grimm upplifun....tala nú ekki um þegar hann hvæsir líka! Prinsinn setur einungis sokka, nærföt og íþróttaföt í þurkarann ekki kasmír peysurnar eða silkiblússurnar... Þegar prinsinn hafði róað sig að mestu niður, losað um tennurnar af hálsi Oliviu og áttað sig á að það væru örlítið stærri vandamál í heiminum en þvotturinn hans í þurkaranum, þá gat hann skellt smá brosi á fésið svona rétt til að segja Oliviu að hún gæti byrjað að anda aftur.

Minn ætlaði reyndar til Sanny Franny í dag - ákvað á síðustu mínútunum að breyta miðanum og staldra hér í Washington yfir helgina, langaði ákfalega lítið til að skríða afur inn í skápinn hjá frk perlueyrnalokkum.

Auðvitað var svo enn eitt boðið í gærkvöldi - það var haldið hér á heimilinu og prinsinn sá um "decoration" orðinn fastráðinn í "department of decoration". Það er þörf fyrir einn homma á hverju heimili. boðið í gær var í þurrari lagi, þá á ég ekki við að ekki hafi verið nóg af drykkjarföngum heldur var helmingurinn af fólkinu frá sendiráðinu þ.e.s því breska og the World bank - aðeins í þurrari laginu þetta lið. Hinn helmingurinn var úr BBC genginu....Prinsinn löngu kominn í mjúkinn þar.

Í aften er rólegt, engin boð. Prinsinn ætlar að staldra heima og læra meðan hann lítur eftir skrímslunum. Emma og Andy ætla kíkja út á date saman. Það er naumast maður dritar niður mikilvægum upplýsingum hér - þetta hlýtur að vera líkt og að lesa Times eða jafnvel bara Frjálsa verslun.

Prinsi soft og sentimental

No comments: