Friday, November 9, 2007

Prinsi gætir skrimsla

Prinsinn hefur sem sagt spanderað föstudagskvöldinu við barnapössun - og hvernig er best að eyða tímanum uppbyggilega meðan maður lítur eftir sofandi skrímslum. Skellir spólu í tækið og raðar saman playmobil samtímis. Myndin sem varð fyrir valinu var engin önnur en "Pride and prejudice". Prinsinn alltaf tilbúinn fyrir smá rómantík - sumir hlutir breytast aldrei. Reyndar hlo ég með sjálfum mér þegar ég hugsaði eftir á að ég hafði setið á gólfinu í leikherberginu, horft á myndina og leikið mér samtímis með playmobil.

Annað sem ég hef verið að hugsa um. Í fyrrakvöld, í matarboðinu, þá fann ég tilfinningu sem ég hef ekki fundið í um 10 ár - ég gat allt í einu ímyndað mér að eignast börn í framtíðinni. Algörlega ný tilfinning þar á ferð. Áhugavert.


Klem, knus o kram,

Prinsi í rómantíkinni

2 comments:

Anonymous said...

Plymoið klikkar aldrei !Hvað skyldu vera margir kassar af playmoi í bílskúrnum og geymslunni hérna í Álfheimunum ?
mamma

Frimann said...

Playmóið er fjárfesting.