Wednesday, November 7, 2007

Gloria, indjanafjaðrirnar og ikornar

Sat út á verönd í morgun eftir að hafa skuttlað gríslingunum í einkaskólann. Fylgdist með íkornunum háma í sig grettuleg grasker sem húsmóðirin hefur ekki komið fyrir í ruslatunnunni eftir Hrekkjavökuna. Stórkostleg dýr - skemmti mér ávalt vel við að fylgjast með snöggum viðbrögðum og skýrum markmiðum þeirra. Þeir virðast hafa augu sem ná allan hringinn til að fylgjast með öllu sem gerist og hvernig þeir stökkva á milli greinanna og elta hvorn annan upp og niður trén. Reyndar datt einn ofaní barnalaugina í garðinum um daginn og sat fastur. Prinsinn hló hátt um leið og hann gerði ráðstafanir til að bjarga íkornagreyinu frá drukknun.

Gloria, hreingerningavinkonan kom í gær og tók íbúð prinsa í gegn...braut meira að segja saman óhreina þvottinn. Hans hátign hálf skammaðist sín. Hér situr prinsi í velmegun og lærir meðan Gloria brýtur saman óhreina þvottinn og fær borgað jafnmikið á tímann og það tekur okkur Emmu að eyða á fimm mínútum á Starbucks..... Eitthvað sem ekki alveg stemmir í þessu reikningsdæmi.

er loksins kominn upp á kant við indjánafjaðrirnar upp í Ohio... Bjóst við að það kæmi vegna þess að það var svo margt ósagt í því ferlinu. áskorunin er sú að koma öllum skítnum frá sér á uppbyggilegan hátt þannig að við bæði getum dregið lærdóm af þessu öllu saman. Ég reyndar veit alveg upp a mig sökina í sumu, gaf henni einfaldlega ekki tækifæri á að blómstra vegna þess að ég var svo fókuseraður á hversu svakalega leiðinleg hún væri, sem gerði það svo að verkum að ég leit algjörlega fram hjá kostum hennar og þeirri staðreynd að hún laggði hart að sér við að byggja upp einhverskonar samband á milli okkar. Anyway - stundum er bara ekki chemistry, maður getur nú samt litið yfir egóið og unnið saman....

Bunki af bókum á náttborðinu sem prinsi þarf að renna í gegn um og svo er að sjálfsögðu matarboð í aften.

Prinsi hefur einnig:

Skoðað dýr handklæði
Drukkið marga Starbucks
Farið á nokkur trúnó
Borðað gott og drukkið gott
og spilað við litlu skrímslin


Er að rambast við að breyta flumiðanum mínum heim - Icelandair vill ekkert fyrir mig gera þar sem að ég pantaði miðann í gegn um aðra ferðaskrifstofu..... Svo ef einhver er með persónuleg sambönd inn í t.d. fjarsölu Flugleiða..Icelandair. Ja þa´er prinsinn með stór eyru.

Prinsi DC

2 comments:

Anonymous said...

Hvenær er áætluð heimkoma? Plís segðu fyrir 17. desember...plís plís plís...

Anonymous said...

Er að reyna að breyta miðanum til ca. 9 dec annars verður það 16dec. Ertu að fara aftur af landinu fyrir jól?

F.