Saturday, November 10, 2007

Heimavinnandi husmoðir - 100% starf

Ég skil vel að heimavinnandi "húsmæður" kvarti yfir álagi hér í Washington - tíminn sem fer í "social gathering" er full vinnuvika. Það eru góðgerðarsamkundurnar, íþróttafélög barnanna, kokteilboðin, foreldraboðin í skólanum, afmælin, venjulegu matarboðin o.s.frv. Frekar blautt lið mundi ég segja... Emma þurfti að sýna sig í afmæli í kvöld, Andy farinn á ráðstefnu í Oxford sem þýðir að enn og aftur er prinsinn heima með barnapíunni - hún er reyndar ný, hef ekki hitt hana áður. Það er nóg að gera í barnapíu businessinum hér og í heimilisþrifnaðarbusinessinum. Það hefur engin tíma til að sinna slíkum störfum...koma börnunum í bólið - það getur hver sem er gert!!!!!

Engin kvöldmatur settur á borðið fyrir hans hátign.....Hann varð að skella sér út að borða. Skellti sér á hverfispöbbinn (sem er reyndar frekar fancy af hverfispöbb að vera). Anyway, ákvað að nú væri tími fyrir sallat, mjaðmirnar bera ekki meiri fitu. Það lá við að sallatið sjálft væri djúpsteikt, löðrandi í dressingu. Þá er um að gera að halda sig bara við grennandi hvítvínið.

Meðan prinsinn blaðraði í gegn um feitu sallatblöðin þá var hljómsveit kvölsins að koma sér fyrir - maðalaldurin meðlima hljómsveitarinnar var ekki undir 58 árum og trommarinn var næstum kominn á líkbörurnar þegar hann rembdist við að hósta úr sér lungunum. Prinsinum var nóg boðið, kláraði úr glasinu, sveiflaði sjalinu yfir sig og tölti út.

Diljá er mætt til The United States of America - er reyndar ekki viss um að hún fái inngöngu....var hún ekki komin á svartan lista?

Prinsi og húsmæðurnar

6 comments:

Dilja said...

hér er ég, komin til california!
kl.8.30 á ísl tíma og ég á leið í háttinn.

svartur listi, smjartur listi! iiiii!

Anonymous said...

á svona kvöldum ætti maður bara að splæsa í flösku, en ekki glas. þetta hefur verið skelfing, en gaman að segja frá.

Kv.Sigrún ;)

Anonymous said...

Vertu velkomin Dilli manilli- hlakka til ad sja thig.

F.

Anonymous said...

Ja thad tyrfti flosku til ad skola nidur thssu sjokki...

F

Anonymous said...

Hvernig gekk að breyta miðanum Frímsi? Ég fer 17. des en kem aftur 8.jan í nokkra daga...Náum við að hittast????

Anonymous said...

Þetta er allt í vinnslu - vonast til að koma heim fyrir 17 til að hitta þig fallegust.