Sunday, September 30, 2007

Prinsinn þrifur ei

Þá er helgin á enda, gud ske lov. Eftir ferðalagið frá Washington skreið prinsi inn í skápinn sinn hér í San Fran leiður og einmanna og þreyttur. Upp aftur eftir 7 tíma svefn - 8 tímar er algjört lágmark fyrir viðhald fegurðarinnar. Reif upp úr töskunum, gott að mrs Johanna var ekki heima - hefði fengið áfall yfir kaosinni. Og pakkaði aftur ofaní tösku því nú var ferðinni heitið með ferjunni frá San Fran yfir til Larkspur. Prinsinum var boðið í heimsókn til "skrifstofustjórans" í skólanum - prinsinn alltaf að koma sér í mjúkinn...

Út á götu, blístraði á taxa, kann samt ekki að blístra, beint niður að ferju - hoppaði um borð og settist niður með ipod´inn og naut sólarinnar. "Skrifstofustjórinn" tók á móti prinsinum á bryggjunni. "Skrifstofustjórinn" ætlaði að hafa smá partý heima hjá sér um kvöldið, prinsa að sjálfsögðu til mikillar gleði. Þegar heim var komið breyttist "skrifstofustjórinn" í þrifnaðar óargadýr með ryksuguna að vopni. Prinsinn var fljótur að forða sér aftur út - spurði bara hvenær vona væri á gestunum. Prinsi þrífur ekki. :)

Yndislegur smábær - Prinsinn ákvað að láta ekki sjá sig aftur fyrr en rétt áður en von væri á gestunum. Hans hátign átti líka eftir nokkra sólargeisla til að njóta.

Partýið var vægast sagt mjög frábrugðið þeim veruleika sem prinsin þekkir....að öllu leyti. Loksins kom kultur sjokkið:)

Prinsinn hafði þó af að bora inn hugmyndum sínum til borgarstjórans um betrumbætur fyrir bæinn...að prinsa mati.

Vaknaði svo með tvo flennistóra hunda í fanginu, Buddy og Jack. Buddy og Jack voru alveg tilbúnir til að fá Prinsa með sér út í boltaleik. Prinsi út á tún í bleikum naríum eltandi flennistóra hunda og helv.... boltann þeirra - áhugaverð sjón fyrir nágrannana!

Eyddi svo deginum með "skrifstofustjóranum", rúntuðum um smábæina meðfram ströndinni og skelltum okkur í göngurúr upp á einhvern hól til að sjá útsýnið yfir til San Fran - get svo svarið að á þeim tímapunkti saknaði ég skápsins.

En heim er prinsi kominn, búinn að hakka í sig sænska gæðakonfektið sem ungfrú Johanna hefur geymt í skipulagðri röð í efri skápnum vinstra megin í hvíta elshúsinu.

Prinsi hundahvíslari

Washington DC-Philadelphia-San Fransisco

Prinsinn skuttlaðist frá Washinton til San Fransisco á föstudag með stoppi í Philadelphia. Reiknaði með 7 tíma ferðalagi en ups... varð smá seinkunn á fluginu. Ferðalagið tók 15 heilar klukkustundir. Hans hátign var úrvinda eftir ferðina, fékk sem betur fer heila sætaröð fyrir "smoth and tanned royal body". Prinsinn dró upp Panda bangsann sem honum var gefinn í dýragarðinum og hrjúfaði sig saman með bangsann. Það hefur verið stórkostleg sjón fyrir aðra. Fullvaxinn karlmaður hrjótandi í flugvél með bangsann sinn :)

Prinsi og bangsi á flugi

BBC- dinner

Síðastliðinn "thursday" var stóra matarboðið í Washington. Yfirskreitingarmeistari stóðst öll prófin og var sáttur við úkomuna þó svo að það var einungis til 15 silfur hnífaparasett - svo hver átti að fá hnífapörin úr fílabeinsdótinu....ekki hans hátign allavega! Anyway, mjög skemmtilegt matarboð, mikið borðað og skolað niður með úrvalsvínum - prinsinn varð allavega ekki þurr í hálsinum þetta kvöld! Prinsinn komst í svo góðan gír að hann er kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á BBC :) Hann hélt það allavega... :)

Thursday, September 27, 2007

Prinsi og mömmuklubburinn

Well, prinsinn fékk engan morgunmat í bólið í morgun - mætti súr á svip, ósturtaður og næstum því í náttfötunum niður í morgun til að skutla gríslingunum í skólann ásamt Emmu - sem by the way var með smá höfuðverk eftir rauðvíssopann í gær.

Prinsinn og Emma skelltu sér í matvörubúðina til að shoppa fyrir dinnerinn í kvöld. Emma sá um matarkaupinn og Prinsinn skellti sér í hlutverk yfirumsjónarmanns borðskreytinga. Prinsinn sá þetta kristalklært fyrir sér breskir fréttamenn og bleikt þema...

Yfirumsjónamaður borðskreytinga fann þó ekki servéttur sem hentuðu og sá absolut ekki fyrir sér að eyða deginum í að strauja tauservettur. Prinsinn og Emma skelltu sér í fancy shop til að fullnægja þörfum yfirumsjónarmanns borðskreytinga.

Tvíeykið rakst á einn mömmuhópinn fyrir utan local Starbucks og ákvað strax að taka sér pásu frá erfiðisvinnunni. Þetta var ákaflega forvitnileg og fyndin samkunda.

Ímyndið ykkur, nokkrar millistétta mömmur þambandi cafe latte (fatfree) með merkjatöskurnar og Gucci sólgleraugun. Umræðuefnið snérist um krakkana (auðvitað), barnapíur, skordýr og hvern skal kontakta til að losna við svoleiðis óþverra, blómaskreytingar o.s.frv. Í lokin ákváðu þær að skella sér út í drykk eitthvert kvöldið í næstu viku - það tók nákvæmlega 5 sekúntur fyrir hópinn að teygja sig ofaní merkjatöskuna og finna skipuleggjarann. "Ég get ekki á mánudaginn, Amy fer á kóræfingu". "Miðvikudagur er ómögulegur fyrir mig - fjölskyldudagur og John er í businessferð (fjölskyldudagur og pabbinn í business ferð?) Að lokum fundu þær dag, sem var eins gott því ein var að fara til tannlæknis, önnur til skilnaðarlögfræðings o.s.frv. Emma tök plastpokann sinn (langar ekki í merkjatösku) og þurfti ekki að fara neitt nema heim og slappa af :)

Öll þessi upplifun fyrir hádegi - hvernig verður eftir hádegi í lærdóms session hjá prinsa. Hann verður að drífa lærdóminn af til að geta eytt tíma í að ákveða í hverju hann á að vera í kvöld, vegna þess að útlitið skiptir öllu máli, innri styrkur...ash, það er bara eitthvað sem maður les um í sjálfshjálparbókum.

Prinsi stuck in decoration

Wednesday, September 26, 2007

aloha

Boy ó boy, ef lífið væri einfalt - hvernig liti þitt líf út?


Prinsa var færður starbucks og samloka í rúmið í morgun - Bjarni minn þú þarft ekkert að taka þetta sem hint, ég kenni þér þetta bara:)

Notalegur dagur með fullt af vinnu og guess what - það var hvorki flókið nér erfitt. Cut the crap and have fun!!!!! Það skemmir svo auðvitað ekki að fá morgunmatinn í bólið.

Það er kominn auka gestur í húsið - einhver bresk fréttastjarna, sendur til að sjá um fluttninginn frá þinginu hjá Sameinuðu þjóðunum og er nú í smá afslöppun hjá fjölskyldunni. Prinsi varð skelkaður, hélt hann þyrfti að deila luxus íbúðinni - en ups, það var eitt auka gestaherbergi á mið hæðinni. Prinsinn andaði léttar.

Það er svo enn eitt matarboðið hér á morgun, í kring um 20 manns og allir komast fyrir við borðstofuborðið, - allt breskir fréttamenn...og prinsinn auðvitað, vona að prinsinn verði ekki látinn borða upp í luxus íbúð. Prinsinn bauðst meira að segja til að sjá um græna meðlætið með dinnerinum...að því að það er nú hans sterka hlið (hóst, hóst).

Lúv,

Prinsi fréttamatur

Tuesday, September 25, 2007

Syngjandi leigubilstjori

Prinsinn söng í leigubíl í gær - eins og flestir vita þá hefur prinsinn ekki verið mikið fyrir að syngja í gegn um tíðina, varla raulað. Í leigubílnum í gær sungum við Emma hástöfum með bílstjóranum - það er auðvelt að hafa gaman af minnstu hlutum í hversdagsleikanum - maður þarf bara að taka ákvörðun um að hafa gaman...

Prinsi tónn

Monday, September 24, 2007

Manudagur til mæðu...

Prinsinn er útbrunninn eftir erfiðan dag. Vaknaði við að gríslingarnir voru komin upp í ból hjá hans hátign, brunað með þau í skólann, morgunkaffi með mömmunum, göngutúr í gríska garðinum, hádegismatur á þakinu á Nýlistasafninu o.s.frv. Þetta er full vinna:)

Og prinsinn virðist þurfa fara til Ohio í næstu viku - passar ekki alveg inn í luxus lífið að vinna alvöru vinnu... Þyrfti að komast þangað í tvo til þrjá daga og skipuleggja process. Virðist vera að einhverjir fordómar f/ því fylki hafi læðst inn - lítum betur á það seinna.

Húsbóndinn á heimilinu, Andy, skrapp í business ferð til Denver og Phinix og í staðinn ætlar Mary, sem býr í ofur þrifalega húsinu að veita okkur Emmu selskap í kvöld, Gloria sér um að koma skrímslunum í bólið meðan við kíkjum út í snæðing og með því.

Loví,

F.

Sunday, September 23, 2007

Kvöldstundin

Átti yndislega kvöldstund - Prinsinn er loksins búinn að koma þeim í skilning um að hann eldar alls ekki og mun ekki gera, hann leggur í mesta lagi inn komment um hvað skal vera á boðstólnum fyrir hans hátign:)

Fyrsta skipti síðan ég kom sem börnin borða með okkur - elska þessi kríli, og það eyðilagði nú ekki að þau báðu sérstaklega fyrir Frímanni í borðbæninni (notabene, Ég, Andy og Emma þurftum að halda hlátrinum langt inni þegar börnin ákváðu að fara með borðbæn). Notaleg kvöldstund - þurfti reyndar að hlusta á píanóæfingar f/ morgundaginn - skellti bara slettu af hvítvíni í glasið og þetta hljómaði sem sjálfur Bach sæti að störfum. Kvöldið endaði svo á gríska veitingastaðnum því Emma hafði fengið alveg nóg af sínum eigin skrímslum þessa helgina og þurfti að komast aðeins út.

All out of luck - hver man titilinn á danska eurovision laginu m/ Olsen bræðrunum?

F.

American football

Karlpeningurinn á heimilinu skellti sér á leikvöllinn í dag, þegar ég segi leikvöll þá á ég ekki við lítinn krúttulegan róló í Vesturbænum þar sem Brúðubíllinn venur komur sínar. Ég er að tala um leikvöll sem rúmar alla íslensku þjóðina og vel rúmlega það. Prinsinn í nettu kúltúr sjokki með innilokunarkennd á háu stigi :) Prinsinn andaði þó léttar þegar hann komst að því að sætið hans væri upp í svítunni með einkaþjón - Ef einhver hefur haldið því fram að prinsinn hafi verið dekraður í gegn um árin, þá er hann ofdekraður nú.

Mikil upplifun að fylgjast með því samfélagi sem skapað er á svona leikvöllum - hálfgert festival í þó nokkrar klukkustundir með all svakalegum matar- og drykkjarvenjum.

Þetta klappstýrudæmi fellur ekki alveg í kramið hjá mér. Meðan verið er að stjörnugera karlmennina inn á vellinum þar sem það eru þeir sem eru idolin þá á sama tíma er verið að hefja stelpurnar upp í að vera "beutyful and pretty". Það er augljóst að þessi mismunun skapar stórt bil á milli kynjanna, engin jafnréttisáætlun þarna...hvar er gamli góði Kvennalistinn? Og þessi hefð með amerískan fótbolta er gróin inn í þjóðarsálina - hvað segir það eiginlega um samfélagið og hvernig er verið að undirbúa ungt fólk fyrir þeirra eigin framtíð, mér er bara spurn!

Prinsi í kúltúrsjokki

Barnaafmæli

Ég er alveg steinhissa á hvernig barnaafmæli fara fram hér, allavega hér þessu samfélagi. Tvö barnaafmæli þessa helgina, bæði með ákveðin þemu og börnin klæðast í samræmi við það s.s prinsessa, sjóræningi o.s.frv. Svo er heill hellingur af starfsfólki ráðið til að skipuleggja afmælin, framkvæma þau og leika við krakkana - hvað varð um að þjálfa sjálfstæða hugsun?

Prinsi birthdayboy

sunnudagur

Missti mig í leikfangabúðinni rétt í þessu - æstist allur upp í Playmobyl deildinni, langaði í Playmo höllinni (auðvitað), langaði í flugvélina, löggustöðina o.s.frv. Endaði með að labba út með eitt stykki barnabók. Elska barnabækur með skemmtilegar áherslur settar fram á kitlandi hátt, stór plús ef bókin kitlar hláturtaugarnar.

Moskító helv... eru að éta mig lifandi - húðin á mér er orðinn hrufótt af bitum.

Mjög heimilislegt hér í Washington - sitjum öll þrjú og vinnum á tölvurnar okkar, börnin út í garði, ketillinn blístrandi á eldavélinni og píulítið drasl í eldhúsinu.

Prinsinn og Andy ætla með börnin á fótboltaleik á eftir.

F.

Friday, September 21, 2007

Friday in Was

Föstudagsmorgun (..eða hádegi öllu heldur), prinsinn búinn að fá sinn starbucks og smá vinnutörn framundan. Að sjalfsögðu byrjar dagurinn líkt og aðrir dagar hér með góðum samtölum með Emmu út á verönd.

Skellti mér á magadansnámskeið í gærkvöldi. Þó svo að mér finnist magadans hvorki áhugaverður að horfa á né að æfa, þá var mjög gaman að forvitnast um fólkið sem stundar þessa líkamsrækt og hvað það fær út úr því - Við erum jú öll ólík með ólíkar þarfir.

Gloria er komin í húsið - held það sé þriðja barnapían sem ég hitti hér... En það jafnast engin á við Pat (man ekki alveg hvað hún heitir) sem þrífur íbúðina mína og brýtur saman prinsaklæðin.

Prinsinn fór aldrei úr náttfötunum í gær - geggjuð tilfinning, elska að ögra mér á þennan hátt öðru hvoru. Fór í matvörubúðina, bókabúðina, matarboð hér heima og á magadansnámskeið, alltaf í náttfötunum - sem betur fer eru þetta Calvin Klein náttföt:)

Elsker jer

F.

Thursday, September 20, 2007

og prinsinn bloggar...

Var að finna "líkamsræktastöðina" í kjallaranum, virtist vera frekar ónotuð :) Prinsinn stökk þó upp á trambolínið, sem er huge, í garðinum í gær - börnunum til mikillar gleði :) Það voru nokkrar syrpur tekknar í loftinu...

Varð var við áhugaverða tilfinningu hjá mér í morgun í sambandi við að blogga. Ég stend sjálfann mig oft að vera athuga hvort einhver hafi skuttlað inn kommenti, það er ekki mikið um það. Út frá því fóru hugsanir í gang hvort ég væri ekki að skrifa um nógu spennandi hluti, hvort fáir af vinunum og fjölskyldu hefðu áhuga á því hvað ég væri að gera o.s.frv. Svo fór ég að velta fyrir mér afhverju ég væri að blogga, hvort ég væri að gera það fyrir einhvern annan en sjálfann mig, væri ég að rembast við að gera bloggið spennandi þannig að ég héldi lesendum o.s.frv. minnimáttarkenndin alveg á blússandi ferð. Í rauninni er það bara plús ef fólk hefur áhuga og tíma til að lesa en það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir sínum eigin væntingum til sjálfs síns og fyrir mig er þetta góð leið til að dokumentera ferðina, mína ferð á nýjan hátt. Svo er líka nauðsynlegt að skrifa af sér, losna við hugsanir og pælingar úr kollinum til að rýma til fyrir nýjum hugsunum og pælingum - Góð leið til að athuga hvort ekki séu fleiri sjónarhorn á hlutunum.


Over and out

...og það styttist í endurfundi með Bjarna í danaveldi!

...og Gunni er að spá í að "droppa" í heimsókn til Sanny Franny

...og ég fékk minn Starbucks kaffi í morgun

...og það er gaman að lesa það sem Siggi Fannar skrifar - sé litla bróðir í nýju ljósi

...og ég hef ekkert heyrt um hvort Frímann juniour sé búinn að finna leið sína í heiminn

...og ég upplifi mig mjög sterkan

...og ég elska þegar hvít föt haldast hvít

...og það gefur mér mikið að umgangast fólk sem er LIFANDI


F.

Wednesday, September 19, 2007

Bruðkaupsafmæli

Prinsinn steingleymdi að minnast a brúðkaupsafmæli Emmu og Andy sem var í dag - 9 ár! Prinsinn hefur augljóslega verið blindaður af sínum eigin egoistiskum hugsunum. Hver haldið þið að hafi setið til borðs með þeim í kvöld með rauðvín og kertaljós eftir að búið var að svæfa gríslingana - Nú prinsinn auðvitað! Thats the way to celebrate...

The prins says...

Það er nú aldeilis ljúft að vera heimavinnandi... Prinsinn var vakinn eldsnemma (að honum fannst), út í station car og brunað með gríslingana í skólann. áhugaverður samkomustaður. Það var öryggisvörður sem bauð öllum foreldrunum og börnum góðan daginn við hliðið - hann leit extra á prinsinn sem var ekkert svo ofsalega ferskur, með stírurnar í augunum, úfið hár og í bleikum stuttbuxum... Börnin bruna beint í raðir, öll í breskum skólabúningum þar sem þetta er breskur skóli. engar skipanir - þjóta ómeðvitað í raðir, gríslingarnir hennar Emmu voru samt ekkert að flýta sér, ekki alveg það mikilvægasta fyrir þau að vera fyrst í raðirnar :) Við ákváðum að þau væru sjálfstæð og skapandi :)

Mæðurnar. sem flestar eru heimavinnandi mæta uppstrílaðar á pinnahælum o.s.frv (með undantekningum...Emma). Þetta er þeirra samkomustaður þ.e.s skólinn. Eftir þessa reynslu, sem markaði djúp spor í sálina :) var haldið í kaffi til einna mömmunar - heimilið var sótthreinsað og glansandi, líkt og í Ajax auglýsingu - hún hefði reyndar passað vel þar sjálf. Mín fyrsta hugsun var sú að hún hefði eflaust ekki mikið annað að gera. Well, auðvitað er hún með starfsfólk til að sjá um hreingerningaþáttinn svo hún geti einbeitt sér að vera skapandi - starfar sem rithöfundur.

Nú þurfti að viðra prinsinn og haldið var út í skóg svo hægt væri að sleppa honum lausum...

Ja, það getur verið full vinna að vera heimavinnandi, prinsinn úrvinda eftir daginn. Eftir skógarferðina þurfti að fara í matvörubúðina, taka lunch með einhverjum vininum sem talaði non stop í 55 min um sjálfan sig og hversu sáttur hann væri við að lifa einn og þaut svo aftur á skrifstofuna, fótboltaæfing og píanótímar með börnin. Það er bráðnauðsynlegt eftir svona hektískan dag að henda gríslingunum niður í kjallara (þar eru margir fermetrar af leikherbergi og hreingerningakonan er óvinsæl vegna þess að Fluffy er týndur) og opna flösku af góðu rauðvíni og setjast út á verönd og deila því með helv... moskítóhlussunum.

Úrvinda - get varla beðið eftir að skríða upp í tveggja herbergja íbúðina mína (Pat, hreingerningalady, tók svo ákaflega vel til eftir prinsinn í dag...)


Þetta er svo svakalega langt frá mínum raunveruleika - skondið.

Prinsinn, staight from the kingdom

Tuesday, September 18, 2007

Askoranir...

Elska nýju íbúðina mína, elska hreingerningakonuna sem þrífur eftir mig og dái sængina mína - eftir að hafa sofið með lak í skápnum mínum :) Emma sendi börnin upp til að vekja mig í morgun, þau voru svo spennt að hitta manninn frá Íslandi - landinu sem jólasveinninn býr í. Well, prinsinn hraut og rumskaði ekki, börnunum til mikilla vonbrigða...

Workshoppið gekk glimrandi í dag...auðvitað. Elska svona vinnu - gefur mér svo gríðarlega mikið að leiða fólk á nýjar brautir og inspirera til að horfa á styrkina frekar en veikleika og benda þeim vinsamlegast á að það er algjörlega á þeirra ábyrgð að byggja upp þá heild/team sem þau vilja og það andrúmsloft sem þau vilja.

Þar sem þetta er einkaskóli og hér í Washinton eru öll sendiráðin o.s.frv. er mikið um og þá meina ég mikið um snobb. Allt mjög hreint og vel snyrt þ.e.s það sem þú átt að sjá. Kennararnir einnig.... kom auðvitað í ljós að þó að þetta sé skóli þar sem til eru peningar fyrir allskonar aukahluti þá er margt ósagt og mikið um status sem augljóslega virðist standa í vegi, meðvitað og ómeðvitað, fyrir því að fólk hafi tækifæri á að byggja upp heildsteypt "team" einfaldlega vegna þess að það eru ekki allir með á nótunum um sameiginleg markmið og einnig vegna þess að stór hluti af fókusinum fer á status og hvar þú ert í goggunarröðinni.

Kvöldið var svo planað - út að borða með tveimur nágrannapörum. Prinsinum langaði alls, alls ekki með, og þó! smá hræðsla við að hafa ekkert að segja o.s.frv. Tveir háskólaprófessorar í "economy", bankastjóri, spæskur lögfræðingur og spænskur forstjóri einhvers orkufyrirtækis. Hljómaði ekkert svakalega áhugavert fyrir prinsinn. En ákvað þó að taka áskoruninni - Emma er alltaf að koma með brilliant áskoranir sem gefa á endanum djúpan lærdóm. Kvöldið varð frábært og að sjálfsögðu var prinsinn í essinu sínu, kominn með enn einn mentorinn (forstjórann auðvitað :))

Er að spá í að þyggja heimboð til NY í næstu viku þar sem lærdómurinn fer í gegn um internetið og ég er ekki bundinn við Sanny Franny akkurat núna - Sólguðinn hefði þótt mátt fylgja mér, hefði alveg boðið honum með.

Sakna Bjarna míns.

rock on and rock hard

F.

buðu til nyja sögu!

Skondið að hugsa hvaða sögum maður er fastur í - hvaða fortíðarsögur stjórna hversdagsleikanum.

Monday, September 17, 2007

Prinsinn er lenntur i Washington DC

Þá er guttinn lenntur í Washington DC, millilennti þo einhversstaðar á leiðinni - frekar fyndið því þar sem ég stóð á þessum tiltekkna flugvelli sem ég millilennti á, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri, hvað fluvellurinn hét eða í hvað fylki ég væri. Gleymdi algjörlega að setja fókus á millilendinguna, eins gott að ég þurfti ekki að svara neinum um hvar ég væri staddur...

Þegar ég var að bíða eftir að stíga um borð í San Fran, fullkomlega í mínum eigin heimi þar sem minn og Johanna sváfum örlítið yfir okkur, stóða allt í einu kona beint fyrir framan mig og heilsaði mér með nafni. Hver haldið þið að þetta hafi verið? Stofnandi skólans og kennari minn um síðustu helgi. Vá, þvílík tilviljun og var að fara í sama flug og ég. Að sjálfsögðu notaði prinsinn tækifærið og þakkaði fyrir helgina og tjáði henni að það væri augljóst að örlögin vildu að við hittumst aftur og aldrei að vita nema ég kæmi bara að vinna fyrir hana:)

Bý hjá Emmu og Andy hér í Washington í gestaíbúðinni þeirra, tveggja herbergja íbúð algjörlega fyrir mig, mun stærri en holan okkar Bjarna míns á Snorrabrautinni - þó nokkuð frábrugðið skápnum sem ég bý í Sanny Franny. Held ég flytji bara inn hér.

Anyway - er að halda teambuilding workshop hér á morgun svo það er best að halla sér á koddann svo maður geti nú allavega reynt að "charma" fólkið :)

nóttí nótt

Prinsinn í kóngafíling

Saturday, September 15, 2007

Einn i kotinu

Einn í kotinu - Johanna fór eitthvert um helgina til að syngja í brúðkaupi. Prinsinn fékk heiðurinn að fá að velja dressið fyrir brúðkaupið og ákvað að ögra henni og sleppa væmni og feluleik í "outfittinu", og þess í stað draga fram kvennleikann, styrki hennar og kraft.

Er á gríðarlega áhugaverðum kurs þessa helgi, námið er áhugavert, kennararnir, samnemendurnir og mín eigin líðan. Í hádeginu í gær spurði einn maðurinn mig hvort ég hefði áhuga á að snæða hádegismat með honum. Venjulega í aðstæðum sem þessum kemur upp feimni mín, sérstaklega gagnvart straight karlmönnum, vantraust mitt á sjálfan mig - að ég hafi eitthvað að gefa - og ég flý af hólmi. nota margvíslegar afsakanir, hef þörf fyrir að vera einn, er þreyttur o.s.frv. En þar sem ég hef tekið mjög meðvitaða ákvörðun að reyna eftir allra fremsta megni að vera opinn fyrir þeim tækifærum sem koma upp, þá sló ég til. Frábær hádegisverður í alla staði með tannlækni frá Santa Barbara (ég var mikill fan af Guiding light á yngri árum). Og guess what - prinsinum er boðið í heimsókn til Santa Barbara, þau hjónin erum með heilt gestahús á lóðinni hjá sér, rétt við ströndina :)

Á leiðinni heim áðan, ég geng flest allar mínar ferðir hér í borg - elska að upplifa borgina gangandi, gekk ég fram hjá hóp af unglingum. Ein stelpan, um leið og ég gekk fram hjá henni, sagði "sexy hunk", Það fékk augljóslega eitthvað á vin hennar sem spurði mig hvort ég væri strákur eða stelpa. Áhugaverð spurning hugsaði ég, hvað ætli liggi á bak við? Ákvað þó að segja ekkert og brosa bara til hans. Hann varð ekki nógu sáttur við brosið, eða kannski var hann, og kallaði "fag" á eftir mér. Afhverju er ég að deila þessari reynslu? Jú, vegna þess að fyrr hefði þetta fengið mjög á mig og ég hefði kafað djúpt inn í sjálfann mig til að finna einhver svör og jafnvel einhverja vörn. En í dag hugsaði ég með mér að þetta snýst ekki um mig heldur um hans óöryggi. Það er nefnilega svo áhugavert með kritik - oft á tíðum tökum við það sem sagt er svo langt inn í okkur að við missum af tækifærinu til að sjá hvaðan kritikin kemur og hreinlega ákveðið hvað af henni VILTU taka með þér og hvað VILTU bara skilja eftir hjá viðkomandi. Datt í hug þessi reynsla gæti verið "insperation" fyrir einhvern.

Og eitt að lokum: Prinsinn er kominn með ógeð af öllu sem hefur vott að hnetusmjörsbragði í, hana nú.

knus og kram

F.

Thursday, September 13, 2007

brosað i skapnum

Vaknaði með bros allan hringinn - hef ekki hugmynd afhverju, ætla ekki að analysera það, bara njóta.

Átti date í gær með Johanna - fórum út að snæða á yndælum frönskum veitingastað hérna á horninu. Áttum notalega kvöldstund - gaman að kynnast henni enn betur.

Sólguðinn er að störfum í dag....arg, því prinsinn situr inni við vinnu sína. Þarf að klára verkefni fyrir kvöldið - er að fara í kokteilboð, einhver opnun á einhverri design búð....Veit voða lítið um "facts" annað en að það eru kokteilar í boði :)

Helgin er svo ein stór lærdómshelgi - er að fara í tíma hjá einum af tveimur stofnendum skólans og viti menn...fer fram á einu af Hilton hótelunum. Engin þröng skólakitra þar...


Lov jú gæs

F.

Wednesday, September 12, 2007

Cut the crap!

Ég er steinhissa. Stóð og var að teygja eftir skokkið og þá hljóp ung stúlka fram hjá mér í bleiku pilsi...hún var að skokka, skokka í bleiku pilsi. Mér varð sem snöggvast litið á "outfittið" á prinsinum. Tískugúrúinn mundi ekki hafa gefið háa einkunn, sérstaklega ekki fyrir gamla Glitnis ennisbandið. Ég sem stóð í þeirri trú að hreyfing snérist um að hreyfa á sér rassgatið og ekki dusta rikið af djammfötunum fyrir helgina.

Annars hefur minn verið e-h aðeins "down" í dag - eytt tíma í að skoða markmiðin með verunni hér hjá Bush og aðferðirnar til að ná settum markmiðum. Hef einnig eytt tíma í að skoða hvort markmiðin hafa verið sett út frá væntingum annarra, hvort þau hafi komið út frá mettnaði eða draumum, eða hvort þau hafi hreinlega komið frá hjartanu. Það er nú meginástæðan fyrir að prinsinn tók ákvörðun um að fljúga yfir hafið - að læra og þroskast sem einstaklingur. Auðveldara sagt en gert, læra hvað, hvernig og þroskast? Við þroskumst á hverjum degi, afhverju að fara eitthvert til að þroskast - er það hátindur flóttans?

Djúpar pælingar sem gera mér gott - Ég veit fyrir víst að það er það sem ég vil ekki er að dröslast um í vananum og finna ekki fyrir því að ég sé á lífi.

Eitt áhugavert sem ein kona hér, sem ég ber mikla virðingu fyrir, sagði og það er að við erum öll að búa okkur til sögur. Við eigum svo erfitt að vera akkúrat hér í núinu vegna þess að við erum annað hvort föst í sögum fortíðarinnar eða í hræðslu framtíðarinnar. Alltaf að búa til sögur. Svo áskorunin er: Cut the fock... crap og lifðu.


Prinsi djúpi

Monday, September 10, 2007

Berfætt og engar perlur

Ha, ha, ha, ha, ha -Var að koma úr símanum, Emma á línunni beint frá DC, tjáði mér að hún hefði gengið berfætt heim í kvöld - hvað sagði ég? Hún og maðurinn hennar hann Andy eiga alltaf mánudagskvöldin saman tvö ein. Emma klæddi sig upp í tilefni dagsins og skellti sér á hæla... Meikaði ekki að halda jafnvægi og tölti berfætt heim bankastjóranum honum Andy til mikillar gleði....kannski....ekki...eða eitthvað.

Prinsi spámáður

Washington DC afslætti

Var að bóka far til Washington DC - fer eftir viku. Það er bara eins og hálft fargjald með Okurfélagi Íslands til Akureyrar. Minn er að fara halda "teambuilding-workshop" með 30 kennurum í DC, tveir einkaskólar sem eru að renna saman. Ætla að búa hjá Emmu sem er bresk vinkona mín sem mundi frekar ganga berfætt um götur borgarinnar en með perlueyrnalokka og kallar börnin sín skrímsli.

Annars skelltum við, ég og Johanna (perlueyrnalokkarnir) okkur upp á þak klukkan 07.00 í morgun til að gera morgunæfingarnar. Það er ótrúlegt hversu gott það er að hafa rútínur - fyrir mig gerir það að verkum að ég get verið enn meira flexible ef ég held í vissar rútínur. Það sem hentar mér best hér og nú eru þessar blessaðar morgunæfingar upp á þaki og svo aftur upp á þak á kvöldin með Ipod og dansa - yndisleg tilfinning að dansa, líkt og enginn sjái meðan maður horfir yfir borgarljósin, stjörnurnar og flugvélarnar. Á morgnana er gott, fyrir mig, að hugsa hvað ég ætla að fá út úr deginum, hvernig ég ætla að njóta dagsins og svo á kvöldin renna yfir daginn og skoða hvernig gekk, hvar hefði ég viljað ögra mér meira, hvar fór ég í vörn, inn í skelina og hvaða lærdóm ég dreg af því. Þetta er svona viss opnun og lokun á deginum fyrir mig.

Johanna tjáði mér í gær að ég mætti vera í fataskápnum eins lengi og ég vildi - við hrópum húrra fyrir því og þökkum þann sænska stuðning. Ég skil svo sem alveg afhverju - prinsinn er svo brjálæðislega skemmtilegur og skapandi... og þrífur svo vel eftir sig:)

Og hvað ætlar þú svo að gera til að gera þinn dag eftirminnilegan fyrir þig?

Lov jú

Prinsi gúrú

Sunday, September 9, 2007

Verslunarkeðjur

Yfirleitt þá vel ég að styrkja minni verslanir frekar en verslunarkeðjur. Finnst minni verslanir mun persónulegri og ég vil fyrir alla muni ekki að keðjurnar taki yfir samfélagið og einstaklingskraftinn. Ég versla samt í Bónus.... Það eru tvær keðjur hér sem ég hef algjörlega fallið fyrir, Starbucks og Wallgreens. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég drekk ískaffi og mér er ekki sama hvernig ískaffi það er, líkt og fyrir marga sem drekka heitt kaffi (notabene, ég skrifa ekki venjulegt kaffi - það er ekkert til sem er venjulegt.) Starbucks gerir kaffið mitt - ætli ég geti leikið í auglýsingu f/ þá. Sjáið þetta fyrir ykkur - stend á stóru torgi með tölvuna og smá smart og segi: "Starbucks gerir kaffið mitt". ég sé þetta alveg fyrir mér.... Hin keðjan er Wallgreens, sem er blanda af stóru apóteki, supermarket og minjagripaverslun. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir fáa dollara - heilu hillusamstæðurnar með bodylotion, tannkremi, alskonar varasalva o.s.frv. Maður getur nú aldeilis flúið raunveruleikann þar inni í nokkra tíma.

F.
Sólguðinn fór í helgarfrí, minn ekki ánægður, Hefði alveg verið til í að spígspora í stuttbuxum og ermalausum bol. ég náði þó að skella í vél. Frú perlueyrnalokkar býr ekki svo vel að eiga eigin þvottavél, því miður. Háfgerður skandall. Allavega þá tölti minn niður á næsta götuhorn til að testa þvottavélarnar og þurkarana. Þessi þvottahús eru áhugaverðir samkomustaðir, man einnig efir þeim í danaveldi. Fólk kemur saman, hendir í vélar skítugum nærfötum og álíka persónulegum hlutum, dvelur svo í sínum eigin heimi og hverfur á braut. Ákaflega lítil samskipti sem eiga sér stað.

Minn hefur einnig náð að taka þátt í tveggja tíma símavinnufundi með samnemndum og þrifið íbúðina svo frökenin verði glöð þegar hún kemur heim á eftir. Það er ekki hægt að sparka manni út þegar maður tekur svona virkan þátt í heimilishaldinu. eitt sem ég hef ekki náð að gera í dag er að fara út með ruslið. Get ómögulega fundið ruslatunnuna, hef þó prófað lyklana á margar hurðir. Hvað er málið, gufar ruslið upp hjá Kaliforníubúum? Gæti svo sem alveg trúað því, allavega í þessu hverfi. Allir mjög heilbrigðir á að líta. Skokkklúbbar á hverju götuhorni, Orgtanic supermarkets, engir McDonalds og ótrúlegasta er að það er ekki þverfótað fyrir nagla studioum - maður gæti haldið að það væri svaka business að pússa neglur - ég verð að testa manicure áður en ég fer. Ætla að skrifa það hjá mér ásamt því að fara í skoðunarferð um borgina á mótorhjóli og sigla seglbát.

Ég verð að viðurkenna að einmannaleikinn hefur læðst aftan að mér síðustu daga, Hlakka til að eiga góðar samræður face to face. Mér finnst reyndar stundum svolítið gott að vera einmanna, hjálpar mér að horfa á hlutina með öðrum augum þ.e.s ef ég fókusera ekki allt of mikið á tilfinninguna - einmannaleikann.

Veit einhver hvort Frímann junior sé kominn í heiminn? Hilda?

Jæja, sólguðinn er kominn úr helgarfríinu og ég var búinn að ákveða að labba niður að sjó með bókina - er að lesa mjög inspirerende bok sem nefnist Design your self-rethinking the way you live, love, work and play. Mæli með henni.

Túttílú

Friday, September 7, 2007

by the way...

by the way - Hvað er bin Laden að raula.... Talandi um að vinna uppbyggilega...

Friday in Fran

Komst að því að ég bý í snobb hverfi - var nú reyndar búinn að reikna það nokkuð vel út sjálfur. Var að spjalla við gleraugnahönnuð í dag sem tjáði mér að hann hefði flutt úr hverfinu vegna þess að honum fannst of mikið snobb - ég var ekkert að segja honum frá því að ég byggi í fataskáp einmitt í þessu sama hverfi...

Annars hef ég átt indælan dag...þegar sólin loksins kom. Karl biskup út í kuldann og inn með sólguðinn. Sat upp á þaki fram að hádegi og vann - þar hef ég útsýni yfir golden gate bridge og Alcatraz. Allt svolítið óraunverulegt en slæ ekki hendinni á móti því.

Markmiðið með sinni hluta dagsins var að tala við eins marga ókunnuga og ég gæti, tvær ástæður: Ögra sjálfum mér annars vegar og hins vegar opna upp fyrir tækifæri. Gekk svona la, la. það að geta átt samræður, ég á ekki við eintal, er ekki á færi allra. Ég vil hinsvegar þjálfa upp þennan vöðva og skora á aðra sem hafa áhuga að gera slíkt hið sama.

Þar sem ég hef engan til að leika við í kvöld ætla ég að fara einn út að borða, fyrst mun ég þó skála í kampavíni upp á þaki og þakka sjálfum mér fyrir að hafa fylgt draumi mínum. Það er algjörlega ástæðulaust að stunda niðurrif á sjálfum sér, þó mörg okkar leggi slíkt inn í daglegu rútínuna. Það er mun betra að byggja okkur sjálf upp á uppbyggilegan hátt, þá á ég ekki við að horfa fram hjá því sem betur má fara heldur frekar skoða ferlið og draga lærdóm af því...uppbyggilega - geyma svipuna í kjallaranum, hún er best geymd þar..... allavega þanga til gríslingarnir koma í heimsókn.

Lov júal

comming out of the closet

Það er ótrúleg veðrabreyting hérna, liggur við að maður verði að draga flugfreyjutöskuna á eftir sér alla daga til að geta verið klæddur eftir veðri.

Ég bý hjá sænskri vinkonu minni sem gengur með perlueyrnalokka og ekur um a station-car, ég flokka ekki fólk. Hún er mjög indæl og það leynist smá púki í henni bak við perlueyrnalokkana. Hún er stödd í Svíþjóð eins og er, sem þýðir að prinsinn hefur íbúðina algjörlega fyrir sjálfan sig og sitt hafurtask, það er ótrúlegt hvað ég get breitt úr mér á skömmum tíma. Það er reyndar svolítið fyndið að búa hérna því ég sef í fataskápnum... Það er að segja svona "walk-in-closet". Ég kem sem sagt út úr skápnum á hverjum morgni.

Veit þó ekki alveg hvort ég muni halda áfram að koma út úr skápnum eða hvort ég muni flytja mig um set, veltur eiginlega svolítið á perlueyrnalokkunum, hvort hún meiki að hafa mig í skápnum - það væri auðvitað gríðarlegur sparnaður f/ konungsríkið.

skrifað a leið til San Fran...

Ég fitna ekki í ameríkunni-ég fitna á leiðinni til ameríku.

Þessi orð eru skrifuð á flugvellinum í Amsterdam þar sem ég bíð eftir að geta sest um borð og hrotið alla leið til Sanny Franny. Prinsinn hefur verið vakandi í sólarhring, fyrir utan nokkrar vel valdar hrotur í háloftunum milli Köben og Amsterdam. Hef belgt mig út síðustu 24 tímana. Síðasta sólarhring hef ég náð að borða morgunmat tvisvar, fengið mér góðan skammt af sushi, dágóðan skammt af kylling sandwich og tilbehör, heimsótt McDonalds og bragðað á því allra heitasta á matseðlinum og farið í matarboð. Það er víst óhætt að fullyrða að það er engin fasta í gangi.

Vandamálið við þennan lífsstíl er hversu stór hluti af fataskápnum er í aðþrengdu deildinni.

Loksins kominn af stað með bloggið...

Nú hef ég eytt allt of miklum tíma í að hugsa um að blogga í stað þess að gera eitthvað í málinu. Ég hef analyserað fram og aftur hvort ég ætti að vera blogga, tilhvers og hvað ég ætti að segja. Tilhvers ætti ég að nota bloggið? Til Ímyndunarsköpunnar, fyrir ego hugsanir o.s.frv.

Einhversstaðar las ég að bestu hugmyndirnar koma þegar maður er staddur í buss, bathroom, bed or at a bar. Og þar sem appelsínusafinn fer ákaflega ílla í magann á prinsinum þá hafa klósettferðirnar þennan morgunin farið vel upp í annan tuginn. Svo á "bathroom" var sú ákvörðun tekin að sleppa analyseringum og drusla blogginu af stað og skrifa ávalt frá hjartanu - fólk er nógu heilbrigt til að geta tekið ákvörðun sjálft um hvort það velji að lesa eður ei.