Thursday, September 27, 2007

Prinsi og mömmuklubburinn

Well, prinsinn fékk engan morgunmat í bólið í morgun - mætti súr á svip, ósturtaður og næstum því í náttfötunum niður í morgun til að skutla gríslingunum í skólann ásamt Emmu - sem by the way var með smá höfuðverk eftir rauðvíssopann í gær.

Prinsinn og Emma skelltu sér í matvörubúðina til að shoppa fyrir dinnerinn í kvöld. Emma sá um matarkaupinn og Prinsinn skellti sér í hlutverk yfirumsjónarmanns borðskreytinga. Prinsinn sá þetta kristalklært fyrir sér breskir fréttamenn og bleikt þema...

Yfirumsjónamaður borðskreytinga fann þó ekki servéttur sem hentuðu og sá absolut ekki fyrir sér að eyða deginum í að strauja tauservettur. Prinsinn og Emma skelltu sér í fancy shop til að fullnægja þörfum yfirumsjónarmanns borðskreytinga.

Tvíeykið rakst á einn mömmuhópinn fyrir utan local Starbucks og ákvað strax að taka sér pásu frá erfiðisvinnunni. Þetta var ákaflega forvitnileg og fyndin samkunda.

Ímyndið ykkur, nokkrar millistétta mömmur þambandi cafe latte (fatfree) með merkjatöskurnar og Gucci sólgleraugun. Umræðuefnið snérist um krakkana (auðvitað), barnapíur, skordýr og hvern skal kontakta til að losna við svoleiðis óþverra, blómaskreytingar o.s.frv. Í lokin ákváðu þær að skella sér út í drykk eitthvert kvöldið í næstu viku - það tók nákvæmlega 5 sekúntur fyrir hópinn að teygja sig ofaní merkjatöskuna og finna skipuleggjarann. "Ég get ekki á mánudaginn, Amy fer á kóræfingu". "Miðvikudagur er ómögulegur fyrir mig - fjölskyldudagur og John er í businessferð (fjölskyldudagur og pabbinn í business ferð?) Að lokum fundu þær dag, sem var eins gott því ein var að fara til tannlæknis, önnur til skilnaðarlögfræðings o.s.frv. Emma tök plastpokann sinn (langar ekki í merkjatösku) og þurfti ekki að fara neitt nema heim og slappa af :)

Öll þessi upplifun fyrir hádegi - hvernig verður eftir hádegi í lærdóms session hjá prinsa. Hann verður að drífa lærdóminn af til að geta eytt tíma í að ákveða í hverju hann á að vera í kvöld, vegna þess að útlitið skiptir öllu máli, innri styrkur...ash, það er bara eitthvað sem maður les um í sjálfshjálparbókum.

Prinsi stuck in decoration

2 comments:

Anonymous said...

bíð spennt eftir að heyra um þetta matarboð! Edda

Viggó og Víóletta said...

og... vöktu borðskreytingarnar lukku?