Sunday, September 9, 2007

Verslunarkeðjur

Yfirleitt þá vel ég að styrkja minni verslanir frekar en verslunarkeðjur. Finnst minni verslanir mun persónulegri og ég vil fyrir alla muni ekki að keðjurnar taki yfir samfélagið og einstaklingskraftinn. Ég versla samt í Bónus.... Það eru tvær keðjur hér sem ég hef algjörlega fallið fyrir, Starbucks og Wallgreens. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég drekk ískaffi og mér er ekki sama hvernig ískaffi það er, líkt og fyrir marga sem drekka heitt kaffi (notabene, ég skrifa ekki venjulegt kaffi - það er ekkert til sem er venjulegt.) Starbucks gerir kaffið mitt - ætli ég geti leikið í auglýsingu f/ þá. Sjáið þetta fyrir ykkur - stend á stóru torgi með tölvuna og smá smart og segi: "Starbucks gerir kaffið mitt". ég sé þetta alveg fyrir mér.... Hin keðjan er Wallgreens, sem er blanda af stóru apóteki, supermarket og minjagripaverslun. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir fáa dollara - heilu hillusamstæðurnar með bodylotion, tannkremi, alskonar varasalva o.s.frv. Maður getur nú aldeilis flúið raunveruleikann þar inni í nokkra tíma.

F.

2 comments:

Dilja said...

æðislegt!
yndislegt blogg alveg hreint
langar að koma til þín. NÚNA!

Frimann said...

Diljá mín, þú ert svo hjartanlega velkomin - þú ert nú ábyggilega mjög svo skemmtilegur guide eftir dvöl þína hér við flóann - Fataskápurinn minn stendur opinn...