Sunday, September 23, 2007

American football

Karlpeningurinn á heimilinu skellti sér á leikvöllinn í dag, þegar ég segi leikvöll þá á ég ekki við lítinn krúttulegan róló í Vesturbænum þar sem Brúðubíllinn venur komur sínar. Ég er að tala um leikvöll sem rúmar alla íslensku þjóðina og vel rúmlega það. Prinsinn í nettu kúltúr sjokki með innilokunarkennd á háu stigi :) Prinsinn andaði þó léttar þegar hann komst að því að sætið hans væri upp í svítunni með einkaþjón - Ef einhver hefur haldið því fram að prinsinn hafi verið dekraður í gegn um árin, þá er hann ofdekraður nú.

Mikil upplifun að fylgjast með því samfélagi sem skapað er á svona leikvöllum - hálfgert festival í þó nokkrar klukkustundir með all svakalegum matar- og drykkjarvenjum.

Þetta klappstýrudæmi fellur ekki alveg í kramið hjá mér. Meðan verið er að stjörnugera karlmennina inn á vellinum þar sem það eru þeir sem eru idolin þá á sama tíma er verið að hefja stelpurnar upp í að vera "beutyful and pretty". Það er augljóst að þessi mismunun skapar stórt bil á milli kynjanna, engin jafnréttisáætlun þarna...hvar er gamli góði Kvennalistinn? Og þessi hefð með amerískan fótbolta er gróin inn í þjóðarsálina - hvað segir það eiginlega um samfélagið og hvernig er verið að undirbúa ungt fólk fyrir þeirra eigin framtíð, mér er bara spurn!

Prinsi í kúltúrsjokki

4 comments:

Anonymous said...

Hæ my prince!!!Hann Junior er enn ekk i komin út í þennan stóra heim en það er farið að þrengja ansi vel að honum í núverandi heimi....Sit ég hér í sveitinni (er flutt af Skóló) og les þitt yndislega blogg og bíð eftir að verða mamma:)

Gaman að heyra hvað þú ert búin að koma þér vel fyrir í nýja heiminum!!!

Knús,
Hilda

Frimann said...

Ætlar þú ekki að fara punga junior út? Er þetta ekki komið ágætt svona í fyrsta skiptið? Hvað eigum við að nefna næsta kríli úr því junior nafnið er farið :)?

Lov jú.

Anonymous said...

Bíddu nú aðeins hægur. Svítan á fótboltaleik í NFL! Ertu ekki námsmaður??? Hvaða lúxuslíf er þetta?

Frimann said...

Hver sagði að námsmannalíf gæti ekki verið luxus - það fer allt eftir frá hvaða sjónarhorni maður lítur á hlutina...