Monday, September 24, 2007

Manudagur til mæðu...

Prinsinn er útbrunninn eftir erfiðan dag. Vaknaði við að gríslingarnir voru komin upp í ból hjá hans hátign, brunað með þau í skólann, morgunkaffi með mömmunum, göngutúr í gríska garðinum, hádegismatur á þakinu á Nýlistasafninu o.s.frv. Þetta er full vinna:)

Og prinsinn virðist þurfa fara til Ohio í næstu viku - passar ekki alveg inn í luxus lífið að vinna alvöru vinnu... Þyrfti að komast þangað í tvo til þrjá daga og skipuleggja process. Virðist vera að einhverjir fordómar f/ því fylki hafi læðst inn - lítum betur á það seinna.

Húsbóndinn á heimilinu, Andy, skrapp í business ferð til Denver og Phinix og í staðinn ætlar Mary, sem býr í ofur þrifalega húsinu að veita okkur Emmu selskap í kvöld, Gloria sér um að koma skrímslunum í bólið meðan við kíkjum út í snæðing og með því.

Loví,

F.

2 comments:

Anonymous said...

Elsku prinsinn minn - en hrikalega gaman að geta fylgst með konunglegu ævintýrum þínum í úsa! Æðislegt. Líka rosalega gaman að lesa um SF og fá skemmtilegt flashback. Aðeins annar raunveruleiki en ég er í núna! Annars er þessi "raunveruleiki" svo afstætt hugtak. Alltaf gaman að breyta til, taka smá áhættu, verða einmana stöku sinnum en njóta svo líka! Eigðu frábæran dag og hlakka til að fylgjast með þér.
Kossar,
inga dóra

Frimann said...

Er nettenging i þriðja heiminum? :) En gaman að heyra frá þér Inga mín. Þú ert nú drottning breytinganna og áhættananna - góð fyrirmynd.

lov jú