Thursday, September 13, 2007

brosað i skapnum

Vaknaði með bros allan hringinn - hef ekki hugmynd afhverju, ætla ekki að analysera það, bara njóta.

Átti date í gær með Johanna - fórum út að snæða á yndælum frönskum veitingastað hérna á horninu. Áttum notalega kvöldstund - gaman að kynnast henni enn betur.

Sólguðinn er að störfum í dag....arg, því prinsinn situr inni við vinnu sína. Þarf að klára verkefni fyrir kvöldið - er að fara í kokteilboð, einhver opnun á einhverri design búð....Veit voða lítið um "facts" annað en að það eru kokteilar í boði :)

Helgin er svo ein stór lærdómshelgi - er að fara í tíma hjá einum af tveimur stofnendum skólans og viti menn...fer fram á einu af Hilton hótelunum. Engin þröng skólakitra þar...


Lov jú gæs

F.

2 comments:

Anonymous said...

halló litli prins! gaman að lesa um það sem á daga þína drífur. ég sakna þín! var í london núna frá sunnudegi til þriðjudags vegna vinnu. hitti meðal annars HR-ráðgjafann sem ég er að fara að vinna með. Spennó! Æði að koma til London og fá smá sumar-extention. hitti líka guðna þar. annars bara allt gott að frétta. hafðu það gott. og ekki kafa of djúpt - vertu líka bara frímann yndislegi með öllum hans kostum og göllum. það er líka í lagi...love u!

Frimann said...

Ég vissi ekki að prinsinn hefði galla :)

Gaman að heyra frá þér Mæsa rokk - leyfðu mér endilega að fylgjast með samvinnunni með HR ráðgjafanum.