Wednesday, September 12, 2007

Cut the crap!

Ég er steinhissa. Stóð og var að teygja eftir skokkið og þá hljóp ung stúlka fram hjá mér í bleiku pilsi...hún var að skokka, skokka í bleiku pilsi. Mér varð sem snöggvast litið á "outfittið" á prinsinum. Tískugúrúinn mundi ekki hafa gefið háa einkunn, sérstaklega ekki fyrir gamla Glitnis ennisbandið. Ég sem stóð í þeirri trú að hreyfing snérist um að hreyfa á sér rassgatið og ekki dusta rikið af djammfötunum fyrir helgina.

Annars hefur minn verið e-h aðeins "down" í dag - eytt tíma í að skoða markmiðin með verunni hér hjá Bush og aðferðirnar til að ná settum markmiðum. Hef einnig eytt tíma í að skoða hvort markmiðin hafa verið sett út frá væntingum annarra, hvort þau hafi komið út frá mettnaði eða draumum, eða hvort þau hafi hreinlega komið frá hjartanu. Það er nú meginástæðan fyrir að prinsinn tók ákvörðun um að fljúga yfir hafið - að læra og þroskast sem einstaklingur. Auðveldara sagt en gert, læra hvað, hvernig og þroskast? Við þroskumst á hverjum degi, afhverju að fara eitthvert til að þroskast - er það hátindur flóttans?

Djúpar pælingar sem gera mér gott - Ég veit fyrir víst að það er það sem ég vil ekki er að dröslast um í vananum og finna ekki fyrir því að ég sé á lífi.

Eitt áhugavert sem ein kona hér, sem ég ber mikla virðingu fyrir, sagði og það er að við erum öll að búa okkur til sögur. Við eigum svo erfitt að vera akkúrat hér í núinu vegna þess að við erum annað hvort föst í sögum fortíðarinnar eða í hræðslu framtíðarinnar. Alltaf að búa til sögur. Svo áskorunin er: Cut the fock... crap og lifðu.


Prinsi djúpi

4 comments:

Anonymous said...

sumt í lífinu getur verið afar einfalt! Stúlkan í bleika pilsinu var kannski bara að flýta sér svona svakalega á barinn?

luv Edda
ps. Hvenær ferðu til W?

Frimann said...

Til hamingju Edda Kristín Hauksdóttir - Þú hefur verið kosin dyggasti lesandinn.

ragnheidur said...

Halló. pleikt pils er flott !Glitnisennisband er ekki líkt því eins hallærislegt og íslandsbankaregnhlífin sem ég fór með í bæinn sl. föstudagskvöld ! Árangurinn var eftir því !
Mútta

Frimann said...

Gaman að heyra frá þér mútta!
Íslandsbankamerkið fer að verða "retro" svo haltu fast í regnhlífina.