Saturday, September 15, 2007

Einn i kotinu

Einn í kotinu - Johanna fór eitthvert um helgina til að syngja í brúðkaupi. Prinsinn fékk heiðurinn að fá að velja dressið fyrir brúðkaupið og ákvað að ögra henni og sleppa væmni og feluleik í "outfittinu", og þess í stað draga fram kvennleikann, styrki hennar og kraft.

Er á gríðarlega áhugaverðum kurs þessa helgi, námið er áhugavert, kennararnir, samnemendurnir og mín eigin líðan. Í hádeginu í gær spurði einn maðurinn mig hvort ég hefði áhuga á að snæða hádegismat með honum. Venjulega í aðstæðum sem þessum kemur upp feimni mín, sérstaklega gagnvart straight karlmönnum, vantraust mitt á sjálfan mig - að ég hafi eitthvað að gefa - og ég flý af hólmi. nota margvíslegar afsakanir, hef þörf fyrir að vera einn, er þreyttur o.s.frv. En þar sem ég hef tekið mjög meðvitaða ákvörðun að reyna eftir allra fremsta megni að vera opinn fyrir þeim tækifærum sem koma upp, þá sló ég til. Frábær hádegisverður í alla staði með tannlækni frá Santa Barbara (ég var mikill fan af Guiding light á yngri árum). Og guess what - prinsinum er boðið í heimsókn til Santa Barbara, þau hjónin erum með heilt gestahús á lóðinni hjá sér, rétt við ströndina :)

Á leiðinni heim áðan, ég geng flest allar mínar ferðir hér í borg - elska að upplifa borgina gangandi, gekk ég fram hjá hóp af unglingum. Ein stelpan, um leið og ég gekk fram hjá henni, sagði "sexy hunk", Það fékk augljóslega eitthvað á vin hennar sem spurði mig hvort ég væri strákur eða stelpa. Áhugaverð spurning hugsaði ég, hvað ætli liggi á bak við? Ákvað þó að segja ekkert og brosa bara til hans. Hann varð ekki nógu sáttur við brosið, eða kannski var hann, og kallaði "fag" á eftir mér. Afhverju er ég að deila þessari reynslu? Jú, vegna þess að fyrr hefði þetta fengið mjög á mig og ég hefði kafað djúpt inn í sjálfann mig til að finna einhver svör og jafnvel einhverja vörn. En í dag hugsaði ég með mér að þetta snýst ekki um mig heldur um hans óöryggi. Það er nefnilega svo áhugavert með kritik - oft á tíðum tökum við það sem sagt er svo langt inn í okkur að við missum af tækifærinu til að sjá hvaðan kritikin kemur og hreinlega ákveðið hvað af henni VILTU taka með þér og hvað VILTU bara skilja eftir hjá viðkomandi. Datt í hug þessi reynsla gæti verið "insperation" fyrir einhvern.

Og eitt að lokum: Prinsinn er kominn með ógeð af öllu sem hefur vott að hnetusmjörsbragði í, hana nú.

knus og kram

F.

4 comments:

siggif said...
This comment has been removed by the author.
siggif said...
This comment has been removed by the author.
siggif said...

bara búinn að næla þér í kvöldverð með enhverjum náunga frá bandaríkjunum, fenguði ykkur mc'donalds og keyrði hann þig heim í 20 metra löngum trukk? nei svona eru nú bara ímyndanir mínar á ameríkönum. ég vona að þú sért að skemmta þér þarna úti ég er allavega að skemmta mér hérna heima. var að frumsýna gekk rosalega vel, kostar 2000 kr inná sýninguna:O, það voru u.m.þ.b 400 manns í salnum:). skjöldur málaði okkur(sá sem málaði sylvíu nótt) fáránlega fyndinn gaur. eeeen nóg komið af þessu. jæja gaman að heyra að það er svona gaman úti hjá þér vona að þetta verði betra og betra með hverjum degi sem líður. adios amigos eða eitthvað í þá áttina. hveðjam, littli bróðir(in case að þú munir ekki eftir mér þá heiti ég sigurður^^)


ps. afsakaðu þetta "comment deleted" hafði eitthvað að gera með tölvuna, mig og ofvirka lyklaborðið mitt eða kannski bara mig......

Frimann said...

Sæll Sigurður, litli bróðir - rámar í óljósa minningu af þér :)

Gaman að lesa kommentin þín, og gott að heyra að frumsýningin gekk vel - bið að heilsa Fróða baby.