Sunday, September 23, 2007

Kvöldstundin

Átti yndislega kvöldstund - Prinsinn er loksins búinn að koma þeim í skilning um að hann eldar alls ekki og mun ekki gera, hann leggur í mesta lagi inn komment um hvað skal vera á boðstólnum fyrir hans hátign:)

Fyrsta skipti síðan ég kom sem börnin borða með okkur - elska þessi kríli, og það eyðilagði nú ekki að þau báðu sérstaklega fyrir Frímanni í borðbæninni (notabene, Ég, Andy og Emma þurftum að halda hlátrinum langt inni þegar börnin ákváðu að fara með borðbæn). Notaleg kvöldstund - þurfti reyndar að hlusta á píanóæfingar f/ morgundaginn - skellti bara slettu af hvítvíni í glasið og þetta hljómaði sem sjálfur Bach sæti að störfum. Kvöldið endaði svo á gríska veitingastaðnum því Emma hafði fengið alveg nóg af sínum eigin skrímslum þessa helgina og þurfti að komast aðeins út.

All out of luck - hver man titilinn á danska eurovision laginu m/ Olsen bræðrunum?

F.

2 comments:

Anonymous said...

Var það ekki "Fly on the wings of love" sem Olsen bræður sungu? Eða var það einhver annar... Gaman að lesa hvað það er mikið stuð hjá þér í USA. Knús E

Frimann said...

Eva Rún, þú ertt hér með komin með plús í kladann.