Sunday, September 30, 2007

Prinsinn þrifur ei

Þá er helgin á enda, gud ske lov. Eftir ferðalagið frá Washington skreið prinsi inn í skápinn sinn hér í San Fran leiður og einmanna og þreyttur. Upp aftur eftir 7 tíma svefn - 8 tímar er algjört lágmark fyrir viðhald fegurðarinnar. Reif upp úr töskunum, gott að mrs Johanna var ekki heima - hefði fengið áfall yfir kaosinni. Og pakkaði aftur ofaní tösku því nú var ferðinni heitið með ferjunni frá San Fran yfir til Larkspur. Prinsinum var boðið í heimsókn til "skrifstofustjórans" í skólanum - prinsinn alltaf að koma sér í mjúkinn...

Út á götu, blístraði á taxa, kann samt ekki að blístra, beint niður að ferju - hoppaði um borð og settist niður með ipod´inn og naut sólarinnar. "Skrifstofustjórinn" tók á móti prinsinum á bryggjunni. "Skrifstofustjórinn" ætlaði að hafa smá partý heima hjá sér um kvöldið, prinsa að sjálfsögðu til mikillar gleði. Þegar heim var komið breyttist "skrifstofustjórinn" í þrifnaðar óargadýr með ryksuguna að vopni. Prinsinn var fljótur að forða sér aftur út - spurði bara hvenær vona væri á gestunum. Prinsi þrífur ekki. :)

Yndislegur smábær - Prinsinn ákvað að láta ekki sjá sig aftur fyrr en rétt áður en von væri á gestunum. Hans hátign átti líka eftir nokkra sólargeisla til að njóta.

Partýið var vægast sagt mjög frábrugðið þeim veruleika sem prinsin þekkir....að öllu leyti. Loksins kom kultur sjokkið:)

Prinsinn hafði þó af að bora inn hugmyndum sínum til borgarstjórans um betrumbætur fyrir bæinn...að prinsa mati.

Vaknaði svo með tvo flennistóra hunda í fanginu, Buddy og Jack. Buddy og Jack voru alveg tilbúnir til að fá Prinsa með sér út í boltaleik. Prinsi út á tún í bleikum naríum eltandi flennistóra hunda og helv.... boltann þeirra - áhugaverð sjón fyrir nágrannana!

Eyddi svo deginum með "skrifstofustjóranum", rúntuðum um smábæina meðfram ströndinni og skelltum okkur í göngurúr upp á einhvern hól til að sjá útsýnið yfir til San Fran - get svo svarið að á þeim tímapunkti saknaði ég skápsins.

En heim er prinsi kominn, búinn að hakka í sig sænska gæðakonfektið sem ungfrú Johanna hefur geymt í skipulagðri röð í efri skápnum vinstra megin í hvíta elshúsinu.

Prinsi hundahvíslari

5 comments:

Anonymous said...

Hæ Prinsi. Svaka gamana að vita af þér, þokkalega mikið að gerast kringum þig. Gangi þér vel, gættu þín og njóttu.
Þinn einka „mömmuklúbbur“ hittist í gærmorgun hjá ömmunni, skemmtilegt! Kveðjur og blessi þig minn kæri.

Anonymous said...

voru þeir stórir stórir eða bara stórir við hliðana á Muusu? (sem er núna í æfingabúðum hjá Danna og kemur ekki heim fyrr en hún hefur lokið við að taka þá í fegurðarsamkeppninni sem hún er bókuð í á sunnudaginn)
luvvvvvvvv Edda

Frimann said...

LOL - svo Muusa er í fegurðarundirbúning. Hlussurnar sem ég vaknaði með í fanginu eru pottþétt ekki bókaðir í neina keppni!

Frimann said...

Hi Gróa frænka - gaman að heyra frá þér.

Anonymous said...

Hversvegna er skrifstofustjórinn í gæsalöppum ? Er hann kanski dulbúinn ?
mamma