Sunday, September 9, 2007

Sólguðinn fór í helgarfrí, minn ekki ánægður, Hefði alveg verið til í að spígspora í stuttbuxum og ermalausum bol. ég náði þó að skella í vél. Frú perlueyrnalokkar býr ekki svo vel að eiga eigin þvottavél, því miður. Háfgerður skandall. Allavega þá tölti minn niður á næsta götuhorn til að testa þvottavélarnar og þurkarana. Þessi þvottahús eru áhugaverðir samkomustaðir, man einnig efir þeim í danaveldi. Fólk kemur saman, hendir í vélar skítugum nærfötum og álíka persónulegum hlutum, dvelur svo í sínum eigin heimi og hverfur á braut. Ákaflega lítil samskipti sem eiga sér stað.

Minn hefur einnig náð að taka þátt í tveggja tíma símavinnufundi með samnemndum og þrifið íbúðina svo frökenin verði glöð þegar hún kemur heim á eftir. Það er ekki hægt að sparka manni út þegar maður tekur svona virkan þátt í heimilishaldinu. eitt sem ég hef ekki náð að gera í dag er að fara út með ruslið. Get ómögulega fundið ruslatunnuna, hef þó prófað lyklana á margar hurðir. Hvað er málið, gufar ruslið upp hjá Kaliforníubúum? Gæti svo sem alveg trúað því, allavega í þessu hverfi. Allir mjög heilbrigðir á að líta. Skokkklúbbar á hverju götuhorni, Orgtanic supermarkets, engir McDonalds og ótrúlegasta er að það er ekki þverfótað fyrir nagla studioum - maður gæti haldið að það væri svaka business að pússa neglur - ég verð að testa manicure áður en ég fer. Ætla að skrifa það hjá mér ásamt því að fara í skoðunarferð um borgina á mótorhjóli og sigla seglbát.

Ég verð að viðurkenna að einmannaleikinn hefur læðst aftan að mér síðustu daga, Hlakka til að eiga góðar samræður face to face. Mér finnst reyndar stundum svolítið gott að vera einmanna, hjálpar mér að horfa á hlutina með öðrum augum þ.e.s ef ég fókusera ekki allt of mikið á tilfinninguna - einmannaleikann.

Veit einhver hvort Frímann junior sé kominn í heiminn? Hilda?

Jæja, sólguðinn er kominn úr helgarfríinu og ég var búinn að ákveða að labba niður að sjó með bókina - er að lesa mjög inspirerende bok sem nefnist Design your self-rethinking the way you live, love, work and play. Mæli með henni.

Túttílú

2 comments:

Unknown said...

Hæ my prince, hann er enn ekki komin en ég læt þig vita strax!!!

Frimann said...

Get ekki beðið... Verð að fá myndir við allra fyrsta tækifæri, helst teknar meðan þú ert enn á "bekknum". Hugsa oft til ykkar.