Monday, September 10, 2007

Washington DC afslætti

Var að bóka far til Washington DC - fer eftir viku. Það er bara eins og hálft fargjald með Okurfélagi Íslands til Akureyrar. Minn er að fara halda "teambuilding-workshop" með 30 kennurum í DC, tveir einkaskólar sem eru að renna saman. Ætla að búa hjá Emmu sem er bresk vinkona mín sem mundi frekar ganga berfætt um götur borgarinnar en með perlueyrnalokka og kallar börnin sín skrímsli.

Annars skelltum við, ég og Johanna (perlueyrnalokkarnir) okkur upp á þak klukkan 07.00 í morgun til að gera morgunæfingarnar. Það er ótrúlegt hversu gott það er að hafa rútínur - fyrir mig gerir það að verkum að ég get verið enn meira flexible ef ég held í vissar rútínur. Það sem hentar mér best hér og nú eru þessar blessaðar morgunæfingar upp á þaki og svo aftur upp á þak á kvöldin með Ipod og dansa - yndisleg tilfinning að dansa, líkt og enginn sjái meðan maður horfir yfir borgarljósin, stjörnurnar og flugvélarnar. Á morgnana er gott, fyrir mig, að hugsa hvað ég ætla að fá út úr deginum, hvernig ég ætla að njóta dagsins og svo á kvöldin renna yfir daginn og skoða hvernig gekk, hvar hefði ég viljað ögra mér meira, hvar fór ég í vörn, inn í skelina og hvaða lærdóm ég dreg af því. Þetta er svona viss opnun og lokun á deginum fyrir mig.

Johanna tjáði mér í gær að ég mætti vera í fataskápnum eins lengi og ég vildi - við hrópum húrra fyrir því og þökkum þann sænska stuðning. Ég skil svo sem alveg afhverju - prinsinn er svo brjálæðislega skemmtilegur og skapandi... og þrífur svo vel eftir sig:)

Og hvað ætlar þú svo að gera til að gera þinn dag eftirminnilegan fyrir þig?

Lov jú

Prinsi gúrú

2 comments:

Anonymous said...

Sæll elskan!
......Jú ég fór í Alviðru og Húsið á Eyrarbakka með bekknum mínum. Það merkilegasta við þá ferð var að ég sjá sjal sem einhver kerling prónaði úr hárinu sínu sem hún hafði safnað í nokkra áratugi(viðbjóður. Nú og líka það að ég hafði ekki hugmynd um að það gæti rignt svona mikið á Íslandi. Held reyndar að það sé eitthvað farið að spíra á mér. Annars fagna ég þessu bloggi- þú ert æðislegur penni. Love you and miss you.
kv

Edda
(PS þú þarft að fara inn í settings hjá þér og Comments og breyta þar í allow everyone to comment)

Frimann said...

Gaman að heyra frá þér Edda mín - redda þessu með "settings" í einum grænum og biðst afsökunar á dónaskapnum. Lov jú