Monday, September 17, 2007

Prinsinn er lenntur i Washington DC

Þá er guttinn lenntur í Washington DC, millilennti þo einhversstaðar á leiðinni - frekar fyndið því þar sem ég stóð á þessum tiltekkna flugvelli sem ég millilennti á, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri, hvað fluvellurinn hét eða í hvað fylki ég væri. Gleymdi algjörlega að setja fókus á millilendinguna, eins gott að ég þurfti ekki að svara neinum um hvar ég væri staddur...

Þegar ég var að bíða eftir að stíga um borð í San Fran, fullkomlega í mínum eigin heimi þar sem minn og Johanna sváfum örlítið yfir okkur, stóða allt í einu kona beint fyrir framan mig og heilsaði mér með nafni. Hver haldið þið að þetta hafi verið? Stofnandi skólans og kennari minn um síðustu helgi. Vá, þvílík tilviljun og var að fara í sama flug og ég. Að sjálfsögðu notaði prinsinn tækifærið og þakkaði fyrir helgina og tjáði henni að það væri augljóst að örlögin vildu að við hittumst aftur og aldrei að vita nema ég kæmi bara að vinna fyrir hana:)

Bý hjá Emmu og Andy hér í Washington í gestaíbúðinni þeirra, tveggja herbergja íbúð algjörlega fyrir mig, mun stærri en holan okkar Bjarna míns á Snorrabrautinni - þó nokkuð frábrugðið skápnum sem ég bý í Sanny Franny. Held ég flytji bara inn hér.

Anyway - er að halda teambuilding workshop hér á morgun svo það er best að halla sér á koddann svo maður geti nú allavega reynt að "charma" fólkið :)

nóttí nótt

Prinsinn í kóngafíling

No comments: