Tuesday, September 18, 2007

Askoranir...

Elska nýju íbúðina mína, elska hreingerningakonuna sem þrífur eftir mig og dái sængina mína - eftir að hafa sofið með lak í skápnum mínum :) Emma sendi börnin upp til að vekja mig í morgun, þau voru svo spennt að hitta manninn frá Íslandi - landinu sem jólasveinninn býr í. Well, prinsinn hraut og rumskaði ekki, börnunum til mikilla vonbrigða...

Workshoppið gekk glimrandi í dag...auðvitað. Elska svona vinnu - gefur mér svo gríðarlega mikið að leiða fólk á nýjar brautir og inspirera til að horfa á styrkina frekar en veikleika og benda þeim vinsamlegast á að það er algjörlega á þeirra ábyrgð að byggja upp þá heild/team sem þau vilja og það andrúmsloft sem þau vilja.

Þar sem þetta er einkaskóli og hér í Washinton eru öll sendiráðin o.s.frv. er mikið um og þá meina ég mikið um snobb. Allt mjög hreint og vel snyrt þ.e.s það sem þú átt að sjá. Kennararnir einnig.... kom auðvitað í ljós að þó að þetta sé skóli þar sem til eru peningar fyrir allskonar aukahluti þá er margt ósagt og mikið um status sem augljóslega virðist standa í vegi, meðvitað og ómeðvitað, fyrir því að fólk hafi tækifæri á að byggja upp heildsteypt "team" einfaldlega vegna þess að það eru ekki allir með á nótunum um sameiginleg markmið og einnig vegna þess að stór hluti af fókusinum fer á status og hvar þú ert í goggunarröðinni.

Kvöldið var svo planað - út að borða með tveimur nágrannapörum. Prinsinum langaði alls, alls ekki með, og þó! smá hræðsla við að hafa ekkert að segja o.s.frv. Tveir háskólaprófessorar í "economy", bankastjóri, spæskur lögfræðingur og spænskur forstjóri einhvers orkufyrirtækis. Hljómaði ekkert svakalega áhugavert fyrir prinsinn. En ákvað þó að taka áskoruninni - Emma er alltaf að koma með brilliant áskoranir sem gefa á endanum djúpan lærdóm. Kvöldið varð frábært og að sjálfsögðu var prinsinn í essinu sínu, kominn með enn einn mentorinn (forstjórann auðvitað :))

Er að spá í að þyggja heimboð til NY í næstu viku þar sem lærdómurinn fer í gegn um internetið og ég er ekki bundinn við Sanny Franny akkurat núna - Sólguðinn hefði þótt mátt fylgja mér, hefði alveg boðið honum með.

Sakna Bjarna míns.

rock on and rock hard

F.

3 comments:

Anonymous said...

var að lesa bloggið sem ég kommentaði síðast aftur. vá þvílíkur dóni þessi gaur en hey fólk verður bara að átta sig á að ef hommar væru ekki til væri tískan mjög takmörkuð. obviusly var þessi strákur frekar bitur útí þig, að spyrja hvort einhver sé strákur eða stelpa er mjög tilgangslaus og dónalegur hlutur til að seigja, ég hugsa að þessi ákveðni strákur hefur bara verið afbrygðissamur eða eitthvað í þá áttina. hhahahahha en leiðinlegt fyrir krakkana að fá ekki að sjá stílista jólasveinsins hah þú hefur nú aldrei verið mikið fyrir að vakna. anyways hlakka til að þú komir heim skila þessu til fróða.

kveðja til allra þarna úti sjáumst.

Siggi fannar.

Viggó og Víóletta said...

sakna þín líka sæti...

Gunns said...

p.s er þetta hann siggi bróðir þinn?? bíddu er hann ekki bara 5 eða sjö ára ?? vel skrifandi!