Friday, September 7, 2007

comming out of the closet

Það er ótrúleg veðrabreyting hérna, liggur við að maður verði að draga flugfreyjutöskuna á eftir sér alla daga til að geta verið klæddur eftir veðri.

Ég bý hjá sænskri vinkonu minni sem gengur með perlueyrnalokka og ekur um a station-car, ég flokka ekki fólk. Hún er mjög indæl og það leynist smá púki í henni bak við perlueyrnalokkana. Hún er stödd í Svíþjóð eins og er, sem þýðir að prinsinn hefur íbúðina algjörlega fyrir sjálfan sig og sitt hafurtask, það er ótrúlegt hvað ég get breitt úr mér á skömmum tíma. Það er reyndar svolítið fyndið að búa hérna því ég sef í fataskápnum... Það er að segja svona "walk-in-closet". Ég kem sem sagt út úr skápnum á hverjum morgni.

Veit þó ekki alveg hvort ég muni halda áfram að koma út úr skápnum eða hvort ég muni flytja mig um set, veltur eiginlega svolítið á perlueyrnalokkunum, hvort hún meiki að hafa mig í skápnum - það væri auðvitað gríðarlegur sparnaður f/ konungsríkið.

3 comments:

Viggó og Víóletta said...

Gleði gleði. Hlakka til að heyra meira yndi...
B

siggif said...

sæll, þú munt vera glaður að vita að ég fékk skilaboðin þín, já þetta er þinn indæli littli bróðir að kommenta þig, æðislegt blogg minnir mig svolítið á mitt eigið. Anyways þá skemmtiru þér ábyggilega vel þarna úti eins og ég skemmti mér heima, leiklistin í fullum gangi erum að fara að frumsýna öskubusku og síðan taka "hundalíf" úr annie. jæja ég ættla að klára að lesa hin bloggin þín og svo ættla ég að blogga á myspace síðunni minni eg það vill til að þig langar í myspace síðu kýktu þá á mína www.myspace.com/siggif. sjáumst þegar þú kemur heim. Undirritað: the designer of my life

Frimann said...

En gaman að heyra frá þér Siggi Fannar.