Friday, September 21, 2007

Friday in Was

Föstudagsmorgun (..eða hádegi öllu heldur), prinsinn búinn að fá sinn starbucks og smá vinnutörn framundan. Að sjalfsögðu byrjar dagurinn líkt og aðrir dagar hér með góðum samtölum með Emmu út á verönd.

Skellti mér á magadansnámskeið í gærkvöldi. Þó svo að mér finnist magadans hvorki áhugaverður að horfa á né að æfa, þá var mjög gaman að forvitnast um fólkið sem stundar þessa líkamsrækt og hvað það fær út úr því - Við erum jú öll ólík með ólíkar þarfir.

Gloria er komin í húsið - held það sé þriðja barnapían sem ég hitti hér... En það jafnast engin á við Pat (man ekki alveg hvað hún heitir) sem þrífur íbúðina mína og brýtur saman prinsaklæðin.

Prinsinn fór aldrei úr náttfötunum í gær - geggjuð tilfinning, elska að ögra mér á þennan hátt öðru hvoru. Fór í matvörubúðina, bókabúðina, matarboð hér heima og á magadansnámskeið, alltaf í náttfötunum - sem betur fer eru þetta Calvin Klein náttföt:)

Elsker jer

F.

2 comments:

Sarah said...

Hi! Nice blog. :-) You should visit my: http://body-health-2007.blogspot.com. I hope you'll like it.
Bye!

Anonymous said...

Hæ, hæ
Mér finnst dálítið gott þetta með að finna líkamsræktarstöð í kjallaranum. þarf greinilega að kanna betur kjallarann í Álfheimunum. Ertu búin að fara í Hvíta húsið ? ég bið ekki að heilsa Bush
Bæ mútta