Wednesday, September 19, 2007

The prins says...

Það er nú aldeilis ljúft að vera heimavinnandi... Prinsinn var vakinn eldsnemma (að honum fannst), út í station car og brunað með gríslingana í skólann. áhugaverður samkomustaður. Það var öryggisvörður sem bauð öllum foreldrunum og börnum góðan daginn við hliðið - hann leit extra á prinsinn sem var ekkert svo ofsalega ferskur, með stírurnar í augunum, úfið hár og í bleikum stuttbuxum... Börnin bruna beint í raðir, öll í breskum skólabúningum þar sem þetta er breskur skóli. engar skipanir - þjóta ómeðvitað í raðir, gríslingarnir hennar Emmu voru samt ekkert að flýta sér, ekki alveg það mikilvægasta fyrir þau að vera fyrst í raðirnar :) Við ákváðum að þau væru sjálfstæð og skapandi :)

Mæðurnar. sem flestar eru heimavinnandi mæta uppstrílaðar á pinnahælum o.s.frv (með undantekningum...Emma). Þetta er þeirra samkomustaður þ.e.s skólinn. Eftir þessa reynslu, sem markaði djúp spor í sálina :) var haldið í kaffi til einna mömmunar - heimilið var sótthreinsað og glansandi, líkt og í Ajax auglýsingu - hún hefði reyndar passað vel þar sjálf. Mín fyrsta hugsun var sú að hún hefði eflaust ekki mikið annað að gera. Well, auðvitað er hún með starfsfólk til að sjá um hreingerningaþáttinn svo hún geti einbeitt sér að vera skapandi - starfar sem rithöfundur.

Nú þurfti að viðra prinsinn og haldið var út í skóg svo hægt væri að sleppa honum lausum...

Ja, það getur verið full vinna að vera heimavinnandi, prinsinn úrvinda eftir daginn. Eftir skógarferðina þurfti að fara í matvörubúðina, taka lunch með einhverjum vininum sem talaði non stop í 55 min um sjálfan sig og hversu sáttur hann væri við að lifa einn og þaut svo aftur á skrifstofuna, fótboltaæfing og píanótímar með börnin. Það er bráðnauðsynlegt eftir svona hektískan dag að henda gríslingunum niður í kjallara (þar eru margir fermetrar af leikherbergi og hreingerningakonan er óvinsæl vegna þess að Fluffy er týndur) og opna flösku af góðu rauðvíni og setjast út á verönd og deila því með helv... moskítóhlussunum.

Úrvinda - get varla beðið eftir að skríða upp í tveggja herbergja íbúðina mína (Pat, hreingerningalady, tók svo ákaflega vel til eftir prinsinn í dag...)


Þetta er svo svakalega langt frá mínum raunveruleika - skondið.

Prinsinn, staight from the kingdom

No comments: