Thursday, September 20, 2007

og prinsinn bloggar...

Var að finna "líkamsræktastöðina" í kjallaranum, virtist vera frekar ónotuð :) Prinsinn stökk þó upp á trambolínið, sem er huge, í garðinum í gær - börnunum til mikillar gleði :) Það voru nokkrar syrpur tekknar í loftinu...

Varð var við áhugaverða tilfinningu hjá mér í morgun í sambandi við að blogga. Ég stend sjálfann mig oft að vera athuga hvort einhver hafi skuttlað inn kommenti, það er ekki mikið um það. Út frá því fóru hugsanir í gang hvort ég væri ekki að skrifa um nógu spennandi hluti, hvort fáir af vinunum og fjölskyldu hefðu áhuga á því hvað ég væri að gera o.s.frv. Svo fór ég að velta fyrir mér afhverju ég væri að blogga, hvort ég væri að gera það fyrir einhvern annan en sjálfann mig, væri ég að rembast við að gera bloggið spennandi þannig að ég héldi lesendum o.s.frv. minnimáttarkenndin alveg á blússandi ferð. Í rauninni er það bara plús ef fólk hefur áhuga og tíma til að lesa en það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir sínum eigin væntingum til sjálfs síns og fyrir mig er þetta góð leið til að dokumentera ferðina, mína ferð á nýjan hátt. Svo er líka nauðsynlegt að skrifa af sér, losna við hugsanir og pælingar úr kollinum til að rýma til fyrir nýjum hugsunum og pælingum - Góð leið til að athuga hvort ekki séu fleiri sjónarhorn á hlutunum.


Over and out

...og það styttist í endurfundi með Bjarna í danaveldi!

...og Gunni er að spá í að "droppa" í heimsókn til Sanny Franny

...og ég fékk minn Starbucks kaffi í morgun

...og það er gaman að lesa það sem Siggi Fannar skrifar - sé litla bróðir í nýju ljósi

...og ég hef ekkert heyrt um hvort Frímann juniour sé búinn að finna leið sína í heiminn

...og ég upplifi mig mjög sterkan

...og ég elska þegar hvít föt haldast hvít

...og það gefur mér mikið að umgangast fólk sem er LIFANDI


F.

4 comments:

Gunna said...

Elsku Prinsi minn,

hef mjög gaman af því að fá að fylgjast með hvað þú ert að gera spennandi hluti.

Kossar,
Gunna

Anonymous said...

Þú ættir kannski að fá þér teljara elskan - til þess að sjá hve margir heimsækja síðuna! held að það sé til síða sem heitir teljari.is. Maður sér kannski ekki ástæðu til að kommenta eftir hverjar heimsókn ; - )

luvvvvvvv Edda

Anonymous said...

en gaman að þér finnst gaman að lesa commentin mín. já dagarnir eru svai mér merkilegir hjá þér, starbuck og læti bara. jú jú við erum líka að skemmta okkur heima á íslandi. sýning á morgunn og síðan þarf ég að finna mér vinnu ásamt ýmsu öðru á verkalistanum. til dæmis að fara á hróaskeldu og glastonbury og öðrum music festvals þegar ég verð 18. mamma verður ekki ánægð með það hugsa ég. Hvít föt eru mjög skemmtileg hinsvegar gengur mér misvel að halda þeim hvítum. sjáumst kveðja. littli bróðir í nýju ljósi

Anonymous said...

jæja loksins komst ég hingað úff! frímsipíms gott að það gengur vel vinur:) við þurfum að fara að finna farið fyrri mig ég er að vinna í þessu hér heima! en haltu áfram að skrifa hér á bloggið þitt það er svo gaman að fylgjast með þér:) peace out brother!