Friday, September 7, 2007

skrifað a leið til San Fran...

Ég fitna ekki í ameríkunni-ég fitna á leiðinni til ameríku.

Þessi orð eru skrifuð á flugvellinum í Amsterdam þar sem ég bíð eftir að geta sest um borð og hrotið alla leið til Sanny Franny. Prinsinn hefur verið vakandi í sólarhring, fyrir utan nokkrar vel valdar hrotur í háloftunum milli Köben og Amsterdam. Hef belgt mig út síðustu 24 tímana. Síðasta sólarhring hef ég náð að borða morgunmat tvisvar, fengið mér góðan skammt af sushi, dágóðan skammt af kylling sandwich og tilbehör, heimsótt McDonalds og bragðað á því allra heitasta á matseðlinum og farið í matarboð. Það er víst óhætt að fullyrða að það er engin fasta í gangi.

Vandamálið við þennan lífsstíl er hversu stór hluti af fataskápnum er í aðþrengdu deildinni.

No comments: