Friday, September 7, 2007

Friday in Fran

Komst að því að ég bý í snobb hverfi - var nú reyndar búinn að reikna það nokkuð vel út sjálfur. Var að spjalla við gleraugnahönnuð í dag sem tjáði mér að hann hefði flutt úr hverfinu vegna þess að honum fannst of mikið snobb - ég var ekkert að segja honum frá því að ég byggi í fataskáp einmitt í þessu sama hverfi...

Annars hef ég átt indælan dag...þegar sólin loksins kom. Karl biskup út í kuldann og inn með sólguðinn. Sat upp á þaki fram að hádegi og vann - þar hef ég útsýni yfir golden gate bridge og Alcatraz. Allt svolítið óraunverulegt en slæ ekki hendinni á móti því.

Markmiðið með sinni hluta dagsins var að tala við eins marga ókunnuga og ég gæti, tvær ástæður: Ögra sjálfum mér annars vegar og hins vegar opna upp fyrir tækifæri. Gekk svona la, la. það að geta átt samræður, ég á ekki við eintal, er ekki á færi allra. Ég vil hinsvegar þjálfa upp þennan vöðva og skora á aðra sem hafa áhuga að gera slíkt hið sama.

Þar sem ég hef engan til að leika við í kvöld ætla ég að fara einn út að borða, fyrst mun ég þó skála í kampavíni upp á þaki og þakka sjálfum mér fyrir að hafa fylgt draumi mínum. Það er algjörlega ástæðulaust að stunda niðurrif á sjálfum sér, þó mörg okkar leggi slíkt inn í daglegu rútínuna. Það er mun betra að byggja okkur sjálf upp á uppbyggilegan hátt, þá á ég ekki við að horfa fram hjá því sem betur má fara heldur frekar skoða ferlið og draga lærdóm af því...uppbyggilega - geyma svipuna í kjallaranum, hún er best geymd þar..... allavega þanga til gríslingarnir koma í heimsókn.

Lov júal

2 comments:

siggif said...

sæll bróðir, vildi bara koma sjálfum mér á framfæri hér. ástæðan fyrir því að eyjan heitir alcatraz er að árið 1775 fann evrópskur maður að nafni Juan de Ayala og nefndi hana La Isla de los Alcatraces sem þýðir eyja pelikanana. alcatraz var lokað 21 mars, 1963. alcatraz var maximum security prison fyrir stríðs glæpamenn og aðra stóra glæpamenn. margar tilraunir voru gerðar til að sleppa ein sú frægasta er til á mynd og heitir "Escape from Alcatraz" jæja fyrirlesturinn minn er búinn, flott blogg annars. þetta með þakið sérstaklega,mér hefur alltaf langað uppá þak í san fransisko að horfa á alcatraz og golden gate bridge, Adios

Frimann said...

Það er um að gera að koma sjálfum sér á framfæri, sérstaklega þegar maður hefur eitthvað áhugavert fram að færa.