Monday, March 31, 2008

Formleg heimsokn a Suðurlandið




Sunnudagur til sælu - First lady og Prinsinn brunuðu yfir Hellisheiðina í gær - rómantísk ferð á Suðurlandið. Pútan var hituð upp,sólgleraugun pússuð, bílbeltin spennt og Eurovison diski var skellt í tækið. Hveragerði var fyrsta stopp - það þurfti auðvitað að skrifa nokkur póstkort og senda á vini og ættingja í höfuðborginni...það er ekki á hverjum degi sem konungsfjölskyldan fer út fyrir stórborgina ef frá er talið póstnúmer 220. Ætlunin var að fara í blautbolskeppni á þvottaplaninu við hið víðfræga Fossnesti á Selfossi og renna þvottakústunum yfir pútuna samtímis. Það er enn vetur á suðurlandsundirlendinu með snæviþökktum þvottaplönum og því varð engin blautbolskeppni í þessari ferð. Sundlaug Selfoss var þó heimsótt og trýtluðu Prinsi og First lady á milli heitu pottana í dágóða stund eða þangað til brunað var á Eyrabakka. Á Eyrabakka stóð valið á milli þess að fá sér göngutúr í fjörunni sem var uppástunga First lady eða gúffa einhverju góðgæti í sig á Rauða húsinu sem var uppástunga Prinsa sem hefur enn ekki séð sér fært á að mæta í Boot-camp. Eftir lýðræðislega kosningu (Prinsinn hefur tvö atkvæði) var stefnan sett á Rauða húsið þar sem diskarnir voru sleiktir. Eftirrétturinn var þó snæddur í höfuðborginni eftir öflugan Eurovision söng í gegn um Þrengslin. Deginum var svo slúttað með því að drita inn hinni margumtöluðu og sívinsælu skattaskýrslu með hjálp húsfreyjunnar að Bárugötu 9.

Ánægjulegur Eurovison dagur á Suðurlandi. Prinsinn er þó guðs lifandi feginn að First lady hafi ekki heimtað að gista einhversstaðar fyrir utan höfuðborgina - þar hefði ánægjan alveg fokið af tilhugsuninni að heimsækja almúgann "út á landi".

Prinsi sáttur við landsbyggðina

Friday, March 28, 2008

Prinsinn styrkir sina heimabyggð

Svakalega er maður orðinn mikill heimamaður í póstnúmeri 220 þegar maður er kominn með klippikort á Súfistann í Firðinum....og það er geymt á staðnum!

Prinsi stoltur í 220

Er konungsrikið skattfrjalst?

Árshátíð saumklúbbsins Sleiks er í kvöld - stærðarinnar klúbbur, heil þrjú kjötstykki að meðtöldum Prinsinum. Af því að þetta er árshátíð og vorfagnaður og páskaskemmtun og aðalfundur þá hefur Prinsinn svelt sig í dag til að geta opnað fyrir aðþrengdu deildina í fataskápnum og slegið á þráðinn til Geirs Ólafs til að fiska upp úr söngfuglinum nokkur vel valinn tísku ráð.

Hið konunglega líf byggist þó ekki eingöngu upp á kvöldskemmtunum og snyrtistofuheimsóknum. Nei kæru vinir. Það byggist einnig upp á brúnkukremum og utanlandsferðum... og góðgerðarstarfsemi - þegar það hentar!

Prinsinn tók sér frí frá konunglegu amstri í vikunniog skellti sér á námskeið "Verkefnastjórnun - lykill að árangri" hjá Nýsköpunarmiðstöð og var útskrifaður í dag.... Þetta var mjög gott námskeið, vel upp byggt, skýrir fyrirlestrar og markvisst. Prinsinn er sáttur og mælir eindregið með þessu námskeiði fyrir áhugasama.


...og nú er það hin heilaga skattaskýrsla sem tekur völdin. Já, það þarf líka að gera grein fyrir konunglegum lifnaðarháttum.


Prinsi í Sleik

Thursday, March 27, 2008

Fatlaða fallega trynið

Prinsinn á fallega vini. Prinsinn á líka fatlaða vini - Prinsinn er góður samfélagsþegn og aðstoðar glaður þá sem minna mega sín. Guðni boy reyndi fyrir sér í listdansi á skautum fyrr í mánuðinum - sveif yfir svellið, að mér skilst, og hrasaði í einni "dýfunni" og öklabrottnaði.... Guðni boy er sem sagt fatlaður og fallegur vinur minn í ca. tvo mánuði.

Eins og fyrr sagði þá er prinsinn góður samfélagsþegn og hikar ekki við að bruna Reykjavíkurveginn til að aðstoða minnihlutahópa...

Prinsinn eyddi gærdeginum við þrif á íbúð Guðna sem fólst meðal annars í að ryksuga, þurka af, búa um bólið o.s.frv. Það þurfti einnig að viðra strákinn og þess vegna var honum rúllað út í ÁTVR þar sem hann birgði sig up fyrir gifstímabilið. Deginum var svo slúttað í Krónunni þar sem Prinsinn skellti fatlaða trýninu upp í körfu og farið var í kapphlaup yfir í grænmetisdeildina þaðan yfir í heilsudeildina og keyrt yfir nokkrar vistvænar húsmæður. Lítill missir þar þó, virtust vera týpurnar sem eru síkvartandi og kunna fátt í samskiptum nema einna helst kvörtun í fórnalambstóni. Prinsinn og fatlaða fallega trýnið komu út úr versluninni hæstánægðir með afrakstur dagsins. Prinsinn ánægður með að hafa fullnægt hjálpsemisþörf sinni og Fatlaða fallega trýnið ánægður með að hafa fengið tækifæri á að ráðskast með konunglega ambátt.


Prinsi í umönnun

Monday, March 24, 2008

Minningarathöfn og sukkuladiat

Þá er þessari blessaðri minningarathöfn um Krist senn lokið, ekki seinna vænna - þjóðin komin í fimmta gír af súkkulaðiáti....tilheyrir það ekki annars minnigarathöfninni að belgja sig út og liggja svo afvelta og andskotans yfir málsháttum sem við höfum aldrei heyrt, þó svo að við leggjum það reglulega í vana okkar að slengja fram einum og einum málshætti í góðra vina hópi - ekki rétt!

Annars hefur Prinsinn dregið fram joggingbuxurnar og innsiglað aðþrengdu deildina í fataskápnum. Það gerðist á Páskadag eftir að Prinsinn þurfti að draga fram ryksuguna og hamast með tryllitækið í rúminu eftir súkkulaðiát morgunsins. Prinsinn er nefnilega svo agalega vel "giftur" - fékk handgert páskaegg úr Mosfellsbakarí. Öllum reglum sem tengdust mat í rúminu var hent í konunglega ruslið ásamt ónothæfri samvisku og páskaeggið mulið og sleikt yfir nokkrum vel völdum þáttum af Aðþrengdum eiginkonum. Hverjum hefði getað dottið í hug að Hið konunglega líf gæti verið svona almúgalegt?

Prinsinn hefur einnig dundað sér yfir hátíðina við að hlusta með öðru eyranu á ræðu biskups þar sem hann fordæmdi fordóma - Prinsinn man þó ekki betur en að sá sami biskup hefði fyrir ekki svo löngu síðan fordæmt hjónabönd samkynhneigðra, sagði að það væri líkt og að henda hjónabandinu á ruslahaugana að leyfa samkynhneigðum að gifta sig. Ja Prinsinn segir bara: Batnandi manni er best að lifa og eins gott að fallegu börn biskupsins séu ekki kynvillingar.

Já, páskarnir eru til margs nýtilegir. Prinsinn hefur einnig:

-Skoðað flugför til Dubai ásamt First lady
-Haldið matarboð og farið í matarboð
-Spilað á spil við tengdaforeldrana
-Sungið hástöfum sænskt þjóðlag við dræmar undirtektir First lady (sem var enn í bólinu...)
-Haldið áfram útekt á sunlaugum höfuðborgarsvæðisins og að þessu sinni var Vesturbæjarlaug tekin fyrir
-Horft á yfir 20 þætti af Aðþrengdum eiginkonum sem orsakað hefur sterkt ímyndunarafl um íbúa Kirjuvegsins í heild sinni
-Skotið upp rakettu - í nafni konungsríkisins
og margt fleira.

Prinsi páskagrís

Thursday, March 20, 2008

The Icelandic Music awards

Prinsinn samfagnaði með heiðursverðlaunahafa Íslensku tónlistarverðlaunanna - Rúnari Júl ofur rokkara síðastliðið þriðjudagskvöld. Prinsinn og first lady trítluðu í kjól og hvítu í Borgarleikhúsið ásamt fríðu föruneyti. Skelltu sogröri í kampavínsflöskuna og mældu út íslenkst tónlistarfólk og grúppíur. Prinsinn var þó enn að þurka sveppasósuna úr munnvikunum eftir matarboð á Barugötunni þegar hann settist í salinn, guðs lifandi feginn að Ólafur Bessastaðagrís og Björgólfur og frú Þóra væru á svæðinu til að kasta smá elegance yfir samkomuna. Þegar Rúnar ofur rokkarir skakklappaðist upp á svið til að þyggja heiðursverðlaunin stóð prinsinn upp og söng hástöfum, stoltur af rokkaranum.


Prinsi músíkant

Monday, March 17, 2008

Takk kennarar

Prinsinn ber ómælda virðingu fyrir kennurum, sérstaklega þeim sem ákveða að starfa við kennslu á unglingastigi. Hans hátign var fenginn til að koma með fyrirlestur í einn af skólum Reykjavíkurborgar. Fyrirlestur fyrir heilan árgang - allir nemendur 9 bekkjar ca 140 stykki. Fyrirlestur um jákvæðni og uppbyggileg og jákvæð markmið. Prinsinn þurfti að minna sjálfan sig á að halda í jákvæðnina þegar misuppbyggilegar og mislélegar spurningar dundu yfir hópinn frá nemendum sem höfðu þörf fyrir að lyfta sér upp yfir aðra og vekja á sér eftirtekt.


Kennarar, Takk fyrir að velja að starfa við kennslu.


Prinsi með síðbúna unglingaveiki

Veisluglaða konungsfjölskyldan

Það eru orðnar ófáar æfingarnar í Boot-camp sem prinsinn hefur ekki séð sér fært um að mæta á eftir heimkomu frá Bush fjölskyldunni. Enda hafði móðir eins fermingabarnsins orð á því þegar Prinsinn skaust fram fyrir röðina í kransakökuhlaupinu í einni af fermingaveislunum í gær. "Þú hefur breyst e-h svo síðan ég sá þig síðast, orðinn e-h stærri." Já - það er bara baulað á mann....Prinsinn spurði bara hreint út: "Finnst þér ég vera feitur?" Móðirinn gaf vandræðalegt bros og hraðaði sér svo að gömlu frænkunum meðan prinsinn reif miðjuna úr kransakökunni til að setja mark sitt á veisluhöldin og auðvitað fá dágóðan skammt af marsipanlengju... First lady var frekar stilltur í boðinu, enda vel æfður í kurteisisvenjum - eitthvað annað en litli bróðir Prinsa sem hefur augljóslega æft sig í hnittnum tilsvörum og ræktað íllkvittnislegan húmor á bak við barnalegt andlit. Það veit ekki á gott enda þurfti Prinsinn að sussa á litla bróður á milli þess sem rjómasletturnar voru þurkaðar af konungslegu trýni prinsa.

Settningar sem heyrðust af borði Prinsa og First lady í ónefndri veislu:
Hver er þessi skrýtna?
Nennir þú að ná í eina köku fyrir mig, ekkert allt of stóra en enga flís heldur?
Hvaða krakkaskríll er þetta - er þetta skylt mér?
Ekki stela af mínum diski, þú getur náð í sjálfur?
Við ræðum allt svona þegar við erum komnir út í bíl?
Getum við látið okkur hverfa núna?
Bíðum þangað til einhver annar fer fyrst.
Jæja!
Jæjaaaa!


Prinsi kurteisis meistari........ þegar það hentar!

Wednesday, March 12, 2008

The First Lady breiðir ut boðskap konungsrikisins

Prinsinn er einn í kotinu. First lady var sendur út á land til að breiða út boðskap konungsríkisins. Nánar tiltekið á Tálknafjörð þar sem hann leikstýrir krakkaskrílnum í grunnskólanum.

Prinsinn og First lady eru vægast sagt í góðri æfingu í fjarsambandi - líkt og það sé einungis pláss fyrir eina hommzu í einu á Kirkjuveginum.

Prinsinn hefur nýtt tímann vel, hefur m.a:

Fengið Mæsu skvísu í mat
Fengið fullt af góðum hugmyndum, framkvæmt lítið brot...
Skellt sér í göngutúr í Hellisgerði
Þrifið Kirkjuvegin vel og vandlega
Svarað öllum tölvupóstum sem hafa beðið x lengi
Skipulagt saumaklúbbsfund....Ekki rétt Sleikur?
Eytt quality tíma með granny
Tekið á móti ómældu magni af boðum í hitting næstkomandi helgi
Lesið áhugaverða bók "Working with groups to enhance relationships"
Farið í göngutúr með Fróða kjúkling (hundurinn sem býr með múttu minni)
Fundið fyrir þakklæti fyrir góða og djúpa vináttu með vinum mínum
Sofið í miðjunni á skeiðvellinum, rúmi konungsríkisins
Dansað og vaskað upp samtímis
Farið í nett fitukast
Lesið Morgunblaðið við kertaljós
Velt fyrir mér afhverju ég vel að mæta ekki í Boot-camp
og fleira og fleira.

Prinsi - ljósið í eigin hversdagsleika

Friday, March 7, 2008

Rullutertur og guðsorð

Hans hátign og The First lady hafa boðist boðskort í fermingarveislur, notabene-þetta er skrifað í fleirtölu. Ég hélt að sú venja væri útdauð. Nei alveg rétt við látum ferma krakkana okkar í von um að einhver geti troðið kristilegum boðskap inn í tölvuvætt heilabú þeirra vegna þess að við sjálf erum of upptekin að lifa eftir boðorðunum 10. Foreldrarnir neita að trúa því að krakkaskríllinn fermist vegna gjafanna en standa svo á haus sjálf við að finna bestu gjöfina handa gríslingnum. Ef frændinn eða frænkan dirfist svo að spara í gjafakaupunum eru þau hiklaust tekin af jólakortalistanum og munu héðan í frá verða níska frændfólkið. Við vitum öll að rándýru pennasettin sem við fengum í fermingjagjöf fyrir x árum síðan standast tímans tönn og við vitum nákvæmlega í hvaða hillu upp í skáp við geymum það.....þangað til að við fáum not fyrir það í framtíðinni. Nú eða orðabókin sem er orðin úrelt áður en fermingabarnið lýkur framhaldskóla.

Prinsinn fann ekki mikinn mun á sér eftir að hafa verið tekinn í fullorðinna manna tölu í gegn um fermingu sína. Hann man þó óljóst eftir ofnotkun sólarbekkja fyrir "hátiðarhöldin".

Ú því að fermingin skiptir landann svona óskaplegu máli - má ekki slá veislunni saman við eitthvað sem gæti orðið skemmtilegt t.d útileguferming, smala stórfjölskyldunni saman seinna um vorið í tjald með gítar og tóna "Ó Jesúm bróðir besti" yfir góðu rauðvínsglasi. Nú eða gera eitthvað sem krakkagríslingnum finnst skemmtilegt s.s paintball, í vatnsrennibrautagarð, á hjólabretti o.s.frv. Fyrir hvern er rúllutertan?

Ef við ætlum að viðhalda þessari hefð - reynum þá að minnsta kosti að gera daginn meira eftirminnilegan fyrir krakkann og minna kannski fyrir okkur sjálf.


Rétt upp hönd sem hefur skrifað fermingaveislur á top 10 listann yfir hvað er skemmtilegt að gera á sunnudögum. Prinsinn hefur ekki krotað það á sinn lista.


Prinsi barnlaus biskup

Wednesday, March 5, 2008

Lokal lak ut

Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lokal var opnuð í kvöld með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Prinsi og The first lady létu sig ekki vanta á slíkan menningarviðburð í Firðinum. Það voru fleiri sem léti SIG ekki vanta, spurning hvort það var verkið sem dró að eða kampavínið sem í boði var fyrir sýningu - nefni engin nöfn, slengi því bara fram að einn af viðkomandi gestum hefur verið ráðherrafrú, fegurðadrottning, umsjónarmaður barnaefnis og kjötsmyglari.


Prinsinn hefði betur átt að eyða kvöldinu í lestur Andrésar Andar blaða - Þvílíkt rúnk. Prinsinn gerði margt til að drepa tímann og forðast að falla í svefn. Prófaði meðal annars ólíkar leiðir til að fara úr og í skóna an þess að nota hendur - ótrúlega margar leiðir sem eru færar. Testaði einnig hversu nalægt hægt væri að komast sessunautum fyrir framan og aftan án þess að viðkomandi tækju eftir slíkri nálgun - Hans hátign átti einungis eftir að skoða viðbrögð gesta við gelti og góli þegar hópurinn tók upp á því að hneigja sig. Mikið svakalega klappaði prinsinn.

En auðvitað var þetta bara ein sýning og það eru margar aðrar í boði á þessu festivali. Prinsinn lætur þó Teiknimyndasögurnar nægja.


Prinsi í menningar sjokki

BBC success

Jæja góðir vinir

Prinsinn er lentur, hraklenti svo að segja. Hans hátign var svo eftir sig eftir heimkomuna að hann svaf í tvo sólarhringa, rétt vaknaði til að stúta Toblerone king size, háma í sig pizzu og þamba kók....

BBC dinnerinn varð svona feiknalegur success.... Jamm, borðstofan hjá The Butler´s rúmaði gestina vel. Það komust þrjú stor hringborð inn í borðstofuna með pláss fyrir átta manns við hvert. Hans hátign skellti sér auðvitað á milli Mat Frei (prinsinn sá hann í sjónvarpinu á leið frá Frisco til DC þar sem hann var með einka viðtal við Georg bastard Bush) og Jim sem er einhverskonar kosningastjóri hja demókrötunum góðu. Prinsinn var í ljómandi félagsskap. Á borðinu sat einnig Emma, Alis, sem er höfuð The Butler´s og á hlut í lögfræðistofu í DC, Johnny sem er fylgir Condolu Rice um allan heiminn f/ BBC America, Mary rússneski sérfræðingurinn, Karen blómaskreytir og Olga sem fæst við rannsóknir á krabbameini. Prinsinn fylltist allur af snobbi og skálaði við gesti. Prinsinn stóð einnig upp og skálaði fyrir gestgjöfunum.....það er aldeilis að það var upp á honum sprotinn! Reikna fastlega með því að hann hafi boðið öllum í heimsókn á skerið og örugglega gistingu á Kirkjuveginum.

Anyway - Kvöldið var nú rétt hálfnað þegar dinnernum lauk. Hvað gerir einn íslenskur prins, bresk bankastjórafrú og rúsneskur sérfræðingur á föstudagskvöldi í Washington? Nú þau skella sér auðvitað á hommabar með tveimur kennurum úr einkaskólanum - þvílíkt teymi...

Allt á sinn endi - Prinsinn atti flug daginn eftir, bankastjórafrúin átti miða í leikhúsið með börnin og rússneski sérfræðingurinn atti von á stórfjölskyldunni í mat. Hans hátign þóttist nú bara vera býsna vel settur miða við áskoranir annarra. Vaknaði ferskur, skellti sér í létt og smart klæði, henti nokkrum vel völdum gersemum a úlnliði og háls og tipplaði með 5 töskur út á völl. Ég er ekki viss um að aðrir hafi upplifað prinsinn tipplandi þegar hann dröslaðist um með töskurnar 5.... Prinsinn hafði nefnilega skilið heilmikið af konungsríkinu eftir í DC þegar hann hvarf til Íslands í desember og þurfti því að "kippa" því með sér í þetta skiptið.

Prinsinn lenti sem sagt á Íslandinu fagra og kæra og svaf í tvo sólarhringa.... svakalegt "jet-lag"...

Prinsi léttur á fæti á ferð og flugi