Monday, March 24, 2008

Minningarathöfn og sukkuladiat

Þá er þessari blessaðri minningarathöfn um Krist senn lokið, ekki seinna vænna - þjóðin komin í fimmta gír af súkkulaðiáti....tilheyrir það ekki annars minnigarathöfninni að belgja sig út og liggja svo afvelta og andskotans yfir málsháttum sem við höfum aldrei heyrt, þó svo að við leggjum það reglulega í vana okkar að slengja fram einum og einum málshætti í góðra vina hópi - ekki rétt!

Annars hefur Prinsinn dregið fram joggingbuxurnar og innsiglað aðþrengdu deildina í fataskápnum. Það gerðist á Páskadag eftir að Prinsinn þurfti að draga fram ryksuguna og hamast með tryllitækið í rúminu eftir súkkulaðiát morgunsins. Prinsinn er nefnilega svo agalega vel "giftur" - fékk handgert páskaegg úr Mosfellsbakarí. Öllum reglum sem tengdust mat í rúminu var hent í konunglega ruslið ásamt ónothæfri samvisku og páskaeggið mulið og sleikt yfir nokkrum vel völdum þáttum af Aðþrengdum eiginkonum. Hverjum hefði getað dottið í hug að Hið konunglega líf gæti verið svona almúgalegt?

Prinsinn hefur einnig dundað sér yfir hátíðina við að hlusta með öðru eyranu á ræðu biskups þar sem hann fordæmdi fordóma - Prinsinn man þó ekki betur en að sá sami biskup hefði fyrir ekki svo löngu síðan fordæmt hjónabönd samkynhneigðra, sagði að það væri líkt og að henda hjónabandinu á ruslahaugana að leyfa samkynhneigðum að gifta sig. Ja Prinsinn segir bara: Batnandi manni er best að lifa og eins gott að fallegu börn biskupsins séu ekki kynvillingar.

Já, páskarnir eru til margs nýtilegir. Prinsinn hefur einnig:

-Skoðað flugför til Dubai ásamt First lady
-Haldið matarboð og farið í matarboð
-Spilað á spil við tengdaforeldrana
-Sungið hástöfum sænskt þjóðlag við dræmar undirtektir First lady (sem var enn í bólinu...)
-Haldið áfram útekt á sunlaugum höfuðborgarsvæðisins og að þessu sinni var Vesturbæjarlaug tekin fyrir
-Horft á yfir 20 þætti af Aðþrengdum eiginkonum sem orsakað hefur sterkt ímyndunarafl um íbúa Kirjuvegsins í heild sinni
-Skotið upp rakettu - í nafni konungsríkisins
og margt fleira.

Prinsi páskagrís

5 comments:

Dilja said...

sleikur nálgast prinsi minn, sleikur nálgast.
Ég skal koma með þér í breiðholtslaug við tækifæri...
Ástarkveðjur

Anonymous said...

það fór ekki eitt korn á gólfið af mínu páskaeggi! Því veltir maður fyrir sér - Hvað er græðgi?

Edda

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Ég verð bara að þakka kærlega fyrir mig. Hin konungsfjölskyldan á Álfaskeiðinu bíður spennt eftir hverri færslu....


The Queen

Anonymous said...

Ertu enn að éta ´sukkulaði? Farðu að blogga drengur!

Edda