Monday, March 17, 2008

Takk kennarar

Prinsinn ber ómælda virðingu fyrir kennurum, sérstaklega þeim sem ákveða að starfa við kennslu á unglingastigi. Hans hátign var fenginn til að koma með fyrirlestur í einn af skólum Reykjavíkurborgar. Fyrirlestur fyrir heilan árgang - allir nemendur 9 bekkjar ca 140 stykki. Fyrirlestur um jákvæðni og uppbyggileg og jákvæð markmið. Prinsinn þurfti að minna sjálfan sig á að halda í jákvæðnina þegar misuppbyggilegar og mislélegar spurningar dundu yfir hópinn frá nemendum sem höfðu þörf fyrir að lyfta sér upp yfir aðra og vekja á sér eftirtekt.


Kennarar, Takk fyrir að velja að starfa við kennslu.


Prinsi með síðbúna unglingaveiki

1 comment:

Anonymous said...

Viltu vera svo góður að hafa samband við launanefnd sveitafélaganna varðandi þessa færslu!

Edda Hauks kennari í 8.9. og 10. bekk við Hagaskóla Íslands