Thursday, March 27, 2008

Fatlaða fallega trynið

Prinsinn á fallega vini. Prinsinn á líka fatlaða vini - Prinsinn er góður samfélagsþegn og aðstoðar glaður þá sem minna mega sín. Guðni boy reyndi fyrir sér í listdansi á skautum fyrr í mánuðinum - sveif yfir svellið, að mér skilst, og hrasaði í einni "dýfunni" og öklabrottnaði.... Guðni boy er sem sagt fatlaður og fallegur vinur minn í ca. tvo mánuði.

Eins og fyrr sagði þá er prinsinn góður samfélagsþegn og hikar ekki við að bruna Reykjavíkurveginn til að aðstoða minnihlutahópa...

Prinsinn eyddi gærdeginum við þrif á íbúð Guðna sem fólst meðal annars í að ryksuga, þurka af, búa um bólið o.s.frv. Það þurfti einnig að viðra strákinn og þess vegna var honum rúllað út í ÁTVR þar sem hann birgði sig up fyrir gifstímabilið. Deginum var svo slúttað í Krónunni þar sem Prinsinn skellti fatlaða trýninu upp í körfu og farið var í kapphlaup yfir í grænmetisdeildina þaðan yfir í heilsudeildina og keyrt yfir nokkrar vistvænar húsmæður. Lítill missir þar þó, virtust vera týpurnar sem eru síkvartandi og kunna fátt í samskiptum nema einna helst kvörtun í fórnalambstóni. Prinsinn og fatlaða fallega trýnið komu út úr versluninni hæstánægðir með afrakstur dagsins. Prinsinn ánægður með að hafa fullnægt hjálpsemisþörf sinni og Fatlaða fallega trýnið ánægður með að hafa fengið tækifæri á að ráðskast með konunglega ambátt.


Prinsi í umönnun

1 comment:

Anonymous said...

Sleikur í kvöld, sleikur í kvöld, sleikur í kvöld, sleikur í kvöld..
P.s kveðjur til fallega fatlaða trýnsins!
Matta