Wednesday, March 5, 2008

BBC success

Jæja góðir vinir

Prinsinn er lentur, hraklenti svo að segja. Hans hátign var svo eftir sig eftir heimkomuna að hann svaf í tvo sólarhringa, rétt vaknaði til að stúta Toblerone king size, háma í sig pizzu og þamba kók....

BBC dinnerinn varð svona feiknalegur success.... Jamm, borðstofan hjá The Butler´s rúmaði gestina vel. Það komust þrjú stor hringborð inn í borðstofuna með pláss fyrir átta manns við hvert. Hans hátign skellti sér auðvitað á milli Mat Frei (prinsinn sá hann í sjónvarpinu á leið frá Frisco til DC þar sem hann var með einka viðtal við Georg bastard Bush) og Jim sem er einhverskonar kosningastjóri hja demókrötunum góðu. Prinsinn var í ljómandi félagsskap. Á borðinu sat einnig Emma, Alis, sem er höfuð The Butler´s og á hlut í lögfræðistofu í DC, Johnny sem er fylgir Condolu Rice um allan heiminn f/ BBC America, Mary rússneski sérfræðingurinn, Karen blómaskreytir og Olga sem fæst við rannsóknir á krabbameini. Prinsinn fylltist allur af snobbi og skálaði við gesti. Prinsinn stóð einnig upp og skálaði fyrir gestgjöfunum.....það er aldeilis að það var upp á honum sprotinn! Reikna fastlega með því að hann hafi boðið öllum í heimsókn á skerið og örugglega gistingu á Kirkjuveginum.

Anyway - Kvöldið var nú rétt hálfnað þegar dinnernum lauk. Hvað gerir einn íslenskur prins, bresk bankastjórafrú og rúsneskur sérfræðingur á föstudagskvöldi í Washington? Nú þau skella sér auðvitað á hommabar með tveimur kennurum úr einkaskólanum - þvílíkt teymi...

Allt á sinn endi - Prinsinn atti flug daginn eftir, bankastjórafrúin átti miða í leikhúsið með börnin og rússneski sérfræðingurinn atti von á stórfjölskyldunni í mat. Hans hátign þóttist nú bara vera býsna vel settur miða við áskoranir annarra. Vaknaði ferskur, skellti sér í létt og smart klæði, henti nokkrum vel völdum gersemum a úlnliði og háls og tipplaði með 5 töskur út á völl. Ég er ekki viss um að aðrir hafi upplifað prinsinn tipplandi þegar hann dröslaðist um með töskurnar 5.... Prinsinn hafði nefnilega skilið heilmikið af konungsríkinu eftir í DC þegar hann hvarf til Íslands í desember og þurfti því að "kippa" því með sér í þetta skiptið.

Prinsinn lenti sem sagt á Íslandinu fagra og kæra og svaf í tvo sólarhringa.... svakalegt "jet-lag"...

Prinsi léttur á fæti á ferð og flugi

No comments: