Monday, March 17, 2008

Veisluglaða konungsfjölskyldan

Það eru orðnar ófáar æfingarnar í Boot-camp sem prinsinn hefur ekki séð sér fært um að mæta á eftir heimkomu frá Bush fjölskyldunni. Enda hafði móðir eins fermingabarnsins orð á því þegar Prinsinn skaust fram fyrir röðina í kransakökuhlaupinu í einni af fermingaveislunum í gær. "Þú hefur breyst e-h svo síðan ég sá þig síðast, orðinn e-h stærri." Já - það er bara baulað á mann....Prinsinn spurði bara hreint út: "Finnst þér ég vera feitur?" Móðirinn gaf vandræðalegt bros og hraðaði sér svo að gömlu frænkunum meðan prinsinn reif miðjuna úr kransakökunni til að setja mark sitt á veisluhöldin og auðvitað fá dágóðan skammt af marsipanlengju... First lady var frekar stilltur í boðinu, enda vel æfður í kurteisisvenjum - eitthvað annað en litli bróðir Prinsa sem hefur augljóslega æft sig í hnittnum tilsvörum og ræktað íllkvittnislegan húmor á bak við barnalegt andlit. Það veit ekki á gott enda þurfti Prinsinn að sussa á litla bróður á milli þess sem rjómasletturnar voru þurkaðar af konungslegu trýni prinsa.

Settningar sem heyrðust af borði Prinsa og First lady í ónefndri veislu:
Hver er þessi skrýtna?
Nennir þú að ná í eina köku fyrir mig, ekkert allt of stóra en enga flís heldur?
Hvaða krakkaskríll er þetta - er þetta skylt mér?
Ekki stela af mínum diski, þú getur náð í sjálfur?
Við ræðum allt svona þegar við erum komnir út í bíl?
Getum við látið okkur hverfa núna?
Bíðum þangað til einhver annar fer fyrst.
Jæja!
Jæjaaaa!


Prinsi kurteisis meistari........ þegar það hentar!

No comments: